Sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Vinstrisveifla og óbreyttur mannskapur hjá Samfylkingunni í Reykjavík opnar mikla sóknarmöguleika fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi þingkosningum. Formaður Samfylkingarinar fer sem fyrr hamförum í heilaspuna þegar hann túlkar niðurstöðu prófkjörsins.

Grafarþögn úr geimnum

Næstu helgi er 27 ára afmæli fyrstu og einu skilaboðanna sem beint hefur verið sérstaklega að lífverum á öðrum hnöttum. Þessi skilaboð (sem sjást á meðfylgjandi mynd) virðast þó ekki hafa vakið mikla athygli meðal geimbúa. Ekkert svar hefur borist við skilaboðunum og raunar hefur ekki heyrst svo mikið sem stuna frá vitsmunalífi í geimnum allan þennan tíma.

Rangláti ritdómarinn

Úlfhildur Dagsdóttir er ekki par hrifin af nýjustu bók Mikaels Torfasonar. Og sennilega er hún ekki sérlega hrifin af Mikael sjálfum – a.m.k. er víst að Mikael er ekki hrifinn af Úlfhildi og hefur ekki farið dult með þá skoðun sína að Úlfhildur sé „vitleysingur og kjáni.“ Það er mikill hasar í bókmenntaheiminum.

Íhaldsemi og vinstri sveifla hjá Samfylkingunni

Nú hafa niðurstöður borist í þremur af fimm prófkjörum gærdagsins og af niðurstöðum þeirra virðist mega draga þá ályktun að tregðulögmálið í íslenskri pólitík sé enn í fullu gildi. Úrslitin í þessum þremur prófkjörum eru öll á þann veg að núverandi alþingismenn raða sér í efstu sæti listanna og nýja fólkið á litla möguleika. Þetta er ekki síst áhugavert í ljósi þess að 61 af 63 sitjandi þingmanna ætlar að freista þess að ná endurkjöri.

Aulagreiði fulltrúans

Síðastliðin miðvikudag birtist hér á Deiglunni pistill um hugmyndir Rósu Erlingsdóttur, jafnréttisfulltrúa Háskólans, sem lúta að því að draga úr stærðfræðikröfum í verkfræði- og raunvísindadeildum Háskóla Íslands, í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi stúlkna að náminu. Í hádeginu í gær var haldnin fundur að frumkvæði nokkra verkfræðinema vegna þessara ummæla og var nokkur hiti í mönnum, en þó sérstaklega í konum.

Bush hefur tögl og hagldir

Nú í vikunni fóru fram kosningar í Bandaríkjunum. Ekki hefur verið fjallað ítarlega um þessar kosningar í alþjóðlegum fjölmiðlum, enda ekki kosið um embætti forseta að þessu sinni heldur einungis þingsæti og fylkisstjórastöður. Kosið var um öll sætin í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 34 af 100 sætum í Öldungadeildinni. Niðurstaðan gæti hafa fært Repúblikanaflokk Bush tögl og hagldir í bandarískum þjóðmálum.

Hátt matvöruverð er ekki náttúrulögmál

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um hátt matvælaverð á Íslandi. Þetta er málefni sem snertir okkur öll og mikilvægt að fólk geri sér sem besta grein fyrir því hvaða ástæður kunni að liggja þar að baki – og hvað sé hægt að gera til úrbóta.

Villandi málflutningur Stöðvar 2 um skattamál

Einungis fimm ríki innan OECD bera minni skatta en Íslendingar. Ríkisstjórnin hefur ítrekað lækkað skattprósentur á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta heldur Stöð 2 því fram að skattar hafi hækkað. Það er merkileg niðurstaða!

Skammtatölvur

Í dag byggja tölvur á sömu hugmyndum og fyrir um 50 árum. Afkastageta tölva hefur aukist mikið en þær hafa ekki breyst í grundvallaratriðum síðan þá. Skammtatölvur sem byggja á skammtafræðilegum eiginleikum er ný byltingarkennd hugmynd. Nýlega tókst að búa til skammtatölvu og hafa margar uppgötvanir fylgt í kjölfarið.

Stelpustærðfræði

Hugmyndir eru uppi um að draga úr kröfum í raunvísindanámi til að það henti stúlkum frekar. Sumir telja slíkar hugmyndir vera niðurlægjandi fyrir konur. Væri þá ekki sambærileg hugmynd að skylda stúdínur í hjúkrunarfræði og hugvísindagreinum til að klæðast efnislitlum skólabúningum til að auka hlutfall karla í slíku námi?

Að kjósa ekki

Alltaf eru til stjórnmálamenn sem vita upp á hár hvað þeir sem mættu ekki á kjörstað voru að hugsa og hvernig þeir hefðu annars kosið. Þessir stjórnmálamenn tilheyra ekki neinum sérstökum flokkum en eiga það allir sameiginlegt að hafa orðið undir í kosningum.

Breytingar á Morgunblaðinu

Það er vafalaust ekki þrautalaust hjá ritstjórn Morgunblaðsins að hrófla við uppsetningu blaðsins og víst er að margir lesendur bregðast ókvæða við í hvert sinn sem smávægileg breyting er gerð á Morgunblaðinu. Síðustu breytingar á Morgunblaðinu munu vafalaust efla blaðið til langframa.

Nóbelsverðlaun í hagfræði

Nóbelsverðlaunin í hagfræði voru í ár veitt annars vegar fyrir kenningar um „órökrétta” hegðun fólks og hins vegar fyrir tilraunahagfræði. Bæði þessi svið eru enn á jaðri þess sem telst vera góð og gild hagfræði. En líklega munu verðlaunin hjálpa til við að þagga niður í þeim sem enn telja að hagfræði eigi einungis að fjalla um hegðun hins fullkomna homo economicus.

Stefna ber að auknum einkarekstri í heilbrigðisgeiranum

Helsti ókostur núverandi heilbrigðiskerfis er hversu óhagkvæmt það er. Til þess að unnt verði að auka hagkvæmni heilbrigðiskerfisins svo einhverju nemur er nauðsynlegt að ráðist verði í tvær kerfisbreytingar: upptöku DRG greiðslukerfi og einkavæðingu heilbrigðisstofnana.

Undarleg röksemdafærsla

Í heilsíðuviðtali í Stúdentablaðinu ræða forystumenn Röskvu um nýja stöðu sína sem minnihluti í Stúdentaráði og bjóða lesendum upp á mjög furðulega réttlætingu á slælegri rekstrarstöðu ráðsins á meðan Röskva var við stjórnartaumana.

Fáránlegt vetrarfrí í grunnskólum

Hvaða vit er í því að stytta sumarfrí íslenskra skólabarna til þess eins að hafa þau á lausagangi yfir dimma og kalda vetrarmánuðina þegar fæstir foreldrar eiga þess kost að fá frí frá vinnu?

Gæti ég fengið hjartalaga agúrku?

Framfarir í erfðatækni hafa valdið mikilli byltingu í matvælaframleiðslu í heiminum. Í Bandaríkjunum er mjög notast við slíkar aðferðir til þess að auka framleiðsluhraða og bæta gæði afurðanna og í Evrópu nota bændur erfðabreytt ensím í ostframleiðslu og víngerð. Þrátt fyrir að tæknin sé notuð í Evrópu er Evrópubúum mörgum mjög í nöp við erfðabreytt matvæli.

Uppgangur útlendingahaturs

Greinilegt er að útlendingahatur og kynþáttafordómar eru meira áberandi í íslensku samfélagi heldur en flest okkar grunaði. Deiglan hefur oftsinnis fjallað um þessi málefni og m.a. gagnrýnt lagasetningu Alþingis sem virðist geta stuðlað að auknum fordómum í samfélaginu.

Réttlætanlegur fórnarkostnaður?

Yfirvöld í Kreml kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að beitingu vopnavalds og þar á bæ hafa menn látið fá tækifæri úr höndum sér renna til að láta byssurnar tala. Heimsveldi Sovétríkjanna á tímum Kalda stríðsins var grundvallað á vopnavaldi, bæði hótun um beitingu þess og oftar en ekki framkvæmd slíkrar hótunar.

Við erum frjáls

Í gærkvöld frumsýndi Borgarleikhúsið leikritið Sölumaður deyr, e. Death of a Salesman, eftir Arthur Miller. Þar er á ferðinni einstök leikhúsupplifun enda eitt besta verk sem skrifað hefur verið.