Í sautjánda þætti Radíó Deiglunnar á árinu reyna frændurnir Þórlindur Kjartansson og Kjartan Sveinn Guðmundsson að brúa kynslóðabilið í samtali um allt það sem hæst ber í samfélaginu um þessar mundir og um það sem gengur á í afkimum internetsins þegar foreldrarnir sjá ekki til. Þeir fara yfir félagsleg, fjárhagsleg, menningarleg, líkamleg og andleg áhrif kórónaveirunnar á ungt fólk á framhaldsskólaaldri; og velta fyrir sér hvernig eldri kynslóðir halda að hægt sé að ná til þeirra yngri; og hvað sé hið sanna í málinu. Kjartan Sveinn útskýrir hugtökin Tik Tok og vöðvastrekkingar, þeir velta fyrir sér hvort ofurtengd ungmenni í bergmálshelli séu heimóttalegri en fyrri kynslóðir sem ekki höfðu aðgang að sömu upplýsingum. Og að lokum útskýrir Kjartan Sveinn fyrir móðurbróður sínum sitthvað um svokallaða „incels“, Chads og Stacys—og hvernig ungir menn eiga á hættu að missa af lífinu af því það er svo gaman í tölvunni.
Þetta er þáttur sem gæti verið mjög áhugaverður fyrir alla þá sem vilja skilja „hvað er í gangi með þetta unga fólk nú til dags.
Podcast: Play in new window | Download (Duration: 1:09:57 — 96.1MB)
Subscribe: Spotify | Email | RSS
- Radíó Deiglan 2021_06 – Á undan sinni framtíð - 11. apríl 2021
- Radíó Deiglan 2021_05 Grímulaus æska - 28. febrúar 2021
- Radíó Deiglan 2021_04-Brave New World - 21. febrúar 2021