Sú stefna ríkisstjórnarinnar að selja 30% hlut í Landsbankanum til erlends kjölfestufjárfestis hefur nokkuð verið gagnrýnd á síðustu dögum. Ein af þeim rökum sem færð hafa verið fyrir þessari stefnu er að nauðsynlegt sé að fá erlent fjármagn inn í landið þar sem þjóðin á nú á brattan að sækja með að fjármagna viðskiptahallann.
Menn býsnast gjarnan yfir því, að nútímabörn njóti ekki nægilegra samvista við foreldra sína, þau vafri um bæinn í hirðuleysi (lyklabörnin) og verði vandræðaunglingar upp til hópa.
Nú er orðið ljóst að Milosevic verður framsendur. En þótt honum verði refsað þá þarf „alþjóðasamfélagið“ samt sem áður að skoða sín mál og endurheimta trúverðugleika sinn.
Ekki er á vísan að róa í knattspyrnunni, eins og Íslandsmeistarar KR-inga hafa komist að í sumar. Draumurinn um nýtt gullaldarskeið, þriðja sigurárið í röð, hefur snúist upp í martröð.
Í núgildandi kjarasamningi milli ASI og Samtaka atvinnulífsins er afskaplega einkennilegt ákvæði. Þar segir að ef verðbólga fer ekki hjaðnandi yfir samningstímann má segja samningunum upp.
Þær breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi á síðustu árum hafa gert það að verkum að góðæristímabil framtíðarinnar gefa fleira fólki tækifæri til þess að nýta sér það og koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Fáir íslenskir blaðamenn hafa náð að tileinka sér vinnubrögð alvöru blaðamennsku. Hin heilaga krafa um hlutlægni er að kæfa sjálfstætt gildismat blaðamannsins.
Deiglan fjallar um þær grundvallarsiðferðisspurningar sem koma upp í umræðu um fóstureyðingar.
Deiglan fjallar um réttarumhverfi fóstureyðinga hérlendis.
Einhver öflugasta pólitíska nýjung síðustu aldar var án efa friðsöm mótmæli. Þessi einstaka baráttuaðferð á reyndar rætur að rekja mun lengra aftur, eða að minnsta kosti til kristinna píslarvotta á dögum Rómaveldis, en það var Gandhi sem endurvakti hana, færði í nútímalegan búning og gerði hana að einhverju öflugasta vopni þjakaðs fólks gegn ofbeldi ríkjandi valdastéttar sem um getur.
Verkfalli fréttamanna á ríkisfjölmiðlum var afstýrt og þar með hugsanlegum harmleik fyrir þjóðina. Án vökulla augna þeirra og óhlutdrægni í fréttaflutningi hefði verið leikur einn fyrir fréttamenn á sjálfstæðum miðlum að ljúga þjóðina fulla.
Rivaldo skoraði alveg fáránlegt mark á sunnudaginn með Barcelona og tryggði liðinu þar með sæti í Meistaradeildinni. En hvernig stendur á því að bestu knattspyrnulið Evrópu eru svona góð?
Gengi Bandaríkjadals hefur hækkað án afláts síðan í janúar og er nú nálægt því hámarki sem það náði á síðasta ári gagnvart evru. Í sögulegu ljósi er gengi dalsins afskaplega hátt. Aðeins einu sinni á síðustu 40 árum hefur gengi hans farið hærra. Það var um miðjan 9. áratuginn þegar Seðlabanki Bandaríkjanna hélt raunvöxtum afskaplega háum í langan tíma í því augnamiði að ná niður verðbólgu.
Veiðitæki íslenska fiskveiðiflotans eru orðin svo öflug, að geta flotans til fiskveiða jafnast á við getu bandaríska hersins til að há allsherjarstríð.
Margir af sigursælustu stjórnmálaleiðtogum síðustu ára hafa komið af vinstri væng stjórnmálanna. Nægir þar að nefna Bill Clinton og Tony Blair. Það er því undarlegt að margir þessara stjórnmálamanna, og sérstaklega þessir tveir, hafa haft orð á sér fyrir að fylgja ekki skýrri og ákveðinni hugmyndafræði.
Ímyndum okkur eitt augnablik að hér á Íslandi væru starfræktar tvær sjónvarpsstöðvar, Skjár einn og Stöð 2. Gefum okkur að þær héldu báðar úti fréttastofum og fjölbreyttri dagská. Gerum svo ráð fyrir að fram kæmi tillaga á Alþingi um að ríkið stofnaði þriðju sjónvarpsstöðina og að á dagskrá hennar yrði m.a. formúlukappakstur; amerískar bíómyndir, skemmtiþættir og sápuóperur; og sjónvarpsmarkaður.
Það hefur varla farið fram hjá neinum sem eitthvað fylgist með stjórnmálum að Verkamannaflokkurinn í Bretlandi undir stjórn Tony Blair vann á fimmtudaginn afgerandi sigur í þingkosningum á Bretlandi. Sigur Verkamannaflokksins er verðskuldaður enda hefur hann stjórnað landinu vel síðan hann tók við völdum af Íhaldsflokknum árið 1997.
![]() |
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Helgi Hjörvar.
|
Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sl. þriðjudag samþykkti meirihluti stjórnarinnar að 220 milljónum króna af fé Orkuveitunnar, sem Reykvíkingar eiga, yrði varið í hlutafjáraukningu í fyrirtækinu Lína.Net.
Í dag er kosið í almennum þingkosningum á Bretlandi og opnuðu kjörstaðir klukkan sjö í morgun. Allt bendir til þess að Bretar vilji Verkamannaflokk Tony Blairs áfram við völd næstu fjögur árin þó dregið hafi verulega saman með fylkingunum síðustu daga.
Gamli sögukennarinn, Lipschultz, virðist stundum vera heldur hranalegur en af einum þætti af Boston Public um daginn var ágæt áminning um að hranaleg framkoma þarf ekki endilega að bera hörðu hjartalagi vitni.