Undanfarna daga hafa málefni Sundabrautar verið ofarlega á dagskrá þannig að margir hafa kallað eftir því að hafist verði handa án tafar að byggja hana og bæta jafnvel við að það eigi að stöðva ýmsar aðrar framkvæmdir í leiðinni.
Svo maður umorði fjölda greina sem hafa birst undanfarin misseri um aðra samgönguframkvæmd þá eru ýmsum spurningum ósvarað áður en jarðýturnar smella sér út á Sundin og valta upp nýjan þjóðveg fyrir landsmenn. Eins og:
- Hvað er þessi Sundabraut eiginlega? Er þetta brú eða er þetta göng?
- Hvað með Sundahöfn? Lokar þetta henni?
- Hver er stofnkostnaðurinn?
- Hver er rekstrarkostnaðurinn?
- Hver er áætlaður verktími?
- Hver verður hámarkshraðinn?
- Hver á að borga fyrir Sundabraut?
- Hvað eiga veggjöld að vera há? Hversu lengi eiga að vera veggjöld?
- Er búið að framkvæmda mat á umhverfisáhrifum?
- Er búið að gera mat á samfélagslegum og hagrænum ábata?
- Hvert er markmiðið með þessari framkvæmd nákvæmlega?
Ástæða þess að stjórnmálamenn hika við að setja Sundabraut efst á dagskrá er fyrst og fremst sú að hér er um að ræða gríðarlega dýra framkvæmd (nýjust frumkostnaðaráætlanir eru frá 51 til 74 milljarðar) en einnig á eftir að svara ofangreindum spurningum með ítarlegum hætti.
Það er þá fyrst þegar slíkri undirbúningsvinnu er lokið að hægt verður að eiga efnismeiri umræðu um verkefnið og geta þá aðila byrjað að bera saman mismunandi valkosti í opinberum fjárfestingum.
Hér fyrir neðan má sjá slíka samanburðarmynd frá Danmörku þar sem teiknaðir eru upp fjöldi fjárfestinga sem má ráðast í sem samanlagt kosta jafn mikið og fyrirhuguð veggöng.
Myndin gefur góða hugmynd um þá valkosti sem þjóðfélög þurfa að velja á milli þar sem það er ekki hægt að eyða sömu krónunni tvisvar.
- Róleg og aflslöppuð aðgerðaráætlun í loftslagsmálum - 28. júlí 2021
- Í hvernig umhverfi blómstrar nýsköpun? - 8. júní 2021
- Viðskipti á tímum Covid - 20. maí 2021