Áróðurstríðið um aðild Íslands að ESB virðist ætla að snúast um vogarafl óumflýjanleikans og núverandi ástands – þannig leggja hin nýstofnuðu Evrópusamtök sína baráttu upp.
Afstaða manna til fóstureyðinga er mikið hitamál í sumum löndum og í Bandaríkjunum er hyldýpisgjá á milli andstæðra fylkinga þegar kemur að þessu viðkvæma máli.
Konur hafa verið lítt áberandi í kosningaslagnum á Bretlandi undanfarnar vikur. En dúndurfyrirsætan Jordan Price sem er sjálfstæður frambjóðandi í Stretford og Urstrom kjördæmi er engin venjuleg kona.
Deiglan fjallar um hættulega stjórnmálamenn í ljósi breytinganna á lögum um tóbaksvarnir.
Knattspyrnumenn ganga kaupum og sölum um allar jarðir og ekkert þykir sjálfsagðara. Hins vegar er amast við fólki sem selur blíðu sína.
Stundum eru það hvorki peningar né vinnuaðstaða sem ráða mestu um árangur fyrirtækja og stofnanna.
Séra Karl V. Matthíasson er hetja dagsins. Þetta kom fram í DV um helgina. Samhliða því að vera prestur í Setbergsprestakalli gegnir Karl Valgarður starfi alþingismanns, en þessi tvö tímafreku embætti eru þó engan veginn nóg til að tæma starfsorku Samfylkingarhetjunnar að vestan.
Fiskeldi hvers konar hefur tekið stórstígum framförum síðustu árin og hlutur þess í matvælaframleiðslu heimsins fer ört vaxandi.
Ein tegund atvinnurekstrar hefur orðið að mestu til á síðasta áratug. Það er sennilega ástæða þess að hún er tiltölulega laus við afskipti ríkisins. En þó á ríkið töluverða viðskiptahagsmuni í upplýsingatækniheiminum.
Kaþólska kirkjan er enn í dag ein valdamesta stofnun heims, þótt völd hennar og áhrif hafi vissulega dvínað frá því sem var.
Að mati Deiglunnar þarf nauðsynlega að endurskoða reglur um reynslulausn.
Í ágætum pistli hér á Deiglunni síðastliðin föstudag var bent á það hvernig „snooze” takkinn er einkennandi fyrir margt í okkar þjóðfélagi. Þegar erfið mál koma upp er þeim oftar en ekki slegið á frest eins og maður slær því gjarnan á frest að vakna þegar maður ýtir á snooze takkann.
Tony Blair hefur tilkynnt bresku þjóðinni að nú muni hann hætta að treysta á glæsilegar umbúðir í málflutningi sínum en einbeita sér frekar að innihaldinu. Þetta er áhugaverð yfirlýsing hjá einum fremsta stjórnmálamanni heims – og kannski merkilegast að hann skuli telja sig þurfa að taka þetta fram.
Nýlega úrskurðaði Kjaradómur að laun æðstu embættismanna ríkisins skyldu hækka í samræmi við almenna kjaraþróun síðustu misseri. Sú var tíð, að úrskurðir dómsins vöktu hörð viðbrögð ýmissa sjálfskipaðra talsmanna alþýðunnar. Enn ber eitthvað á þessu en skllningur almennings á þessum málum hefur aukist, þótt alltaf megi gera eina og eina frétt í gúrkutíð um þessar hækkanir.
„Í miðborg höfuðborgarinnar, rís tilkomumikill turn stærsta banka landsins hátt yfir byggingarnar í kring…“
Deiglan veltir fyrir sér ýmsum samsæriskenningum í kjölfar háðulegrar útreiðar Íslands í söngvakeppni sjónvarpsstöðva.
Nú hefur verkfall Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins staðið yfir í rúman mánuð. Hvað gengur mönnum til? Vinna allir af heilindum að lausn deilunnar?
Það er erfitt að vakna á morgnana og ekki hjálpa þessir bölvuðu „snooze“ takkar á gsm vekjurum og öðrum uppvakningartækjum. Það er freistandi að kúra bara aðeins lengur á morgnana – en hugsanlega er nær þessi „snooze“ árátta lengra en inn í svefnherbergið.
Í pistli sem birtist í Deiglunni 9. október á síðasta ári fjallaði ég um átök Ísraela og Palestínumanna. Tilefni þeirra skrifa voru mótmæli velvildarmanna Palestínu hér á landi sem sprottin voru af hörmulegu atviki sem varð í byssubardaga milli hermanna Ísraels og Palestínumanna. Þá varð 12 ára drengur fyrir skoti og lést í fangi helsærðs föður síns. Enn falla börn fyrir botni Miðjarðarhafs og í gær voru tveir ísraelskir unglingspiltar grýttir til bana á Vesturbakkanum. Daginn áður féll fjögurra mánaða gömul stúlka í sprengjuárás Ísraelshers.
Skeljungur á heiður skilinn fyrir að hafa haft kjark til þess að brjóta sig út úr því verðsamráðskerfi sem verið hefur við líði á bensínmarkaði á Íslandi um nokkurra ára skeið.