Pistillinn fjallar um þann úrskurð Hæstaréttar Chile að Pinochet væri ósakhæfur vegna heilsubrests. Mál hans hefur haft mikil áhrif á afstöðu ríkja til friðhelgi ráðamanna og lögsögu vegna tiltekinna brota.
Getur verið að helsta markmið Bush sé að vera minnst sem versti forseti Bandaríkjanna frá upphafi hvað efnahagsmál snertir? Arthur Laffer gefur honum að minnsta kosti ekki háa einkun.
Verði af kaupum feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og viðskiptafélaga þeirra Magnúsar Þorsteinssonar á ráðandi hlut í Landsbanka Íslands er ljóst að landslag íslensks viðskiptalífs gjörbreytist.
Umræðan um SPRON málið er ekki sú allra einfaldasta. Hvað eru sparisjóðirnir og hver á þá? Er rekstrarform þeirra hentugt eða hreinlega eðlilegt og hafa stjórnarmenn þeirra óeðlilega mikil völd?
Þann 5. júní 2002 kom út skýrsla á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal í heiminum. Þar er stuttlega minnst á Ísland undir umfjöllun um Eistland. Fjallað er um skýrsluna á Deiglunni í dag og þýðingu hennar fyrir umræðuna um vændi hér á landi.
Er einhvern tíman hægt að réttlæta girðingu á milli ólíkra hópa? Getur sú staða komið upp að besta lausnin og ef til vill eina lausnin sé að hólfa fólk niður?
Málefni Fréttablaðsins hafa verið mjög í brennidepli að undanförnu, einkum vegna þess sem virðist vera slæm fjárhagsstaða blaðsins. Engum blöðum er um það að fletta að tilkoma Fréttablaðsins hefur sett íslenskan blaðamarkað í nokkurt uppnám og haft talsverð áhrif á afkomu bæði Morgunblaðsins og DV. Það er skoðun Deiglunnar að Fréttablaðið sé komið til að vera og að blaðið muni festa sig enn frekar í sessi á komandi misserum.
Þáttur dómara á heimsmeistaramótinu í Japan og Suður-Kórea er nú undir smásjánni eftir hneykslanlega frammistöðu þeirra í nokkrum leikjum mótsins. Gagnrýnendur beina einkum sjónum sínum að leikjum heimamanna í Suður-Kóreu gegn stórveldunum þremur; Portúgal, Ítalíu og Spáni. Enginn hefði trúað því fyrirfram að suður-kóreska liðinu tækist að leggja þessa þrjá risa að velli hvern á fætur öðrum, en sú er orðin raunin.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur, formaður allsherjarnefndar Alþingis, heldur því fram að allsherjarnefnd hafi fengið fullnægjandi svör við spurningum nefndarinnar um öryggisviðbúnað í tengslum við heimsókn forseta Kína og aðgerðir gagnvart fylgismönnum Falun Gong á fundi allsherjarnefndar Alþingis í fyrradag. Deiglan fjallar ítarlega um málið.
Ég er búsettur erlendis og síðustu daga hef ég þurft að svara spurningum hneykslaðra útlendinga um aðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn iðkendum Falun Gong. Sem betur fer hafði þó enginn þeirra heyrt það sem Davíð Oddson lét hafa eftir sér í íslenskum fjölmiðlum.
Í rúm fjörtíu ár hefur verið kveðið á um það í lögum að körlum og konum skuli greidd sömu laun fyrir sambærilega vinnu. Kannanir sýna hins vegar að raunveruleg staða er allt önnur.
Sautjándi júní var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Hátíðardagskrá var venju samkvæmt á Austurvelli í morgun og þar héldu ræður formaður þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Undir forystu R-listans í Reykjavíkurborg hefur sá siður verið tekinn upp í þessa dagskrá að formaður þjóðhátíðarnefndar heldur pólitíska ræðu við setningu hátíðardagskrár. Áður fyrr var hlutverk formanns nefndarinnar að setja hátíðina og bjóða fólk velkomið.
Hverjar eru skyldur stjórnvalda gagnvart fórnarlömbum mannréttinda í öðrum löndum? Ber þeim ekki skylda til að sjá til þess að rödd íbúanna heyrist? Forseti Kína, Jiang Zemin, fær hlýjar móttökur á meðan stórum hópi Íslendinga eru sendar kaldar kveðjur.
Á meðan augu heimsins beinast að Miðausturlöndum og almenningsálitið fordæmir þá kúgun sem þar viðgengst, eiga sér stað enn hryllilegri atburðir í hinu forna menningarríki Tíbet. Herferð kínversku ríkisstjórnarinnar á hendur hinni friðsömu fjallaþjóð er miklu nær því að vera nauðgun en kúgun. Í meira en fimmtíu ár hefur tíbetska þjóðin mátt þola hrottalegar aðfarir risans í austri. Kínverjar halda því jafnan fram að málefni Tíbets séu innanríkismál Kína og ekki verður séð að ráðamenn á Vesturlöndum hafi haft nokkuð út á þær skýringar að setja.
Það var ótrúlegt að horfa á myndirnar frá Njarðvíkurskóla í gær. Þar hélt íslenska ríkisstjórnin nokkrum tugum samviskufanga vegna þess að lífssýn þeirra samræmist ekki áhugamálum Jiang Zemin sem ýmist er kallaður erlendur tignargestur eða, sem eðlilegra er, erlendur harðstjóri og fjöldamorðingi.
Dómsmálaráðherra fer mikinn þessa dagana í vali sínu á því hverjir eru velkomnir til landsins og hverjir eru útskúfaðir. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón, heiðingjar eða andlega þenkjandi, hvítir eða gulir sem fá hér inngöngu.
Um þessar mundir er enginn þáttur í Bretlandi vinsælli en Stóri Bróðir (e. Big Brother). En Big brother er ekki eina tilfellið þar sem líf fólks er myndað í bak og fyrir. Það er annar og mun raunverulegri stóri bróðir að fylgjast með.
Eftir 11. september hefur lögreglunni i Bandaríkjunum verið veitar ýmsar heimildir sem skerða mjög friðhelgi einkalífsins. Þessar heimildir eru ekki skýrt afmarkaðar og ekki bundnar við ákveðinn tíma.
Þótt fólki greini á í pólitík þá verður að draga mörkin einhvers staðar. Ómálefnalegar og ósmekklegar árásir á andstæðingana er sjaldnast málstaðnum til framdráttar.
Af hverju gerðist það í kringum 1500 eftir krist að Evrópubúar lögðu undir sig stærstan hluta hins byggilega heims á skömmum tíma? Hvað orsakaði þá yfirburði sem gerði Evrópubúum kleift að gjörsigra aðrar mun fjölmennari þjóðir nánast eins og hendi væri veifað á þessum tíma?