Auðvitað er ég hlutdrægur. En það auðvitað gaman að sjá Hillary pakka Trump saman í fyrstu kappræðum þeirra á mánudagskvöldið. Þótt það sé ekki nema vegna þess að ég ber virðingu fyrir stjórnmálum sem fagi og því þegar fólk hefur fyrir því að undirbúa sig.
Fyrir kappræðurnar hafði heyrst að Hillary hafði æft sig í margar daga en Trump ekkert. Það sást. Hún fór með langar og æfðar stefnuræður, Trump framleiddi þriggja setninga búta á borð við „Við lækkum skatta. Mun vera frábært. Kína skal borga. Mexíkó stelur störfunum.“
Trump gekk í allar gildrurnar. Sú algengasta var á þessa leið: Báðir frambjóðendur fengu 2 mínútur til að kynna stefnu sína í einhverjum málaflokki, til dæmis málefnum svartra. Hillary laumaði inn sinn bút stuttri ásökun, til dæmis að Donald Trump hefði verið kærður fyrir að vilja ekki leigja svörtu fólki íbúðir á áttunda áratugnum. Donald Trump nýtti þá stóran hluta af sínum tveimur mínútum til að útskýra að það hafi bara verið tískan leigja bara hvítu fólki. Því hann gat ekki látið svona skot óáreitt.
Smám saman sá maður hvernig Donald Trump minnkaði í púltinu, honum leið illa, og kannski, bara kannski, rann upp fyrir honum að hugmyndin um að undirbúa sig ekkert og taka þetta bara á hjartanu hafi verið misráðin. Lokaorðin sögðu allt sem segja þurfti. Fyrirferðamikli kallakallinn sem langar að verða forseti tilkynnti milljónum manna að hann hefði planað að segja eitthvað svaka ljótt um Hillary Clinton, en væri eiginlega hættur við.
- Taívan má ráða sér sjálft - 15. ágúst 2022
- Velheppnaður miðbær Selfoss - 26. júlí 2021
- Óþarfa bjölluat á göngustígum - 19. júlí 2021