Nóg komið

Aðgerðir Ísraelshers hafa frekar verið til þess fallnar að auka ófriðinn fyrir botni Miðjarðarhafs en minnka hann. Það er ekki þar með sagt að ábyrgðin sé eingöngu hans.

Matt Drudge: áhrifavaldur á eigin spýtur

Á þessum degi, 17. janúar, fyrir fjórum árum hélt Davíð Oddsson upp á fimmtugsafmæli sitt í Perlunni og bauð íslensku þjóðinni. Sama dag birtist frétt á vef sem haldið er úti af einum einstaklingi í Bandaríkjunum, Matt Drudge. Sú frétt vakti umsvifalaust heimsathygli og átti eftir að hafa víðtækar afleiðingar fyrir bandarísk stjórnmál.

Næstneðstir í ójöfnuði

Samkvæmt rannsóknum Hagfræðistofnunar er ójöfnuður minni hér á Íslandi en víðast annars staðar.

Vesen á prinsinum

Upplýst var um helgina að Harry prins, yngri sonur Karls ríkisarfa og Díönu heitinnar prinsessu af Wales, hefði neytt áfengis og kannabisefna fyrir ári síðan.

Formaður fulltrúaráðsins tekur af öll tvímæli

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Margeiri Péturssyni, formanni fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að fyrirhuguð könnun meðal fulltrúa í ráðinu sé ekki hugsuð sem styrkleikapróf á fylgi einstakra manna meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík, að það hafi aldrei verið ætlunin að efna til forprófkjörs á undan eiginlegu forystuprófkjöri. Ekki er hægt að skilja orð formanns fulltrúaráðsins í viðtalinu á annan veg en þann, að ætlunin með könnuninni sé að trúnaðarmenn flokksins komi með uppástungur að nýju fólki ofarlega á listann, enda eru núverandi borgarfulltrúar útilokaðir frá þátttöku í könnuninni.

Sama tóbakið

Tóbaksvarnarlög eru þrándur í augum þeirra sem hafa frelsi að leiðarljósi. Í íslensku lögunum eru furðuleg ákvæði um heftingu á tjáningarfrelsi. Eins er merkilegt að skoða landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins í þessu samhengi!

Gunnar Potter í Krossinum

Margir sértrúarsöfnuðir gera lítið annað en að ala á fordómum og fáfræði þeirra sem eiga um sárt að binda. Krossinn er einn þessarra safnaða.

Menningarleg áhrif evrunnar

Umbreyting gjaldmiðla aðildarríkja Myntbandalags Evrópu (EMU) í evru gekk í gildi um áramótin. Ekki hafa borist fréttir af öðru en að umbreytingin hafi heppnast prýðilega og verður það teljast nokkuð afrek hjá EMU, enda um að ræða aldagamla og í sumum tilfellum mörg þúsund ára gamla gjaldmiðla sem nú heyra sögunni til.

Ólafur F. í sérflokki

Í Kastljósi í gærkvöldi lagði borgarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon drög að framboði sínu til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi kosningum. Maður ársins 2001 ætlar líka að verða maður ársins 2002.

Samkeppni í olíudreifingu

Olíudreyfing er dæmi um markað þar sem sérstaklega auðvelt er að halda uppi samráði, svo auðvelt að erfitt gæti reynsta að sanna samráð í þessu tilviki. Því er mikilvægt að gripið verði til annars konar aðgerða til þess að auka samkeppni í olíudreyfingu.

Rannsóknir við Háskóla Íslands

Enn af málefnum Háskóla Íslands en nú er sjónum beint að rannsóknarstarfi hans.

Að kyssa vöndinn

Deiglan fjallar ítarlega um úrsögn Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík, úr Sjálfstæðisflokknum.

Bubbalaus Þorláksmessa heima í stofu

Forsíða tónleikaplötunnar Það var aðdáendum Bubba Morthens mikil harmafregn þegar upplýst var að yfirmenn Rásar 2 hefðu ákveðið að útvarpa ekki beint frá árvissum Þorláksmessutónleikum skáldsins, eins og venja hefur verið mörg undanfarin ár.

Afreksmenn í grunnskólanámi

Fyrir skemmstu voru kynntar niðurstöður úr rannsókn OECD á árangri 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Niðurstöðurnar voru eitthvað á þá leið að íslenskir nemendur væru nokkurn veginn í meðallagi góðir í þessum greinum, þó sýnu verstir í náttúrufræðinni. Þessar niðurstöður er auðvtiað ekkert sérstaklega góðar en mönnum tókst þá að sjá ljósa punkta við þær. Eitt af því sem kom í ljós að Ísland virðist eiga afskaplega fáa afreksmenn á sviði grunnskólanáms og bendir það til mikils jöfnuðar. Þetta myndi án vafa falla öfgafyllstu jafnaðarmönnum vel í geð, enda skyldu engir vera jafnari en aðrir og mikilvægt er að íslenskum grunnskólabörnum láti sér ekki detta slíkt í hug.

Úthlutun aflaheimilda og umbætur í jarðamálum

Land er nefnilega ekkert verðmætt í sjálfu sér og fiskurinn í sjónum, óveiddur, er það auðvitað ekki heldur. Eignin, verðmætið, verður til með vinnu og því betri og markvissari sem sú vinna, því meira verður verðmætið sem hægt er að nýta úr auðlindinni.

Dulbúin aftökusveit

Hugmyndir ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að rétta yfir meintum hryðjuverkamönnum í herdómstólum eru ógnvekjandi. Ef bandaríska ríkið er ekki tilbúið að rétta yfir Bin Laden og félögum á þann hátt að mark sé takandi á er allt eins gott að það dragi þá einfaldlega fyrir aftökusveit upp á gamla móðinn.

Hugmyndafræði eftir hentugleika?

Getur einstaklingur gegnt stöðu sem er í ósamræmi við lífsskoðanir hans?

Ríkir Íslendingar

Sigurður Már Jónsson hefur gefið út mjög áhugaverða bók – Ríkir Íslendingar. Þar er m.a. fjallað um „nýríka“ Íslendinga og fjölmarga sem létu „íslenska drauminn“ rætast.

Íslenskt trúboð til útflutnings

Fátt vekur meiri aðdáun mína í fjölmiðlaflórunni um þessar myndir en sjónvarpstöðin Ómega sem sjónvarpar kristilegu efni daginn út og inn. Ef marka má upplýsingar sem fram koma á heimasíðu Ómega voru þann 8. nóvember sl. tíu ár liðin frá því að Guð talaði til Eiríks Sigurbjörnssonar, sjónvarpsstjóra, um að setja á laggirnar kristilega sjónvarpsstöð á Íslandi.

Kreppuaðgerðir

Síðastliðinn miðvikudag birtist pistill hér á Deiglunni þar sem aðhaldsaðgerðir stjórnvalda voru gagnrýndar. Pistlahöfundur leiddi að því rökum að nú væri ekki rétti tími til aðhaldsaðgerða heldur, þvert á móti, ætti ríkissjóður að nýta slaka í hagkerfinu til þess að ráðst í ýmis konar verklegar framkvæmdir til að „milda niðursveifluna.”