Nú þegar stór hluti hagkerfisins er í fangi ríkisins freistast menn til að líta á þróun síðustu vikna sem sönnun fyrir skipbroti kapítalismans. Að þar með sannist að hann geti ekki staðið óstuddur heldur reiði sig á ríkið í hamförum eins og þeim sem nú ganga yfir heimsbyggðina. Því þurfi að hverfa frá opnu markaðshagkerfi og alþjóðavæðingu.
