Fullveldi þjóðarinnar

Í dag fagna landsmenn fullveldisdegi þjóðarinnar. Að vísu hverfur dagurinn oft í skammdeginu og jólaundirbúningnum og í gegnum árin hefur það einkum verið fyrir tilstuðlan stúdenta Háskóla Íslands að dagsins er minnst. Það er ef til vill við hæfi miðað við sjálfan fullveldisdaginn 1918.

John Rawls

John Rawls, merkasti stjórnmálaheimspekingur 20. aldarinnar, lést síðastliðinn sunnudag. Hugmyndir Rawls um val á samfélagsgerð í frumástandi þar sem einstaklingar eru bak við slæðu þekkingarleysis mörkuðu straumhvörf í stjórnmálaheimspeki á síðustu öld.

Kínverjar og Internetið

Einhver helsta von okkar til þess að frelsi í harðstjórnarríkjum aukist er almenn uppfræðsla og aukinn samtakamáttur almennings. Internetið er því sennilega einhver sú skæðasta ógn sem steðjar að kínverskum stjórnvöldum – en í öllum ógnunum felast tækifæri og kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að nýta sér möguleika upplýsingatækninnar til þess að auka enn eftirlit með þegnum sínum.

Flóttinn til vinstri

Þann fjórtánda þessa mánaðar kusu þingmenn Demókrata í bandarísku fulltrúadeildinni Nancy Pelosi í embætti leiðtoga þingflokksins. Samhliða því hafa forystumenn flokksins lýst því yfir að hann þurfi að færa sig lengra til vinstri. Hér er þeirri spurningu velt upp hvort stefnubreytingin sé Demókrötum til góðs eða ills.

Niðurstaða prófkjörs

Afdráttarlaus stuðningur við formann og varaformann auk töluverðrar endurnýjunar eru stóru tíðindin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Líklegt er að lítið verði hróflað við þessari niðurstöðu

Erlent vinnuafl

Alls staðar þar sem atvinnuleysi er mælanlegt virðist sú della dúkka upp meðal fólks að útlendingar séu að taka vinnu af hinum innfæddu. Ýmislegt má gera þegar viðmælandinn heldur fram slíkri vitleysu. Til dæmis má kalla hann rasista eða henda fram fullyrðingu á borð við: „Þetta fólk er að vinna störfin sem Íslendingar vilja ekki vinna“. Það eru hins vegar til betri leiðir til að svara þjóðernisinnum öðruvísi en að gera Íslendinga að letihaugum og nýbúana að píslarvottum sem vinna skítverkin.

Leikskólalógík fyrir fjöldamorðum

Skálmöldin fyrir botni Miðjarðarhafs heldur áfram sem aldrei fyrr og einkennist baráttan á milli Ísraels og hryðjuverkamannanna af grimmdarverkum á báða bóga. Á Deiglunni í dag er fjallað um það hvort stríðandi aðilar beri ekki sjálfir ábyrgð á eigin grimmdarverkum sem bitna einna helst á saklausum borgurum í Ísrael og Palestínu.

Ambúlantrannsóknir, Skógarhlíðin og fleira

Nánast undantekningalaust á haustþingi er lagt fram frumvarp til fjáraukalaga til að mæta ófyrirséðum eða vanáætluðum kostnaði ríkisins á yfirstandandi fjárlagaári. En hvað er það sem Alþingi er að senda skattborgurum landsins bakreikninga fyrir? Ýmislegt vakti í það minnsta forvitni greinarhöfundar við lestur þingskjals nr. 449 um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2002.

Réttlæti fyrir börn

Glæpir gegn börnum vekja ávallt óhug á meðal fólks og er því sorglegt hveru oft okkur berast fréttir af þeim. Andstyggilegast er að heyra af kynferðisglæpum gagnvart börnum, en undrun þykir sæta sú léttvæga refsing sem brotamenn hljóta.

Deiglupenna í 8. sæti

Einn Deiglupenna, Soffía Kristín Þórðardóttir, er á meðal frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þó Soffía sé yngst þeirra sem gefa kost á sér býr hún yfir margvíslegri reynslu. Hún óskar eftir stuðningi sjálfstæðismanna í 8. sæti að framboðslista flokksins í vor.

Enginn happdrættisvinningur

Svo virðist sem ýmsir hafi fengið þá flugu í höfuðið að íslenska ríkinu hafi við sölu Landsbankans og Búnaðarbankans skyndilega áskotnast miklir fjármunir sem líkja mætti við hagnað. Og það sem verra er, að hinum sömu þykir sjálfsagt að „hagnaðurinn“ verði sjálkrafa viðbótarútgjöld ríkissjóðs.

Maígabb

Dagsetning stækkunar Evrópusambandsins til austurs veldur vonbrigðum. Ekki nóg að henni sé frestað um fjóra mánuði heldur er tímasetningin, 1.maí, hæpinn hátíðardagur fyrir þjóðir sem hafa nýlega brotið af sér hlekki kommúnismans.

Fórnarlömb hverra?

Nú þegar rúm tvö ár eru liðin frá því að uppreisn Palestínumanna, Intifada, hófst liggja hundruð manna í valnum, aðstæður palestínskra borgara eru nánast óbærilegar og varanlegur friður virðist fjarlægur draumur. Hverjir bera ábyrgð á því hvernig málum er háttað?

Friðhelgi einkalífsins er ógnað

Það þarf enginn að velkjast í vafa um að rétti okkar til friðhelgis einkalífs er ógnað. Sífellt fleiri staðir eru vaktaðir af myndavélum og flest skiljum við eftir ítarlega slóð um hegðunarmynstur okkar með notkun rafrænna greiðslumiðla. Engin skyldi vanmeta þá hættu sem í þessu felst.

Lærdómur úr Norðvesturkjördæmi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fór fram fyrir rúmri viku. Ljóst var frá upphafi að sá slagur yrði harður og höfðu margir á orði að hvernig sem færi þá yrðu úrslitin söguleg. Og söguleg urðu þau.

Nýir leiðtogar í Kína

Í síðustu viku urðu kynslóðaskipti í helstu valdastofnunum kínverska kommúnistaflokksins. Þriðja kynslóðin vék fyrir þeirri fjórðu. Leiðtogi fjórðu kynslóðarinnar heitir Hu Jintao.

Tollabandalagið sýnir klærnar

Samkvæmt fréttum útvarpsins í dag er útlit fyrir að Evrópusambandið hafi í hyggju að beita þvingunum til þess að EFTA löndin sætti sig við kostnað vegna stækkunar ESB. Því miður virðst fríverslunarhugsjónin ekki lengur vera lykilatriði í hugmyndafræði Evrópusambandsins.

Loksins, loksins

Þrátt fyrir að Saddam Hussein hafi fallist á að gangast við skilmálum ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit eru enn blikur á lofti. Framhaldið ræðst væntanlega á næstu vikum.

Heimavarnarráðuneyti verður til

Eftir kosningasigur Repúblikana í Bandaríkjunum virðist sem ekkert standi í veginum hjá Bush forseta með að koma stefnumálum sínum í gegn. Nú virðist hafa náðst næg samstaða í Öldungadeildinni til þess að hrinda hinu umdeilda frumvarpi um Heimvararnarráðuneytið (Department of Homeland Security) í gegn.

Sjálfsvarnarúðar

Umræðan sem átt hefur sér stað í Danmörku um lögleiðingu sjálfsvarnarúða á alveg jafn brýnt erindi hér á Íslandi, ef ekki brýnna. Hér eru ofbeldisfullir glæpamenn látnir ráfa um götur landsins í leit að næsta fórnarlambi. Ástandið er mjög slæmt í þessum efnum og möguleikar fólks til að verjast eru afskaplega takmarkaðir.