Umræðan um fjárveitingu til Háskólastigsins hefur verið áberandi undanfarið.
Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart þegar Seðlabankinn ákvað að lækka vexti í síðustu viku. Ég stóð í þeirri trú að bankinn myndi bíða með lækkun vaxta þar til í ljós kemur hvort ASÍ segir upp núgildandi kjarasamningum.
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna er í dag fjallað um bílastæða- og skipulagsmál. En svo virðist sem skipulag miðborgar Reykjavíkur henti ekki Reykvíkingum sem best.
Earvin „Magic“ Johnson er einn mesti körfuboltamaður sögunnar. Nú eru tíu ár liðin frá því hann tilkynnti að hann hefði fengið HIV veiruna. Hann er þó enn við hestaheilsu.
Á dögunum var gengið frá endurráðningu Atla Eðvaldssonar sem landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta. Að lokinni riðlakeppni EM í haust lá Atli undir ámæli og dráttur varð á að gengið yrði frá endurráðningunni. Árangur Atla við stjórn liðsins er hins vegar fullkomlega ásættanlegur þegar haft er í huga að Atli var á sínum tíma ráðinn til að sinna starfi landsliðsþjálfara í hlutastarfi. Það er auðvitað ekki hægt að ætlast til þess, að maður í hlutastarfi kynni sér ástand leikmanna sem eru atvinnumenn erlendis eða rannsaki leik andstæðinga landsliðsins fyrirfram. Það er einfaldlega ekki það sem hann fær borgað fyrir að gera.
Atli hefur ítrekað kvartað undan óvæginni gagnrýni fjölmiðla á störf sín og svo er að skilja á honum að enginn þjálfari hafi nokkurn tímann þurft að þola aðra eins gagnrýni. Atli hefur auðvitað reynt að bera hönd fyrir höfuð sér og tínt ýmislegt til, eins og sigurinn á Tékkum og … jæja, en það er óskiljanlegt að hann skuli ekki hafa bent gagnrýnendum sínum á þá staðreynd, að ekki sé hægt að gera sömu kröfur til manns í hlutastarfi og þess sem sinnir starfi landsliðsþjálfara eingöngu. Eins og gefur að skilja, þá hafa forráðamenn KSÍ verið ófáanlegir til að upplýsa um launakjör Atla hjá sambandinu. En auðvitað verður að ganga út frá því, að launakostnaður landsliðsþjálfara miðist við hvort um fullt starf eða hlutastarf sé að ræða.
Í viðtali við Morgunblaðið að loknum leik Íslands og N-Írlands á Laugardalsvelli í október á síðasta ári, sagði Atli það ekki þjóna neinum tilgangi að vera í fullu starfi sem landsliðsþjálfari, því liðið léki kannski ekki nema átta leiki á ári, og óþarfi fyrir sig að sitja þess á milli á skrifstofu KSÍ og segja brandara. Atli bætti svo við: „Starfið sem ég er í hentar svo vel með landsliðinu að það er alveg lygilegt.“
Vonandi mun aðalstarf Atla Eðvaldssonar fara jafnvel enn betur með landsliðsþjálfarastarfinu á næstu tveimur árum, jafnvel betur en svo að það verði „alveg lygilegt“.
Í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ungs kynþáttahatara hafa vaknað ýmsar gagnrýnisraddir. Í dag fjallar Deiglan mjög ítarlega um þessa gagnrýni.
Tíu ára uppgangstíma er lokið og Bush vill af því tilefni hraða örvunapakka fyrir hagkerfið sem samanstendur meðal annars af tillögum um að endurgreiða stórfyrirtækjum milljarða dollara af þeim sköttum sem þau hafa greitt síðustu ár. Þessi ríkisstjórn er hreint ótrúleg.
Sú mikla athygli sem stjórnmálamenn hafa sýnt íslenskum landbúnaði er væntanlega óræk sönnun fyrir því, að enginn atvinnuvegur getur verið án sérstaks ráðuneytis og síns eigin ráðherra.
Verðhækkun á mjólk hefur verið í umræðunni síðustu daga og menn ekki á eitt sáttir. Sérstaklega er umdeilt að verðið sé ákveðið af nefnd en ekki eftir lögmálum markaðarins eins og flestar aðrar vörur.
Fyrir helgi féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem sakaður var um brot á 233. gr. hegningarlaga með ummælum sínum um þeldökka. Maðurinn var dæmdur til þess að greiða 30 þús. króna sekt eða sæta sex daga gæsluvarðhaldi. Þessi dómur er merkilegur fyrir þær sakir að aldrei fyrr hefur reynt á fyrrnefnda löggjöf auk þess sem mál að þessu tagi vekja upp spurningar um takmarkanir á tjáningarfrelsi og hvort þær geti verið réttlætanlegar.
Þann fyrsta október síðastliðinn tók formlega til starfa nýtt fyrirtæki á farsímamarkaði, Sony Ericsson, en fyrirtækið er sprottið upp úr samruna farsímadeilda Sony og Ericsson. Þrátt fyrir ungan aldur er fyritækið ekki á flæðiskeri statt því að jafnan er stórt um, þá stórir ríða. Ungviðið fær það í arf að vera næst stærsta farsímafyrirtæki í heimi, veita 3.500 manns atvinnu og líklega velta u.þ.b. 720 milljörðum króna á ári.
Ræða sú sem George W. Bush flutti á bandaríska þinginu skömmu eftir hryðjuverkin voðalegu í fyrra mánuði varð Deiglunni að umfjöllunarefni skömmu síðar. Ræðan þótti auka tiltrú jafnvel hörðustu andstæðinga Bush á hæfileikum hans til að leiða Bandaríkin, í það minnsta að vera ekki eins og kjáni að þeirra mati í hvert skipti sem hann þyrfti að opna munninn.
Kvótamálið er eitt mesta ágreiningsmál þjóðarinnar. Hér er mælst til þess að haldið sé í núverandi kerfi og færð rök fyrir því að það sé bæði sanngjarnt og hagkvæmt.
Sjávarútvegsstefna Sjálfstæðisflokksins er vond fyrir tvær sakir. Í fyrsta lagi mun hún skaða flokkinn á næstu árum. Í öðru lagi er Sjálfstæðisflokknum mun betur treystandi til þess að taka upp uppboð á veiðiheimildum án þess að láta byggðakvóta og alls kyns takmarkanir á framseljanleika fljóta með.
Því miður snýst pólitík að mestu um hvað gera skuli við peningana sem „frúin í Hamborg“ gaf. Yfirvöld Reykjavíkurborgar virðast hafa misskilið leikinn, það má nefnilega segja já þegar kemur að menningu og nei þegar kemur að leikskólum og börnum.
Sigur Skagamanna á Íslandsmótinu í knattspyrnu kom flestum á óvart en eins og Deiglan hefur áður greint frá, þá er árangur þeirra ekki tilviljun. Áður en tímabilið hófst var ljóst að Skagamönnum var þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Skagamenn búa hins vegar ekki einungis að góðum efnivið þegar kemur að leikmönnum og stjórnendum liðsins, heldur er aðstaða til knattspyrnuiðkunar á Akranesi ein sú besta á landinu. Á endurreisnarárum félagsins upp úr 1990 var gífurleg áhersla lögð á uppbyggingu æfingasvæðis og er nú svo komið að á svæðinu rúmast ellefu knattspyrnuvellir. Til samanburðar má geta þess að æfingasvæði stórveldisins KR rúmar í mesta lagi tvo knattspyrnuvelli.
Það er kunnara en frá þurfti að segja að fjármagn er af skornum skammti í íslenskri knattspyrnu. Afar mikilvægt er að það fjármagn sem inn í hreyfinguna kemur nýtist með sem allra bestum hætti. Nú fyrir helgina sendi stjórn knattspyrnudeildar KR frá sér ályktun sem beint var til stjórnar KSÍ. Þar er mótmælt ráðagerðum um byggingu skrifstofu- og kennsluhúsnæðis í Laugardal á vegum sambandsins. Er ályktunin svohljóðandi:
Með þessu hittir stjórn knattspyrnudeildar KR naglann á höfuðið. Svo virðist sem stjórn KSÍ hafi á undanförnum árum verið hafin yfir alla gagnrýni þegar að uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu kemur. Menn hafa horft til landsliðsins og metið árangur sambandsins eftir gengi þess. En er ekki kominn tími til að leita ráða til að minnka yfirbyggingu KSÍ, þegar ljóst er að afar lítið fé er til ráðstöfunar. Hafa fjölmiðlar t.a.m. velt því fyrir sér hver skrifstofu- og ferðakostnaður er hjá sambandinu. Það er t.a.m. upplýst að stjórnendur sambandsins dvöldu á einu dýrasta hóteli Kaupmannahafnar í nokkra daga umfram það sem þeir þurftu í tengslum við leik Íslands og Danmerkur.
Hefur íslenska knattspyrnuhreyfingin efni á því mikið lengur, að reka batterí á borð við Knattspyrnusamband Íslands í óbreyttri mynd?
Ríkisútvarpið er eins og blóm í eggi í Efstaleitinu. Nýjasta hugmynd yfirvalda menntamála er að kljúfa Rás 2 frá og flytja til Akureyrar. Verður maður ekki bara orðlaus yfir svona löguðu?
Síðustu tíu ár hefur flokkur einkaframtaks og lágmarksríkisafskipta farið með stjórn menningaramála. Hvað gerist eiginlega ef þeir flokkar sem raunverulega eru hlynntir ríkisrekstri taka yfir þennan málaflokk? Hvers mega einkaðilar í menningargeiranum vænta þá?
Skattalækkanir þær sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku eru fagnaðarefni. Með þeim bætist enn ein rósin í rósum hlaðið hnappagat Davíðs Oddssonar og ríkisstjórna hans. Eins og við vitum öll er þetta ekki í fyrsta heldur þriðja meiriháttar skattalækkunin í stjórnartíð Davíðs. Geri aðrir betur.<
Íslenska landsliðið endaði undankeppnina fyrir HM með ömurlegum hætti. Tap gegn N-Írum og ömurlegt tap gegn Dönum voru mikil vonbrigði fyrir íslenska knattspyrnumenn.