Deiglan fjallar um myndbirtingar DV af einstaklingum sem eru handteknir vegna gruns um einhver afbrot.
Einhverra hluta vegna virðast flestir sammála um að sérstaklega nauðsynlegt sé að draga úr ríkisútgjöldum nú vegna þess samdráttar sem blasir við í efnahagsmálum. Þetta á ég erfitt með að skilja.
Bandaríkin eru stærsta hagkerfi í heimi og því er afstaða þeirra mikilvæg hvað varðar þróun fríverslunar í heiminum.
Ef ekki væri fyrir myndbirtingar af stríðsátökum hefðum við eflaust litla hugmynd um hvað fælist í stríði. Hugsanlega gerðu ýmsir sér rómantískar og gamaldags hugmyndir um stríðsrekstur með lúðraþyt og fánahlaupum!
Dean Kamen uppfinnignamaður hefur haldið heiminum í heljargreipum að undanförnu en uppfinningarinnar sem hann afhjúpaði í morgun á víst að breyta heiminum.
Ýmis konar útgerð er stunduð hér á landi. Algengast er gert sé út á báti en það er alls ekki nauðsynlegt. Það er líka vinsælt, eiginlega tíska, að gera út á fundi með fjárlaganefnd Alþingis. Sú vertíð stendur yfirleitt stutt yfir og segja má að sóknardagakerfið sé þar í algleymingi, því engar aflatakmarkanir virðast við lýði. Duglegustu útgerðarmennirnir í þessum flokki eru yfirleitt forsvarsmenn ýmissa félagasamtaka.
Í Morgunblaðinu í gær birtist flennistór mynd á forsíðunni sem sýnir Talibana liggja í valnum eftir að herir Norðurbandalagsins hafa náð virki aftur á sitt vald skammt frá Mazar-i-Sharif.
Útgjaldatillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis eru hneyksli. Nefndarálit meirihlutans ásamt áliti annarra fastanefnda þingsins er að finna á vef Alþingis. Tillögurnar eru allrar athygli verðar en þær fela í sér samtals 2.277,6 milljóna króna útgjaldaraukningu frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Reyndar má halda því fram að einhver útgjöld til viðbótar séu óhjákvæmileg vegna ástæðna eins og vaxtakostnaðar í kjölfar gengislækkunar en því fer víðs fjarri að aðrar útgjaldahugmyndir meirihlutans séu jafn óhjákvæmilegar.
Ríkið á að tryggja jafnrétti til náms. En það er ekki þar með sagt að ríkið þurfi að fjármagna menntakerfið. Flest nám er arðbært og því ættu nemendur að geta borgað fyrir það. Í stað þess að fjármagna allt nám ætti ríkið að tryggja að nemendur geti fjármagnað nám sitt með námslánum.
Í gær tilkynnti bandaríska líftæknifyrirtækið ATC, Advanced Cell Technology að þeim hefði tekist fyrstum allra að klóna fósturvísi úr manni. Hverjar verða afleiðingarnar?
Á landsþingi Samfylkingarinnar voru settar nýjar áherslur í fíkniefnamálum. Þær eru nokkuð umdeildar.
Í októberblaði VR blaðsins, sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gefur út, er fjallað um helstu skýringar á launamuni kynjanna. Anna Guðný Júlíusdóttir lögfræðingur segir skoðun sína á þessum málum en hún skrifaði kandídatsritgerð frá Lagadeild Háskóla Íslands um þetta efni.
Hér á Vesturlöndum, og er Ísland þar ekki undanskilið, hafa ýmsir hvatt til aðgerða en síðan orðið til þess að hallmæla þeim þegar í ljós hefur komið að stríðsaðgerðir eru ekkert augnayndi í nærmynd. Ef okkur er alvara með því sem við segjum, þá verðum við einfaldlega að þola ákveðnar hörmungar. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.
Í yfirvofandi kreppuástandi horfa margir til stóriðjuframkvæmda sem lausn á vanda íslensku krónunnar. Íslensku efnahagslífi veitir svo sem ekki af þeirri gjaldeyrisinnspýtingu sem útflutningur á áli hefði í för með sér og vissulega eigum við ódýra, vistvæna og ónýtta orku – auðlind sem ber að nýta. En þrátt fyrir kosti þess að reisa hér álver verður því ekki neitað að lausnin er langt frá því að vera frumleg og ekki líkleg til að viðhalda hér hagvexti til framtíðar. Svo virðist sem Íslendingar séu enn að horfa til einhvers konar iðnbyltingar svipaðri þeirri sem aðrar vestrænar þjóðir gengu í gegnum á þarsíðustu öld.
Eftirfarandi grein um demantaframleiðslu er ítarefni við grein sem birtist á Deiglunni 20. nóvember 2001
Í dag fjallar Deiglan ítarlega um nýafstaðinn landfund Samfylkingarinnar.
Samfylkingin er mjög lýðræðislegur flokkur en í ályktunardrögum var gert ráð fyrir að einhugur ríkti í nokkrum helstu málaflokkunum.
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur tjáði sig eitt sinn um Samfylkinguna og efnahagsmál. Drög að stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar bíða nú umræðu á komandi landsfundi. Kaflinn um efnahagsmál er sérlega áhugaverður.
Í upphafi þings var að venju lagt fram frumvarp til fjárlaga. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir þónokkrum tekjuafgangi á árinu 2002 en þó er ljóst að vegna stöðunnar í efnahagsmálum heimsins þá getur brugðið til beggja vona í þeim efnum. Það mun því reyna verulega á sjálfsaga þingmanna í umræðum um fjárlögin sem fram fara á næstunni.