Þríleikur í Borgarleikhúsinu

Einhver afkáralegur skjálfti virðist hlaupinn í borgarstjóra R-listans. Hún hringsnýst um sjálfa sig í þremur aðgreindum málum og virðist oft ekki vita hvort hún sé að koma eða fara.

Fórn á altari frelsigyðjunnar

Sala Kaupþings og Sparisjóðanna á rúmlega fjórðungshlut í Fjárfestingabanka atvinnulífisins er mönnum nokkuð hugleikin um þessar mundir. Eignarhaldsfélag Deiglunnar var meðal þeirra sem festu kaup á hlut í FBA í upphaflegu hlutafjárútboði, þá á genginu 1,4 en gengi bréfanna nú er tvöfalt hærra. Framundan er greinilega samkeppni um 51% hlut ríkisins og má þá búast við frekari hækkun á bréfunum.

Af eðlisþáttum og hæfi manna

Í dag tóku fimm nýir ráðherrar við embætti í ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem þegar hefur setið í fjögur ár. Meira en þrír áratugir eru síðan stjórnarsamstarfi hefur verið haldið áfram að loknu kjörtímabili og dagurinn því merkilegur að því leyti. Stjórnarflokkarnir hyggjast halda áfram á sömu braut og er það í samræmi við vilja kjósenda í síðustu kosningum.

Ráðherrafár fjölmiðla

Að venju hefur mikið fjaðrafok verið í kringum ráðherraskiptin og framgangur fjölmiðla í þeim málum verið furðulegur.

Fjölgun ráðherra og siðbót Guðmundar Árna

Athygli fjölmiðla beinist nú mjög að viðræðum stjórnarflokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Það er í takt við fréttamat þeirra flestra, að mestum tíma er varið í fjalla um hverjir skipa munu ráðherrastóla en ekki hvaða málum ríkisstjórnin mun beita sér fyrir. Það nýjasta er að hugsanlega verði ráðherrum fjölgað úr tíu í tólf.

KRÁ-ERR

Nú er íslenski boltinn byrjaður að rúlla og sem fyrr hefur Deiglan ákveðnar skoðanir á þeim málum. Það sem helst hefur vakið athygli í aðdraganda Íslandsmótsins nú er mikil gerjun í Vesturbænum. KR-ingar ætla greinilega að halda upp á aldarafmælið með glæsibrag og hafa í því augnamiði hafið rekstur útvarpsstöðvar og fest kaup á vínveitingahúsi, hvort tveggja athyglisverðar tilraunir.

Fyrir hvað er herjað?

Loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu hafa nú staðið í 53 daga. Þeir sem gagnrýna NATO fyrir árásirnar verða sífellt háværari og virðast atburðir síðustu daga og vikna benda til að sú gagnrýni eigi við rök að styðjast.

Vandlæti verkalýðsleiðtoga

Úrskurður Kjaradóms um laun æðstu embættismanna ríkisins hefur vakið nokkur viðbrögð og er honum ýmist fagnað eða bölvað. Fagnaðarlætin hafa þó verið kaldhæðin en bölvunarorðin innileg.

Háðuleg útreið Fylkingar

Kosningar til Alþingis fóru fram í gær. Helstu tíðindin urðu þau að Samfylking hlaut háðulega útreið en Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri-grænir unnu mikinn sigur.

Kosningarétturinn svertur

Ríflega þrjátíuþúsund Íslendingar sáu ekki ástæðu til að neyta lýðræðislegs réttar síns í gær og mættu ekki á kjörstað. Einhver hluti þessa hóps er hugsanlega nýlátinn og hugsanlega hefur einhverjum ótilteknum fjölda verið ómögulegt að mæta á kjörstað. En það breytir því ekki að tugþúsundir Íslendinga virtu að vettugi þann dýrmæta og eftirsótta rétt að fá hafa áhrif á stjórn samfélagsins.

Tombólupólitík vinstrimanna virt að vettugi

Loforðaflaumur ákveðinna flokka í kosningabaráttunni færist í aukana eftir því sem styttist í kjördag.

Hvar er Mannvernd??

Umræðan um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði heldur áfram og er nú komin á mjög undarlegt plan. Því er ýmist haldið fram að gagnagrunnurinn sé stórvarasamur í sjálfu sér og að hann muni leiða alls konar hörmungar yfir íslensku þjóðina, eða þá að verið sé að arðræna landsmenn með því að veita Íslenskri erfðagreiningu hf. einkaleyfi til að gera grunninn.

Þegar frelsi er helsi

Af mörgun innantómum slagorðum Samfylkingarinnar sker hvað mest í eyru þegar talsmenn hennar (sem fer nú ört fjölgandi) tala fjálglega um „frelsi einstaklingsins.“ Svo virðist sem ákvörðun hafi verið tekin af kosningastjórn SF að líklegt til fylgis væri að leggja áherslu á hægristefnu.

Framsókn hakar við og dílemma vinstrimanna

Nú styttist óðfluga í kosningar til Alþingis og má sjá þess merki í Morgunblaðinu á svo til hverjum degi. Halldór Ásgrímsson hefur verið duglegur að haka við kosningaloforðin sem efnd hafa verið. Þó er ekki laust við að þessi mikla auglýsingaherferð lýsi taugaveiklun í herbúðum framsóknar.

Uppgangur í Ráðhúsinu

Uppgangur heldur áfram í Reykjavík undir stjórn R-listans en sem fyrr er hann einangraður við Ráðhúsið. Hugmyndir um að setja á fót s.k. miðborgarstjórn eru enn eitt dæmið um útþenslu borgarbáknsins.

Ekki láta konuna keyra…

Oftar en ekki rata skondin mál inn í dómsali Hæstaréttar.

Röskva = Skrökva

Nýútkomið tölublað Stúdentablaðsins hefur endanlega sýnt mönnum fram á að Röskva getur ekki, og vill ekki, gera greinarmun á samtökum félagshyggjufólks við Háskóla Íslands annars vegar og skylduaðildarapparatinu Stúdentaráði hins vegar. Málefnalega afstöðu er þó sem betur fer enn að finna meðal stúdenta, eins og lesa má í grein sem birtist í Morgunblaðinu 23. mars.

Gamalkunnur áróður

Að leika á tilfinningar almennings og gerast sjálfskipaðir talmenn hans í viðkvæmum dægurmálum – hverjir jafnast á við vinstrimenn í þeim efnum? Í eina tíð var það „undirlægjuháttur við erlent herveldi“ sem ógnaði „sjálfstæði og tilveru íslensku þjóðarinnar,“ eins og upphrópanir vinstrimanna hljómuðu þá. Nú hafa tekið við nýjar upphrópanir en hræsluáróðurinn sem að baki liggur er af sama sauðahúsi.

Að kunna og að kunna ekki að reka knattspyrnufélag

Nýlega var tilkynnt um mikil umskipti í rekstri Sementsverksmiðjunnar hf. og voru þau umskipti ekki síst rakin til endurskipulagningar sem átti sér stað við hlutafélagsvæðingu fyrirtækisins fyrir nokkrum árum.

Saklaus uns sekt er sönnuð… eða hvað?

Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð. Þetta hefur hingað til verið talin meginregla í öllum vestrænum réttarríkjum og þótt víðar væri leitað. Páll Þórhallsson, lögfræðingur, sem skrifað hefur töluvert um lögfræðileg málefni í Morgunblaðið, segir í grein sinni, Uns sekt er sönnuð, í Morgunblaðinu sl. sunnudag, þar sem hann fjallar um tvo dóma Hæstaréttar í kynferðistafbrotamálum, að í þeim tilvikum hafi öllum vafa um sekt sakborninga verið ýtt til hliðar.