Ég hlustaði á fréttirnar á BBC í morgun. Í faglegri samantekt um dólgslætin í Trömp var m.a. vitnað í kveðjuræðu Obama forseta þar sem hann talaði um hversu einsleit umræðan hefur orðið í kringum okkur.
Á okkar persónulegu samfélagsmiðlum blasa gjarna við sömu skoðanirnar á fréttaveitunni og við keppumst við að taka undir með hvort öðru, því allir vilja jú vera samþykktir af þeim hópi sem þá langar að tilheyra (nema Groucho Marx).
Við lesum fréttamiðla sem halla í þá átt sem við teljum „rétta“ og leitumst helst ekki við að skilja eða kynna okkur sjónarmið hinna.
Ef fésbókarvinur birtir „ögrandi“ skoðun á FB, sem passar kannski ekki við það sem við vorum búin að „samþykkja“ hljóðlaust að vera sammála um (af því við teljum okkur tilheyra sama menginu), þá verður vinurinn aðeins óvinsælli fyrir vikið.
Því miður hefur það ósjaldan átt sér stað að fésbókar (og jafnvel raunverulegum) vinskap er slitið vegna þess að einhver tjáir sig um „óæskilegar“ stjórnmálalegar skoðanir eða lífsgildi í statusum eða kommentum.
Og þá aftur að honum Obama. Hann sagði:
[big_title2]Einhæf skilaboð, ógn við frelsið [/big_title2]
Þá rétti ég mækinn aftur að herra Obama sem vill meina að einsleitar upplýsingaveitur séu hreinlega alvarleg ógn við lýðræðið:
„Politics is a battle of ideas; in the course of a healthy debate, we’ll prioritize different goals, and the different means of reaching them. But without some common baseline of facts; without a willingness to admit new information, and concede that your opponent is making a fair point, and that science and reason matter, we’ll keep talking past each other, making common ground and compromise impossible.“
Það sem við erum nefnilega ekki allt of hrifin af er þessi óþolandi leiðinlega einsleitni eða (e. polarisation) sem drepur niður alla skynsamlega og skapandi umræðu sem í kjölfarið gæti leitt til árangursríkra málamiðlana og lausna.
Fólk stimplar hvort annað á víxl sem „góða fólkið“ eða „fasista“ og útkoman verður ekkert annað en öfgar í hvora áttina sem leiða aldrei til góðs, því samtöl stjórnmálamanna (og einstaklinga almennt) sem einkennast af gagnkvæmri virðingu og skarpri áheyrn eru þau samtöl sem bera góðan ávöxt.
Árið 1958 tók blaðamaðurinn Mike Wallace stórmerkilegt viðtal við rithöfundinn Aldous Huxley sem þá hafði nýverið birt röð ritgerða sem hann kallaði Enemies of Freedom.
Í viðtalinu ræða þeir Huxley og Wallace um frelsi og lýðræði og hvað gæti kollvarpað hvoru tveggja. Í þessu samhengi tala þeir meðal annars um nýja tækni og hvernig hún getur verið auðveldlega misnotuð í átt sem miðar að frelsisskerðingu, takmörkuðu lýðræði og á endanum jafnvel algjöru einræði. Huxley segir:
WALLACE: And well, what…what do you mean? Do you mean that we develop our television but we don’t know how to use it correctly, is that the point that you’re making?
HUXLEY: Well, at the present the television, I think, is being used quite harmlessly; it’s being used, I think, I would feel, it’s being used too much to distract everybody all the time. But, I mean, imagine which must be the situation in all communist countries where the television, where it exists, is always saying the same things the whole time; it’s always driving along.
It’s not creating a wide front of distraction it’s creating a one-pointed, er…drumming in of a single idea, all the time. It’s obviously an immensely powerful instrument.
[big_title2]Facebook sér inn í innstu afkima sálar þinnar[/big_title2]
Aftur til Englands. Árið 2007 byrjaði ungt sálfræðiséní við Cambridge háskóla, maður að nafni Michal Kosinski, að þróa aðferð til að analýsera og targeta fólk/kjósendur/kaupendur/notendur út frá því sem viðkomandi Facebook notandi hafði lækað. Aðferðin er úrvinnsla sem byggir á nokkuð einfaldri tölfræði og eftir því sem Facebook notendum fjölgaði, því áreiðanlegri urðu niðurstöðurnar úr tölfræði Kosinskis.
Sem dæmi má nefna að karlmenn sem hafa lækað snyrtivörufyrirtækið MAC á Facebook eru að öllum líkindum hommar, og þeir sem hafa lækað ameríska bíla, eru að öllum líkindum hægrisinnaðir. Ef þú hlustar á Foo Fighters, þá ertu líklegast gagnkynheigður karlmaður, og ef þú hefur lækað Bach, þá ertu líklegri til að vera eitthvað yfir meðalgreind.
Þú getur prófað 101 útgáfuna á sjálfri/sjálfum þér HÉR. Ef þú hefur verið mjög virk/virkur á Facebook er líklegt að niðurstöðurnar verði óþægilega nákvæmar.
[big_title2]Sama markaðsstofan á bak við herferðir Trömps og Brexit[/big_title2]
Samkvæmt heimildum blaðamanna á Þýsk/Svissneska blaðinu Daz Magazin er svo gott sem ekkert sem bendir til annars en að þessar tölfræðiaðferðir Kosinskis hafi einmitt verið notaðar í kosningaherferðum bæði Brexit leave og Dónalds Trömp en í báðum tilvikum voru samfélagsmiðlar notaðir umfram aðrar hefðbundnari og þekktari leiðir.
Og þá erum við ekki að tala um einfalda bannera sem sögðu „Kjóstu Trömp hann er bestur“ heldur var hræðsluáróðri komið fyrir í einföldum auglýsingum hjá þeim sem virkuðu sérlega taugaveiklaðir í læk-greiningunni. Til dæmis: Er alltaf verið að brjótast inn í hverfinu þínu? Settu öryggið á oddinn (og svo eitthvað blaður um betri lása).
Samhliða þessu var svo ákveðnum fréttum, af ákveðnum fréttaveitum, beint að þeim sem sáu þessar auglýsingar í sinni fréttaveitu, og það sama gilti um kosningaáróðurinn. Útkoman sýndi sig að lokum í verki hjá kjósendum … the drumming in of a single idea, all the time.
Ekki nóg með það… samkvæmt þessum Þýsku blaðamönnum er það sama markaðsstofan, Cambridge Analytica, sem var á bak við bæði kosningaherferð Dónalds Trömp og Brexit en það mun vera ekki vera Kosinski heldur spjátrungur að nafni Alexander Nix sem stýrir fyrirtækinu og eignarhaldið… já, það er víst eitthvað um það í Panamaskjölunum.
Og hver var svo fyrsti forsætisráðherrann sem Trömp knúsaði eftir að hann tók við embætti… og hvaða þjóðhöfðingi var fyrst til að bjóða honum í opinbera heimsókn? Ha?
Já, þetta hljómar allt svolítið kreisí og er það sannarlega eins og síðustu dagar hafa sýnt.
Það sem mér finnst samt mest kreisí er hvernig svona fáránlegir hlutir geta átt sér stað í heimi þar sem við teljum okkur bæði upplýst og menntuð. Þetta minnir nefnilega helst á vísindaskáldsögu.
Er þetta tækninni eða þekkingarleysi okkar að kenna? Hversvegna erum við ekki skarpari en meðalgreind moldvarpa þegar kemur að því að sjá í gegn um eðli „umræðunnar“ og áróðursins sem birtist okkur á Feisbúkk?
Líklegast er það vegna þess að Feisbúkk hefur, líkt og aðrar tækninýjungar, þróast hraðar en við náum að skilja. Þetta er skugginn sem skýst á undan okkur. Það sama gildir um eðli annarar samfélags-og fjölmiðlunar á netinu. Reglurnar verða til eftir á… eftir að við erum búin að brenna okkur á því að þær voru ekki til.
Svo ég vitni aftur í Huxley:
„…suddenly people have found themselves in a situation which they didn’t foresee and doing all sorts of things they really didn’t want to do.“
Lestu greinina úr Daz Magazin í enskri þýðingu HÉR.
Ps. Ef þú notar Facebook til að skrá þig inn á vefi og forrit þá ertu um leið að gefa eigendum/stjórnendum þeirra aðgang að upplýsingum um þig. Flest forrit fá aðgang að netfangi og vinalista en sumir sjá líka allar myndir (bæði þínar og þær sem þú hefur verið tögguð/taggaður á), allt sem hefur farið á milli þín og vina í samtölum, símanúmerið þitt, símanúmer vina, sambandsstöðu os.frv.
Pss. Líklegast er þessi útilokun aðkomumanna frá ákveðnum löndum til BNA (í nokkrar vikur), úthugsuð smjörklípa til að beina fjöl og- samfélagsmiðlum frá mun alvarlegri aðgerðum sem Trömp er að brasa við. Sérfræðingarnir hjá Cambridge Analytica vita hvernig síldartorfan sveiflast.
- Veröld ný og óð – Fréttaveitan, Facebook og óvinir frelsisins - 31. janúar 2017
- Túristinn er nýja síldin – Kapp er best með forsjá - 25. júlí 2016
- Ein eilífðar hreinmey, í úlfahjörð, sem skrifar svo undir og deyr - 13. júlí 2016