Íslenskir kennarar hafa nú opinberað sína villtustu drauma og innstu langanir í viðhorfskönnun á vegum Kennarasambands Íslands.
KR varð um helgina Íslandsmeistari í knattspyrnu. DEIGLUNNI leiðist allt tal um hverjir eigi þetta eða hitt skilið í íþróttum. Þeir bestu vinna – það felst í hugtakinu sigur.
Fréttastofa SKJÁSEINS hefur verið á milli tannanna á ýmsum undanfarnar vikur, einkum vegna brotthvarfs Sigursteins Mássonar úr starfi fréttastjóra. Ljóst er að margir telja rekstur fréttastofu of dýran fyrir Skjáinn og skila of litlu.
Enn á ný er fátæktarhugtakið komið í umræðuna. Nú hafa verið sett á laggirnar samtök sem berjast eiga gegn þessum vágesti í íslensku samfélagi.
Þegar einungis þrír mánuðir eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum hafa frambjóðendurnir Al Gore og George Bush hnífjafnt fylgi meðal kjósenda.
Samstaða og einhugur einkenndi mótmæli ólíkra félagasamtaka og hópa þegar Li Peng, forseti „þjóðþings“ Kína, var hér í opinberri heimsókn á dögunum. Meira að segja anarkistar og velferðarkálfar tóku höndum saman og Birna Þórðardóttir og Kjartan Gunnarsson voru í sama liðinu. Ef frá eru talin augljós stjórnarskrárbrot lögreglu og einstæð ókurteisi kínversku gestanna, þá vakti einna mesta athygli framganga meirihluta Röskvu í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Röskva neitaði að taka þátt í mótmælunum með þeim rökum, að málið væri íslenskum stúdentum óviðkomandi.
Að undanförnu hefur þess gætt sem stjórnmálaskýrendur kalla þýðu í samskiptum ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum; Norður- og Suður-Kóreu. Svo hefur virst sem Norður-Kórea sé að opnast lítið eitt eftir áratugalanga einangrun.
Fáir heimsviðburðir, ef nokkur, hafa sömu áhrif og Ólympíuleikarnir. Hvergi má sjá viðlíka samhug meðal ólíkra þjóða. Þar koma saman þúsundir íþróttamanna, sem fátt eiga sameiginlegt nema ævilangan draum um tækifæri til þess að taka þátt í þessum mesta íþróttaviðburði veraldar.
Þeim sem búa á meginlandi Evrópu stendur stöðug ógn af Frökkum. Hvenær sem er geta þeir átt von á að daglegt líf þeirra umturnist vegna Frakka. Ástæðan er mótmæla- og verkfallagleði þeirra. Manni virðist sem svo að franskir verkamann lifi hreinlega fyrir skipulagðar aðgerðir gegn ríkisstjórninni, McDonald´s eða bara hverju sem þeim dettur í hug.
Oft er sagt að það séu gömul sannindi og ný að ríkisvaldið hafi tilhneigingu til að þenjast út og þeirri útþenslu er einna helst líkt við náttúrulögmál.
Í umræðum um komu Li Peng til landsins hefur Arnþór Helgason, formaður Kínversk íslenska menningarfélagsins, margsinnis bent á að Li sé ekki vinsælasti kínverski stjórnmálamaðurinn á Vesturlöndum.
„Skyndilega varð miðborg Peking ljóslaus. Námsmennirnir á torginu ákváðu að fara hvergi og hófu að syngja „Internationalinn“, baráttusöng kommúnismans. Skömmu síðar þustu hermenn vopnaðir hríðskotabyssum út úr Alþýðuhöllinni miklu við Torg hins himneska friðar. Um leið birtust brynvarðir liðsflutninga bílar á torginu. Segja sjónarvottar að fjöldi manns hafi látist og særst er vagnarnir óku yfir tjöld námsmanna sem þeir höfðu komið þar upp.“
Morgunblaðið, 6. júní 1989
Albert A. Gore Jr. tók fyrir skömmu við tilnefningu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Í ræðu sinni á flokksþinginu lýsti hann fögrum áformum sínum um ýmis konar umbætur sem hann hyggst gera í Bandaríkjunum nái hann kjöri. Gjafmildi Gore virðast fá takmörk sett.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur nú tekið á sig á ábyrgð á dauða 118 rússneskra sjóliða sem fórust með kafbátnum Kúrsk. Þetta er afar göfugmannlega gert hjá forsetanum og án efa mikil huggun fyrir ættingja sjóliðanna. Sólbrúnn og sællegur eftir sumarleyfi við Svartahaf dúkkaði Pútín skyndilega upp við nyrsta Dumbshaf til að sýna hluttekningu sína með syrgjendum.
Í síðustu viku var upplýst um kaup Norðurljósa hf. á fjölmiðlafyrirækinu Fínum miðli. Þar með hefur plötuútgefandi nokkur eignast nær alla frjálsu ljósvakamiðlana hér á landi.
Á nýafstöðnu þingi sambands ungra framsóknarmanna lét Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í ljós efasemdir sínar um að EES-samningurinn stæðist stjórnarskránna.
Því er oft haldið á lofti af talsmönnum nauðungaráskriftar að ríkisútvarpinu, að það sé nauðsynlegt öryggistæki fyrir landsmenn þegar náttúruhamfarir ríða yfir.
Unnendur knattspyrnu eiga það sameiginlegt að horfa á þennan einfalda leik sér til skemmtunar. Oft er skemmtunin tvíþætt, þ.e. annars vegar eins konar fagurfræðileg nautn og hins vegar samkenndin með því liði sem áhorfandinn tengist og spennan sem felst í óvissunni um niðurstöðu leiksins.
Um þessar mundir eru sextíu ár liðin frá því að bærinn Dunkirk á norðurströnd Frakklands féll í hendur þýska hersins eftir þriggja vikna umsátur.
Eitt merkasta þingmálið á nýloknu þingi var tvímælalaust frumvarpið um lögleiðingu ólympískra hnefaleika. Ekki vegna þeirra hagsmuna sem þar voru húfi, heldur vegna þess að umræðan um málið krystallaði almenna grundvallarafstöðu þingmanna til hlutverks ríksins í lífi borgaranna.