Völvupsá Völu Kazcinski

Hin heimsþekkta völva og spámiðill Vala Kazcinski hefur ákveðið að veita lesendum Flugufótsins einstaka sýn inn í framtíðina. Hér birtist því hin óskeikula nýársspá Völu fyrir árið 2003.

Ungur nemur, gamall … æi vottever

Það þykir ekki í takt við tíðarandann, nú þegar ensk blótsyrði hafa hlotið náð fyrir augum Marðar Árnasonar og eru talin mikilvægur þáttur í íslensku talmáli, að agnúast út í táninga, málfar þeirra eða þekkingarskort þegar að almennri kurteisi kemur.

Panchen Lama

Fyrir rúmlega 6 árum sáu stjórvöld í Kína ástæðu fyrir því að ræna Panchen Lama og fjölskyldu hans. Það sem gerir þetta mannrán enn ömurlegra og jafnframt frábrugðið flestum öðrum mannréttindabrotum kínverskra stjónvalda hingað til er að Panchen Lama var bara 6 ára þegar hann og fjölskylda hans voru numin á brott. Panchen Lama er því sennilega yngsti pólitíski fanginn í heimi okkar.

Gaman að drepa?

Menn geta rifist um hvenær stríð séu réttlætanleg, nauðsynleg eða óumflýjanleg. Flestir ættu þó að vera sammála um að stríð eigi ekki að vera háð til þess eins að drepa fólk. En óhugnanlegast af öllu er þegar manndrápin sjálf virðast vera farin að veita hermönnunum ánægju.

Heitrof borgarstjóra

Í gær birtist pistill hér Á Deiglunni þar sem fjallað var um Eiðsrofsmálið svokallaða. Þar er fjallað um meint rof á samkomulagi stjórnmálamanna um miðja síðustu öld og langvinnar pólitískar afleiðingar þess. Í þessu samhengi er áhugavert að velta fyrir sér stöðu R-listans og mögulegrar vinstristjórnar.

Hugmyndasnauður Múr

Á Múrnum birtast með reglulegu millibili greinar sem saka stjórnvöld um að skera sífellt niður í heilbrigðismálum. Einkenni þessara sem annarra greina á Múrnum er að þær gagnrýna án þess að leggja fram aðrar og betri lausnir á þeim málum sem fjallað er um.

Hverjir njóta velþóknunar Guðs?

Í jólahugvekju á Deiglunni fjallar sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson um hvað við sé átt í jólaguðspjallinu þegar englarnir syngja um mennina sem Hann hafi velþóknun á. Sr. Kjartan víkur einnig að fátækt í þriðja heiminum með tilsjón af því ástandi sem ríkti hér á Íslandi um aldamótin 1900.

Kæst pólitísk staða

Framsóknarmenn og Vinstrigænir, ásamt Samfylkingarmönnum, eru þessa dagana að setja á svið sína eigin uppfærslu af hinu klassíska ævintýri um Frankenstein. Atburðarásin dregur upp skýra mynd fyrir áhorfendum af vinstristjórninni sem nú er boðað að taki við eftir næstu kosningar.

Goðsögnin um neikvæð áhrif velferðarkerfis á hagvöxt

Margir virðast gefa sér að velferðarkerfi fjármagnað með skattheimtu hafi neikvæð áhrif á hagvöxt. Þegar tölur um hagvöxt mismunandi ríkja eru skoðaðar kemur hins vegar í ljós að þessi goðsögn á ekki við rök að styðjast.

Kvenleg fegurð

Bókin “Kvenleg fegurð” frá árinu 1956 ritstýrð af frú Ástu Johnsen, fegrunarsérfræðing, er áhugaverð lesning. Hún gæti komið að góðum notum í allri þeirri jólaös sem framundan er – og þó ekki.

Lögsaga á netinu

Um netið gilda svipaðar reglur og um aðra fjölmiðla. Hins vegar veldur sérstaða netsins því að erfitt getur verið að beita þessum reglum. Eitt erfiðasta úrlausnarefnið er hvernig ákvarða eigi lögsögu á netinu en um það fjallaði Hæstiréttur Ástralíu í nýlegum úrskurði.

Kjördæmakáf

Sá ósiður bandarísku flokkanna tveggja, með hjálp stjórnvalda í einstökum ríkjum, að breyta kjördæmamörkum í því skyni að tryggja sigur ákveðinna frambjóðenda – „gerrymandering“ – hefur alvarleg áhrif á lýðræði í landinu og trú almennings á kosningakerfinu.

Góðgerðarskatturinn

Á jólum er einn vænlegasti tíminn fyrir líknar- og góðgerðasamtök til að höfða til hins betri manns og biðja um fjárframlög til góðra málefna. En þrátt fyrir góða viðleitni lætur árangurinn á sér standa, framlög Íslendinga til málaflokksins er skammarlega lágt. Er þar nísku Íslendinga um að kenna? Hluta vandamálsins má a.m.k. rekja til skattalegs umhverfis þeirra sem gefa til slíkra mála.

Leiðtoginn lætur til leiðast

Klaufaleg atburðarrás í kringum framboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í varaþingmannssæti í Reykjavík Norður bendir til þess að hugsanlega sé hún ekki sá kjarkaði leiðtogi sem flestir héldu. Nema að ráðgjafar hennar og samstarfsmann séu vísvitandi að skemma fyrir henni.

Ein Evrópa – en hver?

Um síðustu helgi voru stór tímamót þar sem samið var um inngöngu 10 nýrra ríkja í Evrópusambandið. Á þessum tímamótum er eðlilegt að staldra aðeins við og velta fyrir sér hver framtíð Evrópusambandsins er og hvernig það mun þróast.

Hasta victoria siempre…

… hrópuðu skeggjuðu mennirnir þegar þeir þustu niður hlíðarnar fyrir ofan Havana þar sem Batista skalf á beinunum.

„Atvinnuþjófnaður“ útlendinga?

Í Fréttablaðinu í gær var viðtal við Sigurð Bessason, formann stéttarfélagsins Eflingar þar sem hann kvartaði sáran yfir því að útlendingar séu að hafa störf af Íslendingum. Er það réttmæt skoðun hjá formanninum að útlendingar taki störf frá þeim sem fyrir eru? Ekki ef marka má nýja rannsókn frá Bretlandi.

Jólakort



Kæra fjölskylda,

GLEÐILEG JÓL

OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

„Við höfum ekkert efni á því að vera

að senda öll þessi jólakort og

nennum heldur alls ekki að standa í þessu.

En það gera þetta allir aðrir svo við

eigum engra kosta völ.“

Kveðja,

Jón Jónsson og fjölsk.

Hátíð í bæ – Af Andrési utangátta og Jóni á Völlunum

Skilst að Pottasleikir hafi komið til byggða í nótt. Þá eru víst níu dagar til jóla. Tíminn líður hratt, manni finnst maður vera nýbúinn að pakka niður jólaseríunum frá því í fyrra þegar fyrstu jólalögin fara að óma úr viðtækjunum í bílnum á leið í vinnuna. Létt níutíuogsexkommasjö hefur spilað jólalög stanslaust allan mánuðinn. Ekkert vont um það að segja, maður hefur val, ef maður telur sig þurfa að setja smá kraft í jólaskapið er gott að stilla á þá léttu og ganga að jólalögunum vísum.

Er allt leyfilegt – er allt fréttnæmt?

Fyrr í mánuðinum kom út bók eftir Boga Þór Siguroddsson, fyrrum forstjóra Húsasmiðjunnar. Í bókinni fer Bogi hörðum orðum um núverandi eigendur Húsasmiðjunnar og vegur að mjög að mannorði þeirra og orðspori. Augljóst er að miklar tilfinningar liggja þarna að baki en er rétt hjá fjölmiðlum að veita ásökunum Boga slíka athygli?