Það fyrsta sem ég gerði þegar ég fékk ökuskírteinið afhent 5. maí 1992, daginn eftir sautján ára afmælisdaginn minn, var að keyra fyrir Hvalfjörð og upp á Akranes. Alla daga síðan þá, eða langsamlega flesta, hef ég keyrt bíl, af mismikilli nauðsyn.
Sú var vissulega tíðin að keppendur voru eldri strákar. Ég man eftir því sem ung stúlka að hafa séð lið lærða skólans lesa og stúdera á bóksafni Seltjarnarness. Síðar urðu keppendur jafnaldrar og í einhverjum tilvikum sáust stúlkur. Í dag á ég tengdason í liðinu.
Einhverjir misstu vonina þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir lýsti því ítrekað yfir í fjölmiðlum í vikunni að um „engan samning, engar dagsetningar og engar flugvélar“ væri að ræða. En við sem höfðum áreiðanlegar heimildir fyrir hinu gagnstæða gátum brosað lymskulega og séð í gegnum þessa væntingastjórnun. Týpiskt Þórólfur.
,,Gagnrýnivert er að kennsla og námsefni í fjármálalæsi séu mikið til í höndum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Þess í stað ætti að efla kennaramenntun í faginu. Þetta segir Örn Valdimarsson, kennari í stærðfræði og fjármálalæsi í Menntaskólanum við Sund, en hann starfaði áður sem bankamaður.“
Hefurðu prófað að eiga ekki bíl, þó það sé ekki nema í viku? Hefurðu prófað að þurfa að labba innan um alla hina bílana og þurfa jafnvel að bíða eftir strætó nálægt risastórum, skítugum stofnbrautum? Hefurðu reynt að tala í símann eða hlusta á hlaðvarp á meðan þú gengur framhjá Kringlumýrarbraut? Hefurðu fundið lyktina sem er nálægt stærri stofnbrautum og séð ruslið í kringum þær? Hin einna sanna aðför er ekki að einkabílnum, heldur að þeim sem ekki eiga einkabíl.
Samþykkt aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 var sögulegt skref sem hefur og mun hafa miklar og jákvæðar afleiðingar fyrir Reykjavík sem borg. Ef einhver heldur að skipulagsmál skipti ekki máli er einfalt að kíkja á eftrifarandi graf sem sýnir þéttleika byggðar eftir hverfum og hvaða aðalskipulag var í lýði þá. [Heimild: Reykjavík 2040. Nýr viðauki að aðalskipulagi […]
Þau ótrúlegu völd til að skipta sér af fólki sem stjórnmálamenn eða embættismenn um heim allan hafa fengið í hendurnar í þessum faraldri—líka hér á Íslandi—eru hættuleg. Kannski eru þau nauðsynleg—en þau eru án vafa hættuleg, einkum ef ástandið varir mjög lengi.
Fólk getur rölt inn í matvöruverslun á sunnanverðu höfuðborgarsvæðinu á sunnudegi og gripið með sér brúsa af vínberjaþykkni, víngeri og öllum nauðsynlegum hráefnum til víngerðar. Ólíklegt er að margir stoppi gerjunina við 2 prósentin og japli á dísætum vínberjadjús. Þetta er selt til að búa til vín. Til eru búðir sem selja allar nauðsynlegar vörur […]
Kurteisishjal er eitur í mínum beinum og hin mesta tímasóun. Þið vitið hvað ég er að tala um. Innihaldslaust blaður í grænmetinu í Bónus við fólk sem maður þekkti einu sinni en þekkir eiginlega ekki lengur og langar ekkert að kynnast aftur. Þarna hef ég aldrei verið félagsfær.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum hversu illa til tókst að færa skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar. Leita þarf lengi að öðrum eins mistökum. Við höfum líklegast öll lesið fréttir af 2000 sýnum í pappakassa og einhverjar okkar hafa hugsað „vá hvað ég er fegin að þetta var ekki ég“. En […]
Þegar slíkur tilgangurinn uppgötvast eftir á og markmiðin sem náðust renna upp fyrir manni, þá fylgir því öðruvísi fullnægja, engu síðri en sú sem fæst við að ná fyrirfram settu marki.
Vegferð okkar hefur verið byggð á ákveðnum grunngildum sem hafa varðað veginn og staðist tímans tönn.
Það eru ekki allir sem taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og enn færri taka þátt í þjóðfélagsumræðunni um þjóðfélagsumræðuna. En öll búum við í umræddu þjóðfélagi og það er mikilvægt að muna eftir þeim sem sitja bara þöglir hjá.
Einu mennirnir með viti halda áfram rannsóknum á rakastigi og fjalla um þann leyndarhjúp sem virðist vera um raunverulegt ástand raka á landinu. Þeir ræða um mögulegan forystumann í málefnum Reykjavíkurborgar. Stærstur hluti þáttarins fer þó í að ræða háþróaðar aðferðir Borgars Þórs í kjötsúpugerð.
Verðtryggðu lánin okkar eru auðvitað svolítið galin. En það má færa rök fyrir því að í gölnu umhverfi þurfi galnar lausnir. Íslenskt efnahagslíf, með sitt einsleita hagkerfi og sjálfstæðan gjaldmiðil, hefur verið eins og korktappi í Norður-Atlantshafinu. Sveiflurnar hafa verið tíðar og ýktar og enginn hefur tekið eftir því nema þessar fáu sálir sem hafa sjálfar stigið ölduna.
Hvernig getum við beint athygli allra að því að í dag eiga ljót orð, hótanir og níð ekki upp á pallborðið. Hvernig sýnum við fólki að það er ekkert eðlilegt við það að missa kúlið í athugasemdakerfum – eða í heita pottinum ef því er að skipta.
Staða drengja í íslenska skólakerfinu hefur verið nokkuð til umræðu undanfarið og því miður ekki af góðu heldur vegna þess að opinber gögn sýna að 34,4 prósent drengja geta vart lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla.
Ég sveifla sverðinu af öllu afli en það dugar ekki til. Hann nálgast óðfluga og svo allt í einu, þarna í niðamyrkrinu, gerir hann atlögu. Svarthöfði sjálfur. Ég æpi af hræðslu. Svo hátt að mér bregður eiginlega sjálfri. En svo verður allt svart.
Einhvers staðar á þessari vegferð allri til aukinnar velmegunar höfum við hætt að treysta á eigið hyggjuvit.
Eyjan í norðri býður upp á alls konar. Hefur bæði tekið og gefið. Þessu er ekki alltaf skipt jafnt og sem betur fer kýs fólk að búa hringinn í kringum landið. Með öllum þeim kostum – og stundum ókostum sem fylgja.