Bandarískur útvarpsþáttastjórnandi upplýsti þjóðina um það í gær að Nelson Mandela væri kommúnist og studdur af Sovétríkjunum.
Herfileg útreið bandaríska körfuboltalandsliðsins á nýafstöðnu heimsmeistaramóti kom flestum í opna skjöldu. En séu málin skoðuð ofan í kjölinn, kemur í ljós að hnignandi hugarfar bandarísku NBA-stjarnanna er að koma bandarískum körfubolta í koll.
Íþróttadeild Deiglunnar hefur fylgst grannt með keppni á opna bandaríska meistaramótinu í tennis síðustu dægrin. Hin holdmikla og kraftalega Serena Williams hefur algjörlega stolið senunni. Hún sigraði systur sína Venus í úrslitaleiknum með miklum yfirburðum – kannski of miklum…?
Launamunur kynjana er eilíft fréttaefni og nýleg könnun hefur verið talsvert til umfjöllunar. En tölfræði er vandmeðferðin og getur snúist við í höndum þeirra sem ekki kunna með að fara.
Ráðamenn þjóðarinnar hafa undanfarna daga skeggrætt um umhverfisvernd og hagvöxt. Sendinefnd Íslands hefur lagt ríka áherslu á endurnýtanlega orku en minni vilji virðist vera til að ræða um landbúnaðarmál og frelsi í viðskiptum.
Í Póllandi á andstaðan við aðild að Evrópusambandinu sér tvö andlit. Annað snýr út á við og skartar sínu fegursta frjálslyndi og hægristefnu, hitt snýr inn á við og er það öllu dekkra yfirlitum. Á pólska módelið eitthvað skylt við hin nýstofnuðu samtök Heimssýn?
Þeir sem halda að peningamokstur geti leyst vanda heilbrigðiskerfisins eru nokkurn vegin jafn glórulausir og maður sem er með slitin liðbönd og heldur að verkjalyf geti læknað hann.
Bandarískir hafnaboltaleikmenn eru ekki aðeins íþróttahetjur heldur líka verkfallshetjur á heimsmælikvarða. Þeir leggja reglulega niður vinnu til að þrýsta á um bætt kjör, en meðalsárslaun þeirra nema nú tæpum 2,5 milljónum bandaríkjadala.
Lokun deildar fyrir heilabilaða á Landsspítala – háskólasjúkrahúsi hefur valdið miklu fjaðrafoki. Þetta fjaðrafok er reyndar orðið árvisst og tengist jafnan vinnu við gerð fjárlaga.
London er ein dýrasta borg í heimi, og er húsnæðisverð þar margfalt hærra en í Reykjavík. Matvæli eru almennt þó ódýrari, en eins og pistill dagsins ber með sér, þá þarf að bera sig eftir björginni.
Í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 er enginn morgunfúll. En væri ekki áhugavert að fylgjast með morgunsjónvarpi þar sem þáttastjórnendurnir væru illa greiddir í æfingagalla, læsu blöðin í hljóði og drykkju kaffi – svona eins og venjulegt fólk að morgni dags?
Margar af skærustu íþróttastjörnum samtímans geta lítið sem ekkert í íþrótt sinni. Samt eru þær vinsældar, tekjuhæstar og frægastar. Skiptir ímyndin orðið meira máli en geta þegar íþróttir eru annars vegar?
Nýr Deiglupenni, Guðrún Pálína Ólafsdóttir, þreytir frumraun sína á Deiglunni í dag með pistli sem fjallar um samfélagslegt feimnismál; þunglyndi. Ritstjórn Deiglunnar býður Guðrúnu Pálínu velkomna í hópinn.
„Þetta landslið frá Andorra er án vafa það allra slakast sem þessi íþróttafréttamaður hefur augum barið.“ Taka má heilshugar undir þessi orð sem viðhöfð voru í kvöldfréttum sjónvarps í gær eftir leik Íslands og Andorra. Menn hljóta að spyrja sig um tilgang þess að spila svona leiki.
Það skýtur nokkuð skökku við að stofna heil samtök í þeim tilgangi að vekja umræðu um tiltekið mál, en leggjast síðan í dvala, þannig að hvorki heyrist hósti né stuna um málið. Stofnun Heimssýnar er til umfjöllunar á Deiglunni í dag.
Frjáls markaður í sjúkratryggingum myndi að öllum líkindum leiða til þess að allir fengu tryggingu sem hentar þeim verr en ef ríkið veitti öllum sömu tryggingavernd.
Á stuttum tíma hefur orðið ótrúlegur viðsnúningur í rekstri Íslandssíma. Hverjar skyldu ástæður þess vera, hvað hefur breyst hjá fyrirtækinu?
Loftsteinar þykja ekki meðal áhugaverðustu fyrirbrigða á sviði stjörnufræðinnar og hingað til hefur almenningi verið slétt sama um þessi fyrirbrigði. Undanfarið hafa þeir þó komist óvenjumikið í kastljós fjölmiðlanna og ástæða er til að velta því fyrir sér hvað veldur.
Þá hefur loksins litið dagsins ljós pólitískt afl sem staðsetur sig hægra megin við Sjálfstæðisflokkinnn.
Fjölmiðla grípa oft á lofti óstaðfestar tölur um fjölda látinna borgara eftir árásir. Sjaldgæfara er að þeir leiðrétti rangfærslur og birti réttar tölur þegar þær koma fram.