Heimurinn er breytingum undirorpinn eins og sannast best þegar uppgangstímar síðustu aldamóta eru hafðir í huga. Hlutabréfaviðskipti áttu hug og hjörtu Íslendinga frá 1999-2000 og heilu fjölskyldurnar sameinuðust á nýjan leik í fjölskyldaboðum þegar talið barst að því hver í ættinni hefði grætt mest þá vikuna.
Í gær vannst stórsigur í réttindabaráttu íslenska kúastofnsins er landbúnaðarráðherra hafnaði umsókn Nautgriparæktunarfélags Íslands um leyfi til að flytja inn fósturvísa úr norskum kúm til ræktunar og kynblöndunar. Það er ljóst að með þessari framsýnu ákvörðun ráðherra er stigið enn eitt framfaraskrefið í íslenskum landbúnaði. Íslenskar kýr sem aldar eru á íslensku grasi af íslenskum bændum gefa af sér hollustu mjólk á jörðinni og að henni þarf að hlúa og mynda um hana víðtæka sátt.
Þeirri hugmynd virðist sífellt vaxa ásmegin að þann 1. maí næstkomandi renni upp einhvers konar ögurstund í íslensku efnahagslífi. Annað hvort komi þá ‘betri tíð með blóm í haga og sæta lánga sumdardaga’ eða skelli á gjörningaveður í íslensku efnahagslífi – allt eftir því hvorum megin við einhver ímynduð rauð strik tiltekinn mælikvarði sé á þeim tímapunkti.
Útvarp Saga opnar í dag. Þetta markar tímamót í fjölmiðlasögu Íslands. Mikið gleðiefni fyrir fréttafíkla og þjóðmálaáhugafólk.
Samkvæmt íslenskri refsilöggjöf leggjast refsingar fyrir marga glæpi ekki saman. Þetta getur gert það að verkum að forvarnargildi refsinga er óverulegt fyrir þá sem þegar hafa framið fíkniefnamisferli eða morð.
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísreals, byrjaði föstudaginn langa á því tilkynna þjóð sinni að nú væri samstaða mikilvægari en nokkru sinni fyrr og að ísraelska ríkisstjórnin hefði ákveðið að ráðast inn í höfuðstöðvar palestínsku heimastjórnarinnar í Ramallah, enda væri Arafat óvinur sem þyrfti að einangra.
Deiglan fjallar um frumvarp menntamálaráðherra þar sem lagt er til að Kvikmyndaskoðun Ríkisins verði lögð niður og þær jákvæðu breytingar sem það mun hafa í för með sér.
Pistlahöfundur er áhugamaður um vélmenni og hefur fylgst lauslega með tilraunum vísindamanna í gegnum árin til þess að skapa „gáfuð” og „nothæf” vélmenni. Ýmsir vísindamenn hafa stigið fram á sjónarsviðið en nú virðist sem þessi grein vísindanna sé að verða að iðnaði með komu Sony, Honda og Mitsubishi inn á markaðinn. Höfundur fór því að velta því fyrir sér hversu hratt þessi iðnaður gæti þróast og hvort að einhvers staðar leyndust fjárfestingatækifæri í framtíðinni á sviði vélmennaframleiðslu.
Hér heima gerum við oft grín að þeim farsa sem Bandarísk stjórnmál eru. Þegar kemur að reglum um fjármál stjórnmálaflokka eru það hins vegar ekki bandarísk stjórnmál sem eru farsakennd heldur íslensk stjórnmál. Það er hreinlega með ólíkindum að hér á landi skuli ekki gilda neinar reglur um framlög til stjórnmálaflokka.
Ný þjóðhagsspá sem birt var í gær gefur tilefni til mikillar bjartsýni í efnahagsmálum. Verðbólga lækkar hratt og stefnir á núll, viðskiptahallinn er að hverfa og útlit fyrir verulega aukinn hagvöxt. Þessi spá hafði samdægurs áhrif á peningamarkaðinn hér heima því allir bankarnir boðuðu vaxtalækkanir. Eins og útlitið er í efnahagsmálum þá er erfitt að sjá hvernig Seðlabankinn getur áfram haldið fast við vaxtastefnu sína.
Ein helsta skrautfjöður R-listans eftir átta ár við stjórnvölinn í Reykjavík er hin rómaða ylströnd í Nauthólsvík sem tekin var í notkun sumarið 2000. Ylströndin var reyndar tilkomin löngu áður en R-listinn komst til valda, því um miðja síðustu öld tóku borgarbúar sig saman um að skapa baðströnd að suðrænni fyrirmynd í nyrstu höfuðborg heims. Frumleg hugmynd og ágæt í marga staði. Afrek R-listans var hins vegar falið í því að beina út í víkina affallsvatni úr hitaveitukerfi Reykvíkinga. Ágæt hugmynd líka.
Nýleg skoðanakönnun Gallups bendir til að yfirgnæfandi stuðningur sé meðal landsmanna við að teknar verði upp viðræður við ESB þar sem kannað verður hvaða kostir bjóðast. Rúmlega níu af hverjum tíu sögðust alveg til í það, enda spurningin sett fram með þeim hætti að það flestum finnst hálf kjánalegt að segja nei. Af hverju ekki að kanna hvaða kostir bjóðast, hvað sakar það?
Líkt og með margt annað í viðskiptum á Íslandi ríkja einfeldnisleg viðhorf til stjórnarsetu í fyrirtækjum. Mjög er misjafnt hvernig slíku er háttað erlendis. Stjórn Landsímans hefur verið milli tannana á fólki undanfarið.
Á fyrsta fundi nýkjörins Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær var Brynjólfur Stefánsson, verkfræðinemi, kosinn formaður ráðsins fyrir komandi starfsár. Var fundurinn sá fyrsti síðan 1991 þar sem fulltrúar Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, voru í meirihluta en í ráðinu sitja nú 20 fulltrúar, 11 frá Vöku og 9 frá Röskvu, samtökum félagshyggjufólks.
Robert Mugabe er einn ógeðfelldasti harðstjóri samtímans.
Hin veruleikafyrrti leikstjóri Jerry Bruckheimer hefur gert samning við Pentagon um gerð þáttaraðar um stríðið í Afganistan.
Lög og regla eru klassísk umræðuefni heimspekinga. Í þessum pistli er farið á hálfgerðu hundavaði yfir nokkrar stefnur þeim tengdum.
Hernaðurinn í Afganistan gengur vel hjá Bandaríkjamönnum en lítið má út af bregða áður en Bandaríkjamenn fara að hafa miklar áhyggjur af mannfalli. En er það ekki svo að það sem er þess virði að drepa fyrir – hlýtur að vera þess virði að deyja fyrir?