Framtíð dulritunar

Deiglan fjallar um nýjustu þróun í dulritun í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum.

Hinn hinsti dómur

Flest bendir nú til þess að Bandaríkjamenn verði að ráðast inn í Afganistan ef þeir ætla að hafa hendur í hári Osama Bin Ladens og fylgismanna hans. Talibanar virðast ekki á þeim buxunum að framselja ódæðismennina enda „ósannað” að þeirra mati að nokkur tengsl séu á milli Bin Ladens og hryðjuverkanna. Ef hins vegar svo ólíklega vildi til að Bin Laden og hans fylgismenn yrðu framseldir hvað á þá að gera við þessar mannleysur? Ef þeir verða framseldir til Bandaríkjanna er nokkuð augljóst hvað um þá verður en verði þeir framseldir til NATO eða Evrópuríkja er málið ekki eins einfalt.

Harkan innantóm

Af vef Alþingis, www.althingi.is.Fyrstu skref stjórnarandstöðunnar á 127. löggjafarþinginu benda mjög sterklega til að stjórnarmeirihlutinn eigi enn einu sinni náðugan vetur framundan.

Það er dýrt að vera Íslendingur

„Ísland er lítil og harðbýl eyja“ heyrði ég eitt sinn sagt á pólitískum vettvangi. Samt furðar fólk sig æ ofan í æ hve vörur og þjónusta kosta mikið hér. Þótt við þurfum ekki á svartsýnisrausi að halda er lágmarkskrafa að fólk reyni að átta sig á raunveruleikanum.

Ábyrgðarleysi á Netinu?

Ábyrgð á birtu efni á Netinu er tvímælalaust til staðar, alveg eins og hjá prentuðum miðlum. Menn ættu því ekki láta einhverjar ranghugmyndir um þessi mál skekkja hjá sér myndina, þegar rætt er um áreiðanleika vefmiðla í samanburði við aðra miðla.

Pabbi, eru góðir menn í þessari flugvél?

Þannig spyr þriggja ára snáði pabba sinn er þeir keyra austur Hringbraut og stráksi sér Fokker-vél frá Flugfélagi Íslands hefja sig til flugs úr Vatnsmýrinni.

Barátta á íslenskum sjónvarpsmarkaði

Ein versta auglýsingaherferð síðari tíma er söfnun Skjás 1. Skjár 1, bara stundum ókeypis.

Nóg að neita að hætta?

Í helgarútgáfu DV var forsíðugrein um félagsmálaráðherrann Pál Pétursson og konu hans, Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa í Reykjavík, undir þeirri mjög svo skemmtilegu fyrirsögn „Neitar að hætta“.

Ræða Bush og stefna Bush

Ræða Bush var vel flutt en stefnan sem þar var útlistuð er alvarlega ábótavant. Ef Bandaríkjamenn vilja vera óhultir fyrir hryðjuverkum ættu þeir að ráðast að rót hatursins, þ.e. fátæktinni sem ríkir víða um heim.

Ógn og óvissa

Hryðjuverkaárásirnar í New York hrundu af stað atburðarrás sem enginn veit hvert leiðir.

Úr öskunni í eldinn

Hafi R-listinn verið stefnulaus og tækifærissinnaður til þessa, mun sterk staða Vinstrigrænna innan raða hans bæta gráu ofan á svart. Öll mál verða eins og Orkuveitumálið; – ákveðin stefna, en þó ekki.

Væntingar sem rætast af sjálfu sér

Efnahagslegar afleiðingar árásanna á Bandaríkin verða líklega gríðarlegar. En ekki vegna þess að árásirnar ollu svo mikilli eyðileggingu heldur vegna þess að þær breyttu væntingum fólks og væntingar geta ræst af sjálfu sér.

Hlutdeildarmenn verða að gjalda

Enginn viti borinn maður mun nokurn tímann gleyma gærdeginum. Ímyndir illskunnar eru meitlaðar í huga þeirra sem fylgdust með í sjónvarpi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hryllinginn – sú frásögn er flestum kunn – en vert er að huga að áhrifum þessa djöfullega verknaðar.

Stýrikerfastríð I

Á níunda áratugnum var háð á vesturströnd Bandaríkjanna hatrammt stríð um tölvustýrikerfi. Á þeim tíma fylgdust fáir með átökunum sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á tölvuvæðingu heimsins og gera sigurvegarann að ríkasta einstaklingi í heimi. Allir þekkja Bill Gates og fyrirtæki hans, Microsoft, sem hefur komið sér fyrir í langflestum heimilstölvum síðari ára. Meistari Gates hefur væntanlega ekki gert sér grein fyrir þeim gífurlegu fjármunum sem felast í stýrikerfaframleiðslu er hann hóf framleiðslu á Windows. En það gera hins vegar þeir þátttakendur sem nú eru að setja sig í stellingar fyrir næsta stríð um stýrikerfi.

Stýrikerfastríð II

Seinni grein af tveimur um viðskiptastríð í stýrikerfisframleiðslu. Sjá fyrri grein.

Samsæriskenning hinnar heilögu jómfrúr

Sumir telja sig vera með einhverjum hætti stikkfría í pólitík. Blokkir hafa myndast gegn ákveðnum skoðunum þótt þær geti ekki fylkt sér um sínar eigin.

Stenst núverandi stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum EES samninginn?

Stenst það ákvæði EES samningsins að einkaaðilar á Íslandi sitji ekki við sama borð og ríkisreknir spítalar þegar kemur að því að veita heilbrigðisþjónustu? Nýlegur dómur Evrópudómstólsins kemst að þeirri niðurstöðu að heilbrigðisþjónusta sé eins og hver önnur þjónusta og því eigi reglur EES um frjálsa samkeppni að gilda um heilbrigðisþjónustu jafnt sem aðra þjónustu.

Agi til að breyta rétt

Lesa meira

Gull í greipar Ægis

Nýtt kvótaár er gengið í garð. Nýjar tegundir hafa verið settar undir kvóta. En lítið er horft til nýrra tækifæra í sjávarútvegi.

Umræða óskast

Mikilvægustu málin í íslenskum stjórnmálum næsta áratuginn verða menntamál og heilbrigðismál. Þjóðfélagsumræða um þessa málaflokkar hefur á undanförnum árum verið af skornum skammti. Þetta þarf að breytast.