Áfram Ólafur

Deiglan fjallar um nýjasta útspil Ólafs Arnar Haraldssonar, alþingismanns.

Svarta gullið I

Margar þjóðir heimsins, a.m.k. þær vestrænu, hafa komið sér upp lögum og reglum til að hindra hvers kyns verðsamráð á neytendavörum. Þetta er gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fákeppni og vernda þannig hagsmuni neytenda. Við þekkjum þessi lög hérlendis af nýlegum dæmum af grænmetismarkaði þar sem Samkeppnisstofnun hafði víðtækar heimildir til gagnaöflunnar og sakfellingar. Ef hins vegar ríkisstjórnir nokkurra landa tækju sig saman um verðsamráð vandast málið. Alþjóðleg lög taka ekki á verðsamráði ríkisstjórna og jafnvel þó svo væri myndi reynast erfitt að framfylgja þeim. Þetta sannast einna best á starfssemi OPEC, „The Organization of Petroleum Exporting Countries”. Samtökin eru vettvangur 11 ríkja í olíuútflutningi og hafa það eitt að markmiði að „ákveða” heimsmarkaðsverð á olíu.

Svarta gullið II

Versta martröð Vesturlanda eftir seinni heimstyrjöldina var langþráður draumur margra Araba um stórt sameinað múslimaríki. Ef slíkt ríki hefði orðið að veruleika hefði það hæglega getað skorið á lífæð Vesturlanda, olíuna.

Sérhlífnu stríðshetjurnar

Þjóðernisátökin í Makedóníu og afstaða NATO til þeirra er nokkuð áhugaverð. Uppreisnaröflin eru hvött til þess að gefa frá sér vopnin til þess að sérhlífnu NATO stríðshetjurnar þurfi nú ekki að fara út í annað Kosovo stríð.

Að sitja við keipinn sinn

Ef hægt er að tala um að stjórnmálaflokkar hafi hvatir, þá verður að segja að breski Íhaldsflokkurinn er haldinn sjálfseyðingarhvöt á háu stigi.

Ísraelar byrgja brunninn

Ísraelski herinn og ísraelska leyniþjónustan Mossad hafa undanfarna mánuði dundað sér við það að leita uppi og myrða Palestínuaraba sem þykja líklegir til þess að ógna öryggi Ísraels – því betra er að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann.

3 sinnum meiri atvinna

Frá bæjardyrum hagfræðinnar gæti slagorð trillukarla allt eins verið „Smábátar, 3 sinnum minni framleiðni,” eða „Smábátar, 3 sinnum lægri laun.”

Hvar og hvenær gagnrýnin hugsun?

Oft er talað um málefnalega gagnrýni og gagnrýna hugsun. Gagnrýni er ekki alltaf neikvæð. En hvað er gagnrýnin hugsun og hvenæt á hún við?

Erum við Íslendingar ekki aflögufærir?

Eymd fólks í þriðja heiminum er með ólíkindum. Á degi hverjum deyja þúsundir úr auðlæknanlegum sjúkdómum. Enn fleiri þjást af landvarandi vannæringu sem leiðir til verulegs líkamlegs og andlegs skaða fyrir lífstíð. Ég skora á landsmenn að gefa þessum málum meiri gaum og þrýsta á stjórnvöld að leggja sitt að mörkum til þess að þróunaraðstoð okkar sé okkur ekki til háborinnar skammar.

Af hverju er Skaginn á toppnum?

Þeir voru ekki margir sem reiknuðu með því í vor að lið Skagamanna yrði með efstu liðum í Símadeildinni, hvað þá að liðið væri efsta sæti þegar einungis fimm umferðir væru eftir af mótinu. Gífurlega erfið skuldastaða félagsins og brotthvarf ýmissa lykilmanna gerði það að verkum, að flestir töldu raunsætt markmið Skagamanna að halda sæti sínu efstu deild. Það er því eðlilegt að velta því fyrir sér, hvað hefur eiginlega orðið til þess að staða liðsins er jafn sterk nú og raun ber vitni.

Í fyrsta lagi er ljóst að Ólafur Þórðarson er að sanna, að árangur hans með Fylkisliðið fyrir þremur árum, þegar hann stýrði því til yfirburðasigurs í 1. deild og lagði grunninn velgengni Fylkis nú, var engin tilviljun. Ólafur býr að mikilli reynslu sem leikmaður og smám saman hefur hann þroskast sem þjálfari. Kunnugur segja að tilkoma Aðalsteins Víglundssonar, sem lék með Fylki undir stjórn Ólafs en áður með Skagamönnum, í starf aðstoðarþjálfara hafi breytt miklu. Þeir Aðalsteinn og Ólafur er sagðir vinna eins eftir eins konar „good cop – bad cop“ vinnulagi, þar sem sá fyrrnefndi býr yfir miklu jafnaðargeði en sá síðarnefndi er, eins og flestum er kunnugt, mikill skapmaður.

Í öðru lagi er ljóst, að stjórn félagsins er í betra horfi nú en verið hefur undanfarin ár. Deiglan greindi reyndar frá því í vor, þegar Gunnar Sigurðsson var fenginn til að gegna formennsku knattspyrnufélagsins, að tilkoma hans hefði aukið með Skagamönnum bjartsýni. Gunnar, eða Gunni bakari eins og hann er jafnan kallaður, hefur stjórnað félaginu á mestu blómaskeiðum þess síðustu áratugi. Hann lét af störfum um líkt leyti og Guðjón Þórðarson var rekinn frá félaginu og eftir það lá leið þess niður um nokkurra ára skeið. Gunnar hefur tiltrú allra sem nálægt starfi félagsins; leikmanna, stuðningsmanna og styrktaraðila.

Í þriðja lagi hafa einstakir leikmenn Skagaliðsins blómstrað á vellinum í sumar. Fyrstan skal þar nefna Gunnlaug Jónsson, sem snéri heim úr atvinnumennsku til að leika með sínu gamla félagi. Gunnlaugur hefur verið allt í öllu í varnarleik ÍA og brugðið sér í sóknina öðru hverju með góðum árangri. Hlýtur Gunnlaugur að koma sterklega til álita þegar valinn verður leikmaður mótsins á lokahófi KSÍ. Aðrir leikmenn, eins og markahrókurinn Hjörtur Hjartarson, Grétar Rafn Steinsson, Pálmi Haraldsson og Reynir Leósson hafa einnig komið sterkir inn.

Kannski skiptir mestu máli, að vegna bágrar fjárhagsstöðu hafa Skagamenn þurft að treysta á hóp yngri leikmanna – og þeir hafa sýnt að þeir eru traustsins verður. Þá var launakostnaður skorinn svo niður, að fullyrða má að leikmenn liðsins séu næstum að fullu áhugamenn en ekki atvinnumenn í knattspyrnu. Með áhugamennskunni fylgir ákveðið hugarfar sem tilfinnanlega hefur vantað hjá ónefndu stórliði hérlendis í sumar. Ef Skagamenn standa uppi sem sigurvegarar Íslandsmótsins má kannski segja, að áhugamennskan, leikgleðin og stoltið yfir því að spila fyrir sitt félag hafi sigrað þá gerviatvinnumennsku sem búið hefur um sig hjá flestum félögum og leikmönnum hér á landi undanfarin ár.

Að halla réttu máli

Það hefur nokkuð borið á því undanfarin misseri í umræðu um gang bandaríska hagkerfisins síðustu tuttugu árin að ekki sé rétt farið með staðreyndir. Þannig birtist til dæmis umfjöllun um þetta mál á Andríki í gær þar sem talsvert er um rangfærslur. Hér er farið yfir nokkrar af þessum rangfærslum og réttar tölur birtar lesendum Deiglunnar til upplýsingar.

Starfsöryggi ofar fagmennsku?

Jafnvel starfsmenn fréttastofu öruggasta og sanngjarnarsta miðils heims virðast geta sýnt hlutdrægni þegar kemur að þeirra eigin hagsmunum.

Er Gore aðalmaðurinn, eða hvað?

Nú eru rúmir níu mánuðir síðan meirihluti þeirra sem gengu að kjörborði í bandarísku forsetakosningunum merktu við nafn Alberts Gores á kjörseðlinum. Hann var þá nálægt því að verða forseti Bandaríkjanna og ef ekki væri stuðst við s.k. kjörmannakerfi væri Al Gore líklega í stól Georges W. Bush í dag – nema hvað Bush er auðvitað í mánaðarleyfi frá skyldustörfum á búgarði sínum í Texas.

Hagsmunir VG og Samfylkingar stangast á í Reykjavík

Þegar allt kemur til alls eru hagsmunir vinstri flokkanna í Reykjavík býsna ólíkir. Hér er fjallað um það hvernig VG gæti sopið seyðið af stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu og R-listann.

Arfleifð Clintons í efnahagsmálum

Forsetatíð Bill Clinton var Bandaríkjunum mjög farsæl hvað efnahagslíf snertir. Hér er leitast við að greina hversu stóran þátt stefna Clintons átti í velgengni Bandaríkjanna á þessum tíma og hvaða stefnumál voru mikilvægust hvað þetta snertir.

Grunsamlegt andlit

Í Leifsstöð er komið upp fullkomið myndavélakerfi sem lætur vita þegar andlit kema á skjáinn sem lýkjast eftirlýstum glæpamönnum. Er þetta jákvæð þróun eða erum við komin yfir strikið og farin að brjóta á persónufrelsi almennings?

Jim Clark og Netscape

Sérvitringurinn Jim Clark, stofnandi Netscape, lætur ekki margt sér fyrir brjósti brenna.

RJ Reynolds

Í tilefni af nýjum tóbaksvarnarlögum er tilvalið að fjalla eilítið um sögu hins merka tóbaksvöruframleiðanda RJ Reynolds.

Burt með bankastjórann

Masaru Hayami, seðlabankastjóri Japans, virðist vera algjörlega úr takt við raunveruleikann. Ef Japan ætlar að komast upp úr þeirri löngu kreppu sem hrjáð hefur hagkerfi landsins undanfarin ár er nauðsynlegt að Koizumi víkji Hayami úr embætti.

Á sinni bylgjulengdinni hvor

Sjónarmið um afnám fíkniefnabannsins eru svo á skjön við þær hugmyndir, sem hingað til hafa þótt eðlilegar í þessum málum, að engin marktæk umræða verður um þessi mál, þ.e.a.s. stuðningsmenn algers fíkniefnabanns og hinir sem aflétta vilja banninu eiga sér engan sameiginlegan umræðugrundvöll