Stál í stál

Ákvörðun Bush forseta Bandaríkjanna að setja verndartolla á influtt stál hefur vakið hörð viðbrögð. Hvaða áhrif hafa slíkir tollar og hver græðir á því?

Bréf reiðinnar og hinn mannlegi breyskleiki

Undanfarnar vikur hafa verið ærið stormasamar í íslenskri pólitík. Málefni Landssímans hafa hlotið mikla athygli en einnig hafa úrslit ráðist í prófkjörum um allt land, listi sjálfstæðismanna í Reykjavík verið kynntur og þannig mætti áfram telja. Allt þetta hefur þó fallið í skuggann af litlu bréfi frá líffræðingi í Vesturbænum. Óþarft er að rekja innihald bréfsins, það þekkja allir. Það vill svo til að þessi líffræðingur er einnig stjórnmálamaður og gott betur en það, því hann er leiðtogi íslenskra sósíaldemókrata.

Þriðju vígstöðvarnar: Hæpið skref?

Sú ákvörðun Bandaríkjamanna að veita stjórnvöldum í Georgíu hernaðaraðstoð í baráttunni gegn skæruliðum múslima í landinu er merkileg í marga staði. Það er deginum ljósara að ef árásum hryðjuverkamanna á Bandaríkin þann 11. september var ætlað að sporna gegn hinni svokölluðu heimsvaldastefnu Bandaríkjanna þá hafa þær haft þveröfug áhrif. Bandaríkjamenn eru þvert á móti að styrkja stöðu sína í öllum heimshlutum, sérstaklega hernaðarlega en einnig í pólitísku tilliti að nokkru leyti.

Vökusigur í Háskólanum

Þau sögulegu tíðindi urðu sl. fimmtudag að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, bar sigurorð af Röskvu, samtökum félagshyggjufólks, í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þessi tíðindi þurfa ekki að koma mjög á óvart enda hefur Vaka sótt verulega í sig veðrið á síðustu árum og munurinn, sem var umtalsverður fyrir fáum árum, hefur minnkað jafnt og þétt þannig að á síðasta ári munaði einungis 57 atkvæðum á fylkingunum.

Á ríkið að fjármagna heilsugæsluna? Nokkur rök sem gleymdust

Heilsugæsla gegnir mikilvægu forvarnarhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Af þessum sökum er skynsamlegt að ríkið niðurgreiði heilsugæsluna.

Vegið úr launsátri

Deiglan fjallar um bréf sem verið er að senda félagsmönnum í Samfylkingunni þar sem rifjaðar eru upp gamlar syndir tveggja frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar sem lýkur á morgun.

Á ríkið að fjármagna heilsugæsluna? En tannlækningar?

Heimsóknir flestra til heimilislæknis eru tiltölulega tíðar og ódýrar. Það er því spurning hvort nokkur þörf sé á því að dreyfa þeirri litlu áhættu sem felst kostnaðinum við að fara til heilsugæslulæknis.

Lækningatæki óskast

Allt frá frumdögum læknavísindanna hefur ákveðin dulúð fylgt þeirri starfsgrein að græða mein og hjúkra sjúkum. Þeir sem hafa fengist við þessa iðju í gegnum aldirnar hafa ávallt skipað ákveðinn sess í þjóðlífinu og fyrir þeim er borin mikil virðing. Þessir starfskraftar, oftast nefndir læknar, hafa öðlast þessa virðingu með því að búa yfir þekkingu til að hjúkra því sem okkur er allra dýrmætast, sjálfu lífinu. Mennirnir virðast ósjálfrátt bera virðingu fyrir flestum vísindagreinum sem þeir hafa ekki sjálfir skilning á. Læknisfræðin skipar þar eitt af hásætunum því að hún vinnur gegn því eina sem ógnar okkur – dauðanum.

Boxfrumvarpið loksins barið í gegn

Loksins lítur út fyrir að hefaleikar verði leyfðir á Íslandi. Nokkrir þingmenn vilja hins vegar að íslenskir boxarar berji menn ekki í hausinn.

Hagvöxtur í Bandaríkjunum

Hagvöxtur í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var mun meiri en flestir áttu von á. Enginn ætti þó að láta glepjast af þessum tölum. Þær skýrast að nánast öllu leyti af gríðlegum kipp í bílaframleiðslu. Aðrir þættir í þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna eru enn í mikilli lægð.

Frjáls fótbolti

Íslenskar bullur geta tekið gleði „Sýna“ á ný, eftir að hafa verið blindaðir af forræðishyggju, því HM2002 verður sjónvarpað beint.

Eitt skref fram og tvö afturábak

Deiglan fjallar um nýjustu hræringar í jarðgangamálum hér landi og veltir fyrir sér hvort menn hafi borið af leið.

.

Rauðu strikin

Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni að íslenska þjóðin stendur í miklum átökum um þessar mundir. Baráttan við hin svokölluðu rauðu strik er í hámæli og af orðræðu forystumanna ASÍ af dæma er íslenska þjóðin hreinlega komin í einhvers konar styrjöld.

Bikarinn heim!

Sú tilfinning sem grípur um sig þegar íslenska landsliðinu í handknattleik gengur vel á stórmótum er nokkuð furðuleg. Fólk gleðst auðvitað yfir árangrinum og vonar það besta en jafnframt blundar einhver furðulegur ótti í þjóðinni. Hver einasti leikur getur verið sá sem klúðrast og fólk forðast að byggja of miklar væntingar af hræðslu við sár vonbrigðin.

Ekkert svigrúm fyrir réttlætið?

Getur það staðist að ákæruvaldið álíti barnsdráp ekki jafn alvarlegan glæp og dráp á fullorðnum einstaklingum? Ef marka má málatilbúnað ákæruvaldsins í umtöluðu refsimála, þá virðist það vera reyndin.

Alþingi götunnar

Deiglan fjallar um þjóðaratkvæðagreiðslur í ljósi nýjustu ummæla Hjálmars Árnasonar, alþingismanns.

Nú er skrattanum skemmt

–>Samfylkingin hefur um langa hríð sagst vera fylgjandi auknu lýðræði í landinu. En hvernig vinnur hún í raun?

Málsvari djöfulsins

Í dag veltir Deiglan stuttlega fyrir sér siðferðisvanda í störfum lögfræðinga, sérstaklega þeirra sem eru í sérverkefnum fyrir kaþólsku kirkjuna.

Mannréttindi í Guantanamo

Í gær var nákvæmlega eitt ár liðið frá því að George W. Bush sór embættiseið sem 43. forseti Bandaríkjanna.

Ruglið með Rimaskóla

Í nóvember síðastliðnum var Rimaskóli í Grafarvogi vígður formlega en hafist var handa við byggingu skólans í upphafi 10. áratugs síðustu aldar.