Undanfarin misseri hafa málefni Fréttablaðsins verið talsvert til umfjöllunar. Blaðið skipti um eigendur í júlí síðastliðnum, en sú stefna aðstandenda blaðsins, að upplýsa ekki um hverjir hinir nýju eigendur eru, hefur verið nokkuð umdeild. Er eðlilegt að gefa ekkert upp um eignarhald, jafnvel þó að hagsmunir kunni að skarast?
Nýlega samþykkti Alþingi lög sem skylda þá útlendinga sem sækja hér um dvalarleyfi til að sitja íslenskunámskeið. Hér er rætt um galla við þessa hugmynd og bent á aðra lausn sem er vænlegri til þess að ná þeim markmiðum sem upphafsmenn reglugerðarinnar hafa sett sér.
Ungir sjálfstæðismenn ætla sér greinilega stóra hluti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður eftr rúman mánuð. Mikil spenna og óvissa ríkir en framboðsfrestur rennur út kl. 17 í dag.
Um helgina gengu Írar til kosninga um Nice sáttmála Evrópusambandsins. Í kosningabaráttunni mæltu allir stóru stjórnmálaflokkarnir með samþykki samningsins, en í stað hefðbundinna kosningaloforða um betri tíð með blóm í haga var lögð áhersla á að Írar bæru siðferðislega skyldu til að samþykkja samninginn. Þetta er athyglisverð nýbreytni í kosningabaráttu.
Samkvæmt könnun DV eru 24,7% landsmanna andvígir varanlegri búsetu litaðra einstaklinga á Íslandi. Eigum við að þegja um slíkar skoðanir eða ræða þær? Taka fordómafullir einstaklingar yfirleitt einhverjum rökum?
Þótt Naomi Campbell hafi það að atvinnu að láta taka og birta af sér ljósmyndir þá líkaði henni illa þegar ljósmyndari dagblaðs tók mynd af henni á leið af fundi eiturlyfjafíkla. Mál hennar er ágætt dæmi um það hversu erfitt getur verið að draga mörkin milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs.
Um helgina bárust þau gleðilegu tíðindi að einkavæðing Landsbankans sé um það bil í höfn. Næsta skref í einkavæðingaráformum ríkisstjórnarinnar er að klára sölu á Búnaðarbankanum. Ljóst er að brotthvarf ríkisvaldsins úr rekstri viðskiptabanka er í senn einhver stærsta og gleðilegasta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskum stjórnmálum.
Vinstrimenn hafa alltaf haft óbeit á arði fjármagnseigenda. Upp á síðkastið virðast ein af aðal rökum þeirra gegn einkarekstri vera að hann dragi úr slíkum arði. En það er að mestu misskilningur.
Enginn lýðræðislega kjörinn leiðtogi hefur hlotið viðlíka kosningu og Saddam Hussein hlaut í forsetakosningum í Írak í síðustu viku. Það er því ljóst að stjórnmálamenn geta lært ýmislegt af þessum sigursæla foringja. Kosningasigur hans sýnir einnig fram á að nýstárlegar lýðræðisaðferðir geti hentað vel við ákveðnar aðstæður – en það er auðvitað nokkuð sem ekki þarf að segja últralýðræðissinnum í Samfylkingunni sem um þessar mundir standa fyrir póstkosningu um stefnu flokksins í Evrópumálum.
Umboðsmenn alþýðunnar fara mikinn á ársfundi Starfsgreinasambandsins, berja sér á brjóst og fjölmiðlar enduróma básúnusöng um ójöfnuðinn í landinu. Það fer ekki á milli mála að kosningavetur er genginn í garð.
Utanríkisráðherra Breta talar um „þegna Evrópusambandsins“ í blaðagrein í Economist þar sem hann lýsir m.a. yfir stuðningi við hugmyndir um grundvallarbreytingu á embætti forseta Evrópska Ráðsins. Ljóst er að mestu áhrifavaldar Evrópu setja stefnuna á aukinn samruna og leita sér nú fordæmis í Bandaríkjunum til að auka samkenndina innan Evrópusambandsins.
,,Morgunhanarnir Jóhanna og Þórhallur keppast við að vekja landann með áhugaverðum umræðum og fjölbreyttu efni alla virka morgna“ – þetta er þau orð sem viðhöfð eru til að lýsa morgunþættinum Íslandi í bítið á Stöð 2. Ekki er hægt að segja að þessi lýsing eigi við um viðtal morgunhananna við Jóhannes Jónsson, oft kenndan við Bónus, í gærmorgun.
Þótt margir hafi skrifað um ástæður að baki hryðjuverkunum 11. september gera það fáir af meiri innlifun en Thomas L. Friedman dálkahöfundur The New York Times. Bók hans Longitudes and Attitudes er að mörgu leiti óvenjuleg.
Um þessar mundir stendur yfir ráðstefna á Kúbu af því tilefni að fjörutíu ár eru liðin frá hinni svokölluðu Kúbudeilu. Ljóst er af skjölum og upplýsingum, sem nú fyrst hafa komið fyrir augu almennings, að heimurinn stóð mun nær barmi hengiflugsins þessa örlagaríku daga árið 1962 en áður var talið.
Mjólk er ef til vill ekki jafn holl og okkur er talin trú um í auglýsingaherferðum mjólkuriðnaðarins. Margar rannsóknir benda til þess að mjólk sé ekki töfralausn á beinþynningu eins og gjarnan er haldið fram í endalausum auglýsingaherferðum mjólkuriðnaðarins.
Farsæl niðurstaða hefur fengist í hvalveiðimál Íslendinga eftir staðfasta málafylgju íslenskra stjórnvalda síðustu ár og misseri. Hvalveiðar Íslendinga sem þátttakenda í alþjóðlegu samstarfi eru handan við hornið.
Oft er talað um nauðsyn þess að ríkið „hemji“ hinn frjálsa markað til að hindra að hvers kyns ómagahópar verði undir. Settar eru reglugerðir til að koma í veg fyrir að fyrirtækin komi illa fram við þá sem, að mati hinna hugulsömu stjórnmálamanna, eiga það ekki skilið. Hér er því lýst hvernig ein slík tilraun hefur bitnað á þýskum stúdentum.
Glanstímaritið Séð og heyrt, sem hefur einkunnarorðin „Gerum lífið skemmtilegra“, birti umfjöllun í síðustu viku um þjóðþekkttan álitsgjafa í sjónvarpi sem á að hafa verið kærður fyrir nauðgun. Á Deiglunni í dag er fjallað um þessa framsetningu og vinnubrögð hjá tímaritinu.
Útlit er fyrir að heimastjórn N-Írlands verði tímabundið svipt völdum á mánudag. Í þessum pistli er þeirri spurningu velt upp hvort sú ákvörðun sé skynsamleg og hvort ekki megi fara nýjar leiðir til lausnar vanda héraðsins.
Síðastliðin laugardag fóru fram þingkosningar í Lettlandi og bar flokkur hins 41 árs gamla frjálshyggjumanns, Einar Repse, sigur úr býtum. Þrátt fyrir að stjórnarskipti hafi verið tíð í Lettlandi síðan 1993 þá má þó segja að ákveðin stjórnfesta hafi verið ríkjandi því stefna hinna mörgu ríkisstjórna hefur í meginatriðum verið svipuð.