Eftir eina viku munu stúdentar við Háskóla Íslands ganga til atkvæða og velja sér forystumenn. Röskva, sem samanstendur af félagshyggjufólki við HÍ, hefur setið við völd síðan Rocky-myndirnar voru nýjasta æðið.
Framsóknarmaðurinn Hjálmar Árnason er klókur stjórnmálamaður. Fyrir helgina lék hann þann pólítíska stórleik, að lýsa yfir framboði sínu til ritara Framsóknarflokksins. Engum hefur áður dottið í hug, að sækjast sérstaklega eftir ritaraembætti í stjórnmálaflokki, nema náttúrlega í kommúnístaflokkunum sálugu.
Gengi deCode Genetics Inc., móðurfyrirtækis Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið á uppleið síðustu daga eftir að samstarfsaðili ÍE, Hofmann-LaRoche, hóf þróun nýrra greiningar- og meðferðarúrræða, sem byggð er á uppgötvunum ÍE í erfðafræði geðklofa og útæðasjúkdóms.
Meirihluti R-listans hefur nú – mánuði fyrir viðhorfskönnun meðal Reykvíkinga um framtíð Reykjavíkurflugvallar – ákveðið að hvaða kosti borgarbúa fá að velja um í könnuninni. Við fyrstu sýn virðast valkostirnir ákaflega skýrir.
Í Sunday Times í gær er greint frá því að helför nasista á hendur gyðingum í seinni heimstyrjöldinni hafi grundvallast á bandarískri tölvutækni, áratugum áður en tölvur komu fyrst til sögunnar.
Í gær lýsti Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, yfir framboði sínu í kjöri varaformanns Framsóknarflokksins. Telja verður Guðna afar sigurstranglegan.
Í leiðara Viðskiptablaðsins í þessari viku segir um úthlutun á rekstrarleyfum vegna þriðju kynslóðar farsíma: „Engin haldbær rök hafa verið sett fram fyrir þeim hugmyndum sem haldið hefur verið á lofti um verulega gjaldtöku í tengslum við úthlutun rekstrarleyfanna.” Þetta er vitaskuld ekki rétt. En fyrst rökin hafa farið fram hjá leiðarahöfundi Viðskiptablaðsins er kannski ekki úr vegi að renna yfir nokkur þeirra enn eina ferðina.
Timothy McVeigh verður tekinn af lífi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum 16. maí næstkomandi. Hann var dæmdur til dauða fyrir morð á 168 manneskjum í mannskæðasta hryðjuverki á bandarískri grundu fyrr og síðar sem framið var í höfuðborg Oklahoma-ríkis fyrir tæpum sex árum.
Allt virðist nú stefna í að Ariel Sharon verði næsti forsætisráðherra Ísraelsmanna sem ganga að kjörborði í dag.
Til þess að þjóðfélagsumræða þjóni tilgangi sínum í lýðræðislegu samfélagi verða þátttakendur að temja sér ákveðna virðingu fyrir staðreyndum.
Svo gæti farið að Bill Clinton, sem lét af embætti forseta Bandaríkjanna fyrir 13 dögum, verði kallaður fyrir rétt enn einu sinni, nú til þess að svara til saka fyrir mjög umdeilda náðun hans yfir svikahrappnum Marc Rich.
George W. Bush hefur nú gegnt embætti Bandaríkjaforseta í tólf daga. Stjórnmálaskýrendur eru flestir á einu máli um að byrjunin lofi góðu fyrir Bush. Á þessum tólf dögum hefur hann sýnt hæfileika sem föður hans voru lítt gefnir, þ.e. að geta höfðað jafnt til íhaldssamra og frjálslyndra, í sínum eigin flokki og utan hans.
Skoðanakönnun DV í gær vakti nokkra athygli. Fréttir af andláti Framsóknar virðast hafa verið ótímabærar og virðist gamli græni loks vera að rétta eilítið úr kútnum. Samfylkingin hrapar hins vegar niður í fylgi á meðan VG bætir verulega við sig.
Svo virðist sem síðustu húsráðendur í Hvíta húsinu hafi tekið það afar nærri sér að þurfa að yfirgefa húsið. Samkvæmt nýjustu fréttum vestra er viðskilnaðurinn slíkur að núverandi stjórnvöld hafa hrundið af stað rannsókn til að kann hvort refsiverð skemmdarverkastarfsemi og eyðilegging opinberra eigna hafi átt sér stað.
Nokkuð merkilegur atburður í íslenskri réttarsögu varð í gær, þegar forseti Hæstaréttar svaraði bréfi forsætisnefndar Alþingis sem fól í sér í sér spurningu um inntak dóms réttarins í máli nr. 125/2000, s.k. Öryrkjamáli.
Í nýlegri könnun Vísbendingar, tímarits um íslenskt atvinnulíf, kemur fram að Seltjarnarnes er draumasveitarfélag Íslendinga, eins og undanfarin ár.
Ólíklegt er að nokkurn tímann verði hægt að minnast Williams Jeffersons Clintons í embætti Bandaríkjaforseta öðruvísi en að viðtengingarháttur komi þar við sögu. Ef-in eru einhvern veginn of mörg til að hann geti talist í hópi merkustu forseta Bandaríkjanna.
Það er oft talið til marks um menntaþroska að hafa náð að tileinka sér hógværð og lítillæti í samskiptum sínum við annað fólk og stæra sig ekki um of af verkum sínum.
Nú eru aðeins þrír dagar þangað til Bill Clinton lætur af embætti forseta Bandaríkjanna eftir átta ára valdasetu. Menn eru þegar farnir að velta fyrir sér arfleið og eftirmælum Clintons, þ.e. hverju áorkaði hann í embætti og fyrir hvað verður hans helst minnst.
Í hádeginu í dag stóð Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, fyrir fundi um þýðingu Öryrkjadómsins fyrir makatengingu námslána.