Forsetar í stríði

Martin Sheen hefur gert garðinn frægan með hlutverki sínu sem forseti Bandaríkjanna í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Vesturálmunni (The West Wing) sem hefur verið til sýningar hér á landi. Það er óhætt að segja að það er ótal margt líkt með Josuha Jed Bartley, sem ræður ráðum og ríkjum í Vesturálmunni og hinum raunverulega forseta Bandaríkjanna, George W. Bush. En það er einkum það sem er ólíkt með þeim tveimur sem er á hvers manns orði vestra í dag.

Land hinna ófrjálsu

Bandaríkjamönnum er einkar annt um frelsi sitt og atriði sem Evrópubúum þykja sjálfsögð, svo sem gæslumyndavélar á opinberum stöðum, valda miklu fjaðrafoki. Þjóðsöngur Bandaríkjanna endar á yfirlýsingu um að Bandaríkin séu land hinna frjálsu. Það skýtur því skökku við að í Bandaríkjunum sé stærri hluti þjóðarinnar á bak við lás og slá en í nokkru öðru ríki í heiminum, og hefur föngum fjölgað ört síðustu 20 ár. Stærsti hluti þessa þjóðfélagshóps er dökkur á hörund.

Stríðsástandið í Póllandi

Í dag er liðið 21 ár frá því að lýst var yfir stríðsástandi í Póllandi. Eftir margra mánaða verkfallaöldu tók herinn völdin til að „koma á reglu í landinu“. Á þessum degi er rétt að staldra við og velta fyrir sér sögulegu mikilvægi þessa atburðar.

Æ sér gjöf til gjalda…

Nú eru jólin í nánd (alla vega skv IKEA). Er því vert að athuga hvað í því felst. Sumir hlutir eru ómissandi; skata og Bubbi á Þorlák, laufabrauðs/piparköku/whateva- gerð, kirkjuferð (sú eina á árinu eins og vanalega), helst í Hallgrímskirkju (Hörður Áskelsson rokkar) og eyða morðfjár í gjafir.

Hví umberum við útvarpsráð?

Í gær var fluttur lokaþáttur nýs íslensks framhaldsleikrits. Eins og í allrabestu Hollywoodsögum endaði allt vel eins og allir bjuggust við, þótt spennandi lokakaflinn hafi gefið vísbendingar um annað. Gagnrýnendur fóru mikinn um verkið og er ljóst að sumir þeirra þurfa þvo á sér munninn með sápu. Einnig mættu sumir leikara í aukahlutverkum finna sér annað að gera.

11/12

Sönn vinátta er eitt það dýrmætasta sem nokkur maður getur eignast í lífinu. Vináttan er höfundi einkar hugleikin í dag.

Strákarnir í Heimdalli

Tvennt hefur aðallega verið til umræðu að loknu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Góð útkoma unga fólksins og slæm útreið kvenna. Það er hins ekki hægt að ræða um þetta sem tvo óskylda atburði. Niðurstöður prófkjörsins gefa til kynna að staða kvenna í ungliðahreyfingu flokksins sé veik. Þegar horft er á Heimdall utan frá er stundum hægt að fá það á tilfinninguna að um strákaklúbb sé að ræða.

Mannréttindadagurinn

Rétturinn til að leita sér hælis í öðru landi er tryggður í 14. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og í tilefni mannréttindadagsins, sem minnst er í dag, skulum við velta vöngum nánar yfir stefnu Ástrala í málefnum flóttafólks en Ástralir hafa verið harðlega gagnrýndir síðustu ár fyrir framgöngu sína í þessum málaflokki.

Gamall maður með skuggalega fortíð á afmæli

Strom Thurmond varð tíræður 5. desember sl. Í tilefni dagsins var mikið um hátíðarhöld, enda er Thurmond elsti þingmaður í sögu Bandaríkjanna og sá sem lengst hefur setið. En þaulseta og langlífi geta vart flokkast undir pólitísk afrek. Thurmond hefur sennilega aldrei staðið fyrir annað í pólitík en eigin frama – nema ef vera skyldi aðskilnað kynþáttanna. Til hamingju með afmælið.

Ríkið auglýsir

Pistlahöfundur rak upp stór augu við lestur Fréttablaðsins um helgina, en þar blasti við hálfsíðuauglýsing frá ÁTVR, sem nú rekur þorra síns markaðsstarfs undir vörumerkinu „Vínbúð“. Þetta er nýmæli af hálfu ríkiseinkasölunnar og vekur upp fjölmargar spurningar.

Tvískipt jólahátíð

Í gær voru kveikt ljósin á jólatrénu á Austurvelli og jólaundirbúningurinn er smám saman að komast á lokastig hjá flestum. Jólasveinar og poppjólalög – jólaljós og jólaglögg – hressa upp á skammdegið. Það er þó vonandi að sem flestir láti sér þetta þó ekki nægja heldur leyfi einnig kyrrlátum hátíðleika jólahátíðarinnar að eiga sinn sess.

Óeirðir á álfadansi

Síðasta vor samþykkti Alþingi breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 vegna kröfugangna, mótmæla og mótmælafunda. Samkvæmt breytingunni getur lögregla nú bannað að mótmælendur hylji andlit sitt eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar. Við nánari skoðun kemur í ljós að heimildin er miklu víðtækari en við fyrstu sýn og getur lögreglan beitt henni undir furðulegum kringumstæðum.

(J)Ó-HANNA!

Jóhanna Sigurðardóttir er vafalaust einn allra mest áberandi Alþingismaður okkar Íslendinga. Reglulega birtast viðtöl við hana í fjölmiðlum þar sem hún húðskammar ríkisstjórnina fyrir að láta hagsmuni lítilmagnans í þjóðfélaginu sig litlu skipta. Oftar en ekki snúast þessar blammeringar hennar um skattastefnu ríkjandi stjórnar sem henni finnst hygla fyrirtækjum á kostnað almennra launþega.

Látum þau þjást

,,Hvernig getur þjóð sem framdi slík ódæði verið reiðubúin til að taka þátt í vestrænni samvinnu. Það voru ekki þau sem þjáðust heldur við.” Þessi orð lét Stjepan Mesic, forseti Króatíu, falla á fundi í Prag í síðustu viku í tilefni af leiðtogafundi NATO. Þar var hann að sjálfsögðu að vísa til serbnesku þjóðarinnar og stríðsglæpa sem framdir voru í Bosníu og Kosovo.

Jordan bjargar ferlinum

Þegar miklir íþróttamenn þekkja ekki sinn vitjunartíma geta afleiðingarnar orðið dapurlegar. Eitt þekktasta dæmið um slíkt er hnefaleikakappinn Joe Louis sem var einn mesti íþróttamaður allra tíma en verður því miður ætíð minnst fyrir hina dapurlegu endurkoma sína í hringinn og þá niðurlægingu sem hann þurfti að þola síðustu ár ævi sinnar. Körfuboltamaðurinn Michael Jordan hefur tilkynnt að hann muni hætta íþróttaiðkun eftir þetta tímabil og fagna margir aðdáendur hans þeirri ákvörðun.

Ófagrar hliðar Ungfrú heims

Aldrei hefur fallið jafn svartur blettur á keppnina Ungfrú heim og í síðasta mánuði þegar yfir 200 manns létu lífið í blóðugum óeirðum sem blossuðu upp í Nígeríu í tengslum við keppnina. Aðstandendur keppninnar hika þó hvergi og hafa fært keppnina til Lundúna þar sem hún mun fara fram í 51. sinn næstkomandi laugardag. En á hvern skrifast reikningurinn fyrir dauðsföllum þeirra einstaklinga sem létu lífið vegna fegurðarinnar?

Hvað er frelsi?

Pistlahöfundur fékk á dögunum tækifæri til að ræða við mann sem búsettur var í Rússlandi um skilning manna á hugtakinu frelsi. Það er ekki undarlegt að ákveðinn blæbrigðamunur sé á skilningi manna á ýmsum hugtökum. Frelsi er þó sérkapítuli út af fyrir sig, því svo virðist sem allir telji sig eiga tilkall til orðsins, og skiptir litlu hvaða málstað þeir eru að verja.

Hryðjuverk í hverju horni

Farsinn í kringum Ástþór Magnússon fer líklegast bráðum að taka enda. Það er ljóst að margir hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna tölvupóstsins og aðgerðanna sem fylgdu í kjölfarið. Voru allar aðgerðirnar forsvaranlegar og hvernig koma menn út úr þessu að lokum?

Hrun kommúnismans

Það er ánægjulegt að vita að vinstrimenn á Íslandi samþykki núorðið að Sovétríkin og leppríki þeirra hafi ekki verið mannvæn. Hins vegar eiga þeir það enn til að líta fram hjá hinni raunverulegu ástæðu fyrir hruni kommúnismans, vafalaust vegna þess hve illa hún fellur að þeirra heimssýn.

Valdajafnvægi Evrópu og Bandaríkjanna

Evrópa 21. aldarinnar vill í öllu höfða til “skynseminnar”, fara eftir (hennar) lögum og reglum og blása til alþjóðafundar um hvert mál sem kemur upp í heimunum til að ræða málin á jafnréttisgrundvelli. Bandaríkjamenn á hinn bóginn virðast þreyttir á þessu jafnræðisvæli Evrópumanna og vilja láta vopnin tala; heiminum sé ekki treystandi og ljóst sé að sumar þjóðir skilji ekkert annað en blý.