Þýðandinn – örsaga

Í lok skjalsins blasti við stutt setning. Slagorð. Ákall. „Við erum öll almannavarnir“.

Þýðandinn klóraði sér í kollinum yfir þessu. „Ókei, almannavarnir, ekki beint til í hinu málinu. Þar yrði þetta herinn, eða löggann eða eitthvað þannig þar. En þetta er ekki það.“

Og varnir þýða oftast „her“. Við getum ekki látið það misskiljast. Við erum öll eitthvað-varnir hljómar eins og herkvaðning. Sem þetta er ekki. Jæja, reyni að mixa eitthvað.

Borgaralega varnarþjónustan? Allt í lagi, við erum öll það… skilst það? Hefur fólkið samhengið til að skilja þetta? Jújú, reynum eitthvað eins og „Við berum öll ábyrgð á…“

Borgaralegar varnir eru á ábyrgð okkar allra!

„Jæja þetta tókst. Ekki beint þjált en ég læt það standa. Ég á þetta þá alla vega inni og get nota það hér eftir.“

*** Seinna um kvöldið ***

Síminn hringir.

„Heyrðu takk fyrir að klára þetta svona hratt. Það er bara eitt… það er komið nýtt slagorð.“

„Nú?“

„Já, geturðu núna sagt öllum að hlýða manni sem heitir Víðir?“



#MustObeyVíðir

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.