Fyrir nokkrum dögum varð mikið fjaðrafok í íslenskum fjölmiðlum vegna frétta sem bárust frá ráðstefnu í Eistlandi. Íslensku erindrekarnir sem sátu ráðstefnuna komu heim og kváðust hafa orðið áskynja um það að eistlenskar og lettneskar nektardansmeyjar væru neyddar til að stunda vændi hér á landi. Deiglan rannsakar trúverðuleika fréttanna.
Heimsmeistarakeppnin hófst sl. föstudag og er óhætt að segja að keppnin fari ótrúlega vel í gang. Strax í fyrsta leik litu dagsins ljós ákaflega óvænt úrslit þegar Senegal sigraði heimsmeistara Frakka 1 – 0. Þessi leikur hleypti lífi í riðil sem flestir höfðu álitið fremur fyrirsjáanlegan en ásamt Frökkum og Senegölum eru Uruguay og Danmörk í riðlinum. Glæsilegur sigur Dana á Uruguay gerir það að verkum að allt stendur opið í riðlinum og algjörlega óvíst hvort heimsmeistararnir ná að komast í aðra umferð, sérstaklega í ljósi þess að líklega verður Zinidine Zidane ekki með í næsta leik.
Fjallað um vandann í Bandaríska fjármálaheiminum og annars staðar. Aðhald frá markaði, fjölmiðlum og ríkinu er grunnforsenda þess að kapítalisminn virki.
Á meðan að flestir keppast við að pakka skoðunum sínum inn í neytendavænar umbúðir, taka sumir þá áfstöðu að sannleikurinn sé sagna bestur. Til dæmis Ungir vinstri grænir.
Það eru margir svekktir yfir því að RÚV sýni ekki HM. En það hefur þó ýmsa kosti í för með sér því nú virðist sem raunverulegt verðmæti skemmtunarinnar sé flestum augljósara.
Pistillinn fjallar um tilraun Íslands til að ganga aftur í Alþjóða hvalveiðiráðið.
Þótt afhroð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, undir forystu Björns Bjarnasonar, hafi verið sjálfstæðismönnum um land allt ákaflega þungbært náðist mjög áhugaverður árangur víða annars staðar. Sérstaklega er athyglisvert að skoða niðurstöðu í þremur sveitarfélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigra, jók við sig fylgi og vann meirihluta. Þetta eru Reykjanesbær, Mosfellsbær og Snæfellsbær.
Kosningaumræðan gefur af sér undarlegustu nýyrði og frambjóðendur keppast við að bjóða fólki betri aðkomu að ákvörðunum um hvernig skattpeningum er eytt. Yfirsést þeim kannski að þeir eigi ef til vill alls ekkert með þær ákvarðanir að hafa?
Í fréttum í vikunni var því haldið fram að skuldir heimila væru komnar upp í tæp 170% af ráðstöfunartekjum, sem er rúmlega tvöföldun frá árinu 1990. Þetta er að sjálfsögðu ekki gleðiefni og gerir heimilin afskaplega viðkvæm fyrir þrengingum og öllum óvæntum útgjöldum. Sumir segja að þrátt fyrir kaupmáttaraukningu sé góðærið nú að taka sinn toll.
Það var mikið fagnaðarefni í desember þegar Bandaríska þingið samþykkti að veita Bush forseta leyfi til þess að semja um fríverlsun án þess að þurfa að leita samþykkis Öldungadeildarinnar í hverju skrefi.
Skotárásirnar í Erfurt í Þýskalandi og Columbine í Bandaríkjunum bornar saman og leitað mögulegra skýringa.
Nú lítur út fyrir að verðbólgan muni lækka hratt á næstu mánuðum. Seðlabankinn á hrós skilið fyrir að hafa ekki látið undan þrýstingi um að lækka vexti fyrr en þennsla síðustu ára hafði runnið sitt skeið.
Árni Johnsen mætti í frægt sjónvarpsviðtal í Kastljósinu. Var sú ferð engum til sóma og spurning hvort þáttastjórnendur hefðu átt að fara varlegar í sakirnar.
Deilur um NATO hafa staðið alla tíð og eiga eflaust aldrei eftir að hætta. En þróun þess á síðustu árum hefur þaggað niður í mörgum gagnrýnisröddum sem sjá nú mikilvægi þess.
Þessa dagana stendur yfir mjög óvenjuleg sýning í austurhluta London sem ber yfirskriftina Body Worlds. Sýningin hefur laðað að sér milljónir manna og þúsundir vilja nú ólmir ánefna líkama sinn læknavísindunum og listinni.
Nú eru 2 ár liðin frá því að Persónuvernd var komið á fót með lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Deiglan fer yfir farinn veg.
Kjör launafólks hafa tekið ótrúlegum stakkaskiptum á síðustu 100 árum. Þetta er vitaskuld að stærstum hluta því að þakka að framleiðni launafólks hefur aukist til muna með aukinni menntun og tækniþekkingu. En verkalýðsfélög hafa einnig átt hlut að máli.
Þau sterku viðbrögð sem hópar fjárfesta sýndu þegar einkavæðingarnefnd auglýsti eftir áhugasömum aðilum um kaup á hlutum ríkisins í Búnaðar- og Landsbankanum eru gríðarlega jákvæð. Loksins hillir undir endann á því ferli sem hófst árið 1998 þegar ríkið hóf að losa um tökin á bankakerfinu.
Í gær var samþykkt á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Deiglan fjallar um nýju lögin og vafasöm áhrif þeirra á réttarstöðu einstaklinga.
Heimurinn verður sífellt flóknari í nafni þægindana. Nú virðist vera farinn að skapast markaður fyrir afturhvarfi til fortíðar.