Kjarnorka á Íslandi

Varla líður sá dagur að ekki sé minnst á orkumál okkar Íslendinga í fjölmiðlum. Umræðan í þjóðfélaginu hefur verið lífleg enda skiptar skoðanir á því hvaða leiðir skuli fara að aukinni raforkuframleiðslu sem er eðlilegt enda um margar leiðir að velja. Menn hafa nálgast málið frá ýmsum áttum. Flestir fallast á að raforkuþörf okkar muni aukast á næstu árum en menn greinir á um hvað skuli gera til að mæta þeirri þörf. Fyrirhugaðar framkvæmdir hafa mætt mikilli andstöðu og skiptast menn í fylkingar verndunarsinna og virkjunarsinna. Kjarnorkuver sameina sjónarmið þessara fylkinga að einhverju leiti. Í ljósi þess er ræsing fyrsta kjarnaofnsins á Íslandi innan fáeinna ára ekki fráleit hugmynd.

Kosningavetur byrjar og víglínurnar markaðar

Kosningaveturinn hófst með líflegum sjónvarpsumræðum í Kastljósi í kvöld. Deiglan fer yfir þáttinn. Hverjir stóðu sig? Hverjir hefðu betur setið heima? Deiglan fer yfir málin og tekur frammistöðu foringjanna til skoðunar.

Tónninn gefinn fyrir kosningavetur

Deiglan spáir í spilin fyrir hólmgöngu flokksformannanna í Kastljósi í kvöld. Má búast við pólitísku sprengjuregni eða láta menn sér nægja staðbundnar skærur? Hvernig verða straumarnir milli Halldórs og Össurar – eða ætlar Össur að stinga undan Halldóri og hoppa upp í með Davíð? Deiglan gerir úttekt á því sem í vændum er og vegur og metur styrk stjórnmálaforingjanna sem takast á í kvöld.

Kappræður í kvöld

Í dag eru 42 ár frá því að úr því fékkst skorist að Kennedy var myndarlegri en Nixon (og svitnaði ekki eins mikið á efri vörinni). Í kvöld mætast formenn íslensku stjórnmálaflokkanna í Kastljósinu og takast á um málefni líðandi stundar.

Karfan í kreppu

Körfuknattleikur er ein vinsælasta íþrótt landsins. Þrátt fyrir þetta er hún í nokkrum vanda sem keppnisíþrótt eins og sannaðist nú um daginn þegar Þór frá Akureyri dró sig út úr Íslandsmótinu. Íþróttadeildin fjallar um stöðu körfuboltans á Íslandi.

Fullkomið fullveldi

Síðastliðinn föstudag kynnti George W. Bush, Bandaríkjaforseti, nýja herfræðikenningu stjórnar sinnar. Er hún þáttur í nýrri stefnu sem felur það meðal annars í sér að Bandaríkin taki í auknum mæli ákvarðanir án samráðs við önnur ríki og framkvæmi þær einhliða. Í þessari grein eru færð fyrir því rök að neikvæðar afleiðingar slíkrar stefnu verði meiri en þær jákvæðu.

Mál Þorfinns Ómarssonar

Mál Þorfinns Ómarssonar hefur verið í brennidepli upp á síðkastið í kjölfar álits nefndar sem fjallaði um réttmæti timabundinnar lausnar hans frá störfum. Deiglan fer ítarlega í gegnum álitið og gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð og niðurstöður nefndarinnar.

Vinsamlegast, einn gíróseðil í viðbót!

Innheimtuaðferðir ríkisins eru einstakar. Ekkert fyrirtæki eða stofnun tekur sér það bersaleyfi að senda launagreiðanda okkar reikninginn fyrir þeirri þjónustu eða vöru sem við kaupum. Ríkið ákveður hins vegar að senda reikninginn á launagreiðandann, þriðja aðila, og lætur hann sjá til þess að við greiðum svokallaða staðgreiðslu sem ríkið ákveður að sé sú álagning sem beri að draga af tekjum okkar.

Welch lækkar ellilífeyrinn

Eftir hrun á mörkuðum í Bandaríkjunum, og uppljóstrana um frumlegar bókhaldsvenjur ýmissa fyrirtækja, hefur trúverðugleiki hlutabréfamarkaða rýrnað. Nú beinist kastljósið að þóknunum stjórnenda sem eru víða ævintýralegar. Stemmningin á markaðinum er fremur grá – en naflaskoðun markaðarins í Bandaríkjunum gæti verið að skila árangri.

Af ríkjum

Yfirvofandi innrás í Írak hefur valdið blendnum viðbrögðum. Kenningar alþjóðastjórnmála geta að miklu leiti útskýrt deiluna enda er hún klassískt dæmi um baráttu ríkja fyrir ákveðnum skoðunum og gildum. Hver og einn verður að meta hvort vænlegra er að semja við Saddam eða að steypa honum af stóli með valdi.

Kaliningrad

Við austurströnd Eystrasalts liggur borgin Kaliningrad. Héraðið í kring var áður hluti Þýskalands en tilheyrir í dag Rússlandi. Samgöngur til og frá svæðinu eru nú í brennidepli deilna milli Rússlands og tveggja tilvonandi aðildarríkja ESB.

Stelpurnar okkar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar einhvern sinn mikilvægasta leik frá upphafi á sunnudag þegar liðið mætir Englendingum í Birmingham í síðari leik liðanna í umspili udankeppni HM.

Ánægjuleg vinstrivilla SUS

Sem betur fer virðist SUS eitthvað vera farið að linast í frjálshyggjunni. Nýjar ályktandir sambandsins frá því um síðustu helgi hefðu fyrir nokkrum árum þótt hin versta vinstrivilla.

Þreytandi formúla þetta árið

Enn og aftur unnu Ferrari menn sigur í Formúlu 1 kappakstrinum um síðustu helgi. Rubens Barrichello kom fyrstur í mark og félagi hans, Mikael Schumacher, varð annar. Nokkuð er síðan Schumacher tryggði sér heimsmeistartitil ökuþóra og Ferrari-liðið hefur það mikla yfirburði í keppni bílasmiða að það er með 100 stigum meira en BMW-Williams liðið sem er í öðru sæti.

Jörð kallar Höllustaði

Félagsmálaráðherra kom nýverið á óvart í umræðu um leigumarkaðinn. Var Páll úti á þekju, var hann að bjóða Höllustaði til leigu, eða var þetta útsmogið plott til að tala niður leiguverð?

Ósongatið gleymda

Síðasta mánudag voru liðin 15 ár síðan Montreal bókunin, sem fjallar um losun klórflúorkolefna, var samþykkt. Markmið bókunarinnar var að takast á við ósongatið yfir suðurskautslandinu. Þetta óvenjulega fyrirbrigði var vinsælt umfjöllunarefni fyrir nokkrum árum, en nú er lítið um það fjallað.

Íslenska leyniþjónustan

Nýlega var fjallað um stofnun íslenskrar leyniþjónustu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Þessar hugmyndir eru áhugaverðar en að ýmsu þarf að hyggja ef veita á stjórnvöldum slíkt vald.

Deiglan í andlitslyftingu

Eins og glöggir lesendur Deiglunnar taka eflaust eftir, hefur Deiglan gengið í gegnum lítilsháttar útlits- og skipulagsbreytingar. Markmiðið með breytingunum er auðvelda hinu stóra og trygga lesendahópi Deiglunnar enn frekar aðgang að því efni sem hér að finna.

Að skilja Ríkið (og Kirkju)

Þegar ungur frjálslyndur maður ræðir við fólk í sínu nánasta umhverfi kemst hann ekki hjá því að velta því fyrir sér hvert allir þeir sem stjórna gangi ríkisins sækja sitt fylgi.

Aðferðir einkavæðingarnefndar

Á undanförndum dögum hefur einkavæðingarnefnd og ráðherranefnd um einkavæðingu verið gagnrýnd harðlega vegna þess hvernig staðið var að vali á væntanlegum kaupanda að hlut ríkisins í Landsbankanum. Nefndin getur sjálfum sér um kennt.