Bandaríkjamenn vilja aukin ríkisafskipti

Bandaríkjamenn virðast um þessar mundir vilja heldur sjá meiri ríkisafskipti en minni. Repúblikanar virðast ætla að sinna þessari þörf fremur en að halda sig við þann málflutning sem venjulega einkennir flokkinn og gætu uppskorið ríkulega þegar þjóðin gengur að kjörborðinu innan skamms til þess að kjósa nýja menn á þing.

Klárum dæmið og ekkert helv… væl!

Ástæða er til að hvetja knattspyrnuáhugamenn til að mæta á völlinn næstkomandi laugardag og sjá íslenska landsliðið í knattspyrnu taka fyrsta skrefið í átt að sæti á úrslitakeppni EM 2004. Skotar hafa aldrei verið jafn auðveld bráð og nú er bara að klára dæmið…

Gamalt vín á nýjum belgjum

Utanríkisstefna stjórnvalda í Bandaríkjunum hefur verið mjög í deiglunni síðustu misseri. Örn Arnarson, sem er í framhaldsnámi í alþjóðastjórnmálum og hagfræði við School of Advanced International Studies í Bandaríkjunum, fjallar ítarlega um þessi mál í sérstökum gestapistli hér á Deiglunni.

Hvað þarf Seðlabankastjóri að hafa til brunns að bera?

Fæstir gera sér grein fyrir því hversu frábrugðið starf Seðlabankastjóra er flestum öðrum störfum innan ríkisins. Margir telja ekkert athugavert við það að í stöðu Seðlabankastjóra veljist sams konar fólk og velst í forstjórastöður ríkisstofnana. Þetta er hinn mesti misskilningur.

Endalaust vesen

Danir kenndu okkur að meta síld og svínakjöt og forðuðu handritunum undan glorsoltinni alþýðunni sem vildi sjóða þau í kæfu. Þeir kenndu Íslendingum einnig lexíu um hið rétta eðli ríkisbáknsins, en danska orðið „væsen” þýðir einmitt „stofnun” eða „stjórnvald”.

Peningar skattborgaranna

Ríkið, ríkissjóður og fjármunir hins opinbera. Í hugum flestra ná þessi orð yfir mikinn sjóð peninga sem erfitt er að henda reiður á. Orðin hafa nokkurn veginn sjálfstæða merkingu og halda mætti að auður ríkissins væri ekki í neinum tengslum við peninga skattborgaranna – því miður. Pistlahöfundur er þeirrar skoðunar að þessi orð séu óheppileg og gefi ekki skýra mynd af því hvaðan fjármunir stjórnkerfisins koma. Nær væri að tala um „peninga skattborgaranna”.

Nafngreining sakborninga í fjölmiðlum

Tjáningarfrelsið er ákaflega mikilvægur réttur í opnu og frjálsu þjóðfélagi og raunar grunnur allra annarra réttinda sem lýðræðisþjóðfélög byggast á. Öllu frelsi fylgir hins vegar mikil ábyrgð og mikilvægt er að fjölmiðlar hafi dómgreind til þess að höndla það frelsi sem þeir hafa og því valdi sem því fylgir.

Vel heppnuð þjóðernishreinsun

Ófriður og átök eru áberandi í sögu mannkyns og er þá nánast sama til hvaða tímabils litið er. Ýmsir velta þvi fyrir sér hvort ástandið er að batna eða versna og sýnist sitt hverjum í því efni. Hvernig sem því er háttað, bendir ýmislegt til að ófriðarbálið hafi kviknað fyrr en virðist í fyrstu.

Hvernig hefði Truman farið að?

Eftir góða spretti í kjölfar hryðjuverkaárásanna í fyrra er alþjóðastefna Bush-stjórnarinnar komin í nokkrar ógöngur. Leiðina út úr þeim ógöngum gæti verið að finna á bókasafni Hvíta hússins, í stjórnarháttum forvera Bush, Harry S. Trumans.

Á degi þýskrar einingar

Í gær, 3. október, var þjóðhátíðardagur Þýskalands. Af því tilefni skrifar Pawel Bartoszek, ritari Deiglunnar í Þýskalandi, sérstakan hátíðarpistil. Einnig verður skyggnst austur yfir landamærin til Póllands þar sem eiga sér stað engu minni breytingar.

Stærsta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar

Auðlindir hafsins eru tilverugrundvöllur íslensku þjóðarinnar. Hvað gerist ef þessi auðlind verður skyndilega einskis virði? Í dægurþrasi stjórnmálanna, þar sem örfoka land í óbyggðum og tilvera Ríkisútvarpsins skipa stóran sess, fara menn gjarnan á mis við þau mál sem varða mesta hagsmuni okkar Íslendinga.

Vinstri stjórn í vor?

Á landsfundi Ungra vinstrigrænna (Uvg) sem nýlega var haldinn var samþykkt sú ályktun að skora á flokk þeirra að hafna samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar næsta vor og beita sér fyrir því að vinstristjórn komist við völd. Rök fyrir þessari ályktun má um margt gagnrýna

Ótrúlega mjúk lending

Af nýjustu hagvísum að dæma er íslenska hagkerfið komið í jafnvægi. En þrátt fyrir að þenslan sé horfin gerir fjárlagafrumvarp næsta árs ráð fyrir 11 milljarða króna afgangi á sama tíma og skattar eru lækkaðir. Þetta verður að teljast góður árangur.

Þrjár sakfellingar og úr leik

Síbrotamenn hafa verið til umfjöllunar upp á síðkastið. Þolinmæði flestra er á þrotum og aðgerða er krafist hið snarasta. Finna verður lausn á vandanum því að núverandi ástand er ekki líðandi. Dómskerfið verður að geta mætt því með viðeigandi úrræðum – annað er óásættanlegt.

Pólitísk diskókeila

Í dag er Alþingi sett í 128. sinn. Þinghaldið mun einkennast nokkuð af því að kosið verður í vor. Gamlir þingmenn poppa sig upp og reyna að ganga í augun á nýjum kjósendum og þeir yngri kanna sóknarfæri til að auka málefnalega vigt sína.

Nýr Verkamannaflokkur með gamaldags kreddur

Flokksþing breska Verkamannaflokksins stendur nú yfir í Blackpool á Englandi. Tvö stór mál voru rædd á þinginu í gær: einkafjármögnun í velferðarkerfinu og stríð á hendur Írak. Þingið gaf grænt ljóst á hertar aðgerðir gegn Írak en flokksmenn voru ekki jafnhrifnir af hugmyndum Tony Blair um að láta einkaaðila um byggingu og rekstur skóla og sjúkrahúsa. Hefur Verkamannaflokkurinn með Tony Blair í brúnni virkilega færst nær nútímanum eða er hann jafnúldinn og hann hefur alltaf verið?

Óþarfur ótti

Í nýrri könnun Gallup kemur fram að 40% Íslendinga hafi jákvætt viðhorft til fjölgunar útlendinga en um þriðjungur neikvætt. Neikvæðasta afstöðu hefur fólk á „besta aldri“ en af fólki á aldrinum 45 -54 ára hefur einungis rúmur fjórðungur jákvætt viðhorf til fjölgunar útlendinga. Þetta eru niðurstöður sem vekja nokkrar áhyggjur.

Virðing fyrir opinberum fjármunum

Prófið að hætta að skila skattskýrslum. Innan skamms munið þið komast að því að ríkið er ekki mjög hrifið af slíkum uppátækjum og fljótlega verðið þig komin inn á skrifstofu sýslumanns með grátstafinn í kverkunum til að koma í veg fyrir að ríkið hirði allar eigur ykkar. Ríkið sækir sitt til skattgreiðenda – sama hvað á bjátar. Skattgreiðendur hljóta því að eiga eðlilega heimtingu á að meðferð skattfjár sé með sæmilegum hætti – eða hvað?

Yfirtaka áfrýjunardómstólanna

Demókratar í Bandaríkjunum óttast nú mjög yfirtöku hinna íhaldssamari afla á einu mikilvægasta dómsstigi Bandaríkjanna, áfrýjunardómstólunum.

Greiðsluaðferðir í heilbrigðisþjónustu

Á undanförnum vikum hefur mikið verið talað um nauðsyn þess að veita auknu fé til heilbrigðisþjónustu. Sumir hafa lagt til að skattar verði hækkaðir í þeim tilgangi. Lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins felst hins vegar ekki í því að ausa meira fé í núverandi kerfi. Lausnin felst í því að breyta kerfinu þannig að það nýti fjármuni betur. Upptaka DRG greiðslukerfis væri stórt skref í þá átt.