Á að banna vangadansinn næst?

Er nema að von að menn spyrji? Nú þegar sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu virðast vera komnar í keppni um að banna fólki að bera sig hvert fyrir öðru í lokuðum vistarverum, þá er þessi spurning Gunnars I. Birgissonar, bæjarfulltrúa í Kópavogi, hreint ekki svo mjög út í bláinn.

Um þjóðhagsleg áhrif Kárahnjúkavirkjunar

Virkjanir og álver myndu skapa hagvöxt í byggingar- og áliðnaði á næstu árum. En sá hagvöxtur myndi að stærstum hluta koma á kostnað hagvaxtar annars staðar í hagkerfinu.

Hversu mikils virði er náttúran? Það er spurningin

Umræðan um skynsemi þess að byggja álver og virkjanir ætti að snúast algerlega um hversu mikils virði náttúran sem raskast er. Aðsemisútreikningar Landsvirkjunar ættu að reikna virði náttúrunnar sem raskast sem kostnað.

Hagræðum í rekstri ríkisins á landsbyggðinni

Næsta vor verður í fyrsta skipti kosið eftir nýrri kjördæmaskipan. Hin nýja kjördæmaskipan er fagnaðarefni þar sem talsvert hefur áunnist í því að jafna vægi atkvæða í mismunandi kjördæmum. Þingmönnum af landsbyggðinni mun fækka nokkuð við þessar breytingar og verður það í fyrsta skipti á næsta þingi að meirihluti þingmanna kemur af höfuðborgarsvæðinu. Það er vonandi að þessar breytingar verðir til þess að fjölga þeim ákvörðunum löggjafans sem teknar eru út frá hagkvæmnis- og arðsemissjónarmiðum á kosnað þeirra sem teknar eru með það fyrir augum að hygla landsbyggðinni á kosnað íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Undurfagra ævintýr

Verslunarmannahelgin er gengin í garð. Fólk hópast úr hinu hefðbundna þéttbýli og býr til tjaldborgir um allt land. Ætli Byggðastofnun sé ekki æst í að fá uppskriftina?

Innrásarplön í áskrift

Af einhverjum ástæðum virðist dagblaðið New York Times vera komið með svo góðan aðgang að leyniskjölum innan Pentagon að hernaðaráætlanir Bandaríkjamanna eru vart orðnar til á pappír fyrr en búið er að birta þær heimsbyggðinni í stórblaðinu. Þetta hefur nú gerst tvisvar varðandi innrásaráform í Írak.

Skiptir kynferði máli?

Pistillinn fjallar um nýlegt álit kærunefndar jafnréttismála þar sem kemur fram að atvinnurekendur skuli hafa kynferði umsækjenda sérstaklega í huga. Upphaflega snerist jafnréttisbaráttan fyrst og fremst um það að kynferði ætti ekki að skipta máli, hvorki við ráðningu í störf né á öðrum sviðum.

Víðar pottur brotinn

Það fylgir því mikil ábyrgð að fara með almannafé. Það er tímabært að forráðamenn stofnana ríkisins fái mun meira aðhald en verið hefur. Brottvikning Þorfinns Ómarssonar hefði í raun ekki átt að valda fjaðrafoki – heldur ætti slíkt að vera viðtekin venja þegar bókhaldsóreiða er ríkjandi hjá opinberum stofnunum.

Lífið er áróðursstríð

Hafa skal það sem sannara reynist – hverju sinni

Sometimes the truth of a thing is not so much in the think of it, as in the feel of it

Leikstjórinn Stanley Kubrick hefði orðið 74 ára í dag, en hann lést fyrir þremur árum. Kubrick er tvímælalaust einn merkasti leikstjóri kvikmynda-
sögunnar, þótt menn greini á um hversu veglegan sess hann skuli skipa þar.

Er íslenskt grænmeti betra?

íslenskir grænmetisbændur þyggja himinháar niðurgreiðslur. En á sama tíma auglýsa þeir að varan þeirra sé „betri“. Hvernig getur þetta tvennt farið saman?

Fjórir milljarðar á borðið

Rio Ferdinand varð í dag dýrasti leikmaður enskrar knattspyrnusögu er hann gekk til liðs við Manchester United frá Leeds. Rauðu djöflarnir reiddu af hendi rúmlega 30 milljónir sterlingspunda, um 4 milljarða króna, fyrir þennan rétt tvítuga varnarmann. Þetta eru miklir fjármunir og vafalítið finnst mörgum fremur takmörkuð vitglóra í þessu öllu saman.

Þetta eina sem útaf bar…

Fólk upplifir verslunarmannahelgar með mismunandi hætti. Sumir eru fullir tilhlökkunnar en aðrir svitna. Hversu langt á að ganga í forræðishyggju um hegðun fólks þessa helgi?

Mjór er mikils vísir

Síðustu daga hafa verslanir á höfuðborgarsvæðinu boðið hrefnukjöt til sölu. Það eru í sjálfu sér engin stórtíðindi, því hrefnukjöt hefur fengist í íslenskum verslunum af og til þegar hvalreki hefur orðið á strendur landsins, eða dýr festast í veiðarfærum. Það er miklu frekar tilkoma kjötsins sem er athyglisverð og í raun sannkallað fagnaðarefni.

Af dómum

Algengt er að fólk sé dregið í dilka eftir skoðunum. Það hefur í för með sér að einstaklingur verður að taka á sig skoðanir hópsins þótt hann sé ekki sammála nema hluta af þeim.

Bara réttlaust skemmtiefni?

Fyrstu helgina í júlí festi einhver á filmu ungt par í samförum í bifreið á landsmóti hestamanna. Myndasmiðurinn ákvað síðan að dreifa myndunum á netinu. Umræddar myndir ganga nú, sem eldur í sinu, á milli manna með tölvupósti. Deiglan fjallar um réttarstöðu myndasmiðsins og fórnarlambanna.

Hlaupagleði forsetans er ekki svo vitlaus

George W. Bush er mikið úti að skokka núna og vill fá Kanann til að hreyfa sig meira. Hann gæti svosem beitt áhrifum sínum á verri veg.

Iss, iss, kannabis

Bretar hafa ákveðið að slakað verulega á löggjöf varðandi kannabisefni í Bretlandi. Hér er sannarlega um mikla áherslubreytingu að ræða og spurning hvort þessar nýju áherslur hafi jákvæðar afleiðingar í för með sér í vímuefnamálum.

Niðurgreiðsla íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er sannkallað réttlætismál – eða hvað…?

Íbúar höfuðborgarinnar standa höllum fæti gagnvart landsbyggðarbúum þegar kemur að kaupum á húsnæði, og þetta sérstaklega við um ungt fólk sem er kaupa sína fyrstu eign. Oftar en ekki er um að ræða fólk sem fætt er og uppalið á höfuðborgarsvæðinu og vill hvergi annars staðar vera.

Henry Chinaski

Henry Chinaski var aðalsöguhetjan í þremur frægustu skáldsögum rithöfundarins Charles Bukowski. Deiglan ber saman höfundinn og sköpunarverkið sem voru báðir áfengissjúkir rithöfundar.