Fóstureyðingar á Íslandi eru á undanhaldi. Ekki vegna þess að stjórnvöld hafa lagt á borgarana boð og bönn, heldur vegna þess að einstaklingarnir rísa í auknum mæli undir þeirri ábyrgð sem frelsið leggur þeim á herðar. Það er fagnaðarefni fyrir alla.
Það voru mikil gleðitíðindi þegar Flokkur Framfarasinna opnaði aftur heimasíðu sína í síðasta mánuði. Fyrir lokun hafði heimasíðan verið næstum ótæmandi uppspretta skemmtiefnis og mikill missir af henni. Hún olli hins vegar ekki lesendum sínum vonbrigðum þegar hún opnaði aftur. Sem áður var innflytjendastefna flokksins í fyrirrúmi ásamt endalausum upplýsingum um innflytjendamál út um allan heim.
Fregnir af fæðingu einræktaðs barns bárust heimsbyggðinni um jólin. Hvað sem satt kann að reynast í þessu er enn óljóst, en tíðindin eru engu að síður tilefni til að staldra við, kynna sér málin og meta stöðuna.
Með skýrslu eigendanefndar hefur verið kveðinn upp dómur um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar, og féll hann Landsvirkjun í vil. Margir hafa þó hnotið um það að verðgildi landsins sem fer undir vatn er metið á 0 kr. En þrátt fyrir að menn hafi kvartað yfir þessu hefur ekki farið mikið fyrir því að reynt sé að setja raunhæfan verðmiða á svæðið.
Stríð er alltaf ógeðfellt og hefur alltaf í för með sér eyðileggingu, dauða og sorg. Er hins vegar rétt að halda því fram að aldrei sé réttlætanlegt að hefja stríð? Er e.t.v. einhvern tímann rangt að gera það ekki?
Í seinustu viku auglýsti DV undir slagorðinu „Kynnumst DV á hundraðkall“. Undirritaður lét freistast og eyddi hundraðkalli í þriðjudagsblaðið. Sú reynsla lofar ekki góðu.
Stærilætin í Kim Yong-il hljóta að vera Bretum og Bandaríkjamönnum þyrnir í augum nú þegar verið er að sannfæra heimsbyggðina um allsherjarárás á Írak sem hið mesta þarfaverk.
George W. Bush kom nánast öllum á óvart þegar skattastefna hans var kynnt fyrr í vikunni en hún felur í sér umtalsverðar skattalækkanir, meiri en bjartsýnustu menn höfðu gert sér vonir um. Tillögurnar fela í sér margar breytingar sem allar eiga það sameiginlegt að stuðla að auknum vaxtarhraða hagkerfisins.
Ný Evrópa mun fæðast í maí á næsta ári þegar 10 ný ríki munu gerast aðilar að Evrópusambandinu. Eðlilega hefur mikið verið skrafað hér á landi um efnahagslegar afleiðingar þess á álfuna og áhrif þess á íslenska hagsmuni. Minna hefur verið rætt um áhrif þessara breytinga á pólitískt valdajafnvægi innan sambandsins og afstöðu þess til utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Nýtt framboð þjóðernissinna er í burðarliðnum. Einn forsvarsmanna þess, sem dæmdur var fyrir rasistaummæli, var í viðtali á útvarpi Sögu. Þar virtist um margt vera samhljómur með einum alræmdasta stjórnmálaflokki Evrópu á síðustu öld. Þó vöktu viðbrögð þáttastjórnandans ekki síður furðu.
Frægt fók eru guðir nútímans. Með auknum frítíma almennings eykst stöðugt eftirspurn eftir afþreyingu og þeir sem geta uppfyllt hana eru þyngdar sinnar virði í gulli.
Væri ekki miklu betra ef maður þyrfti ekki að kjósa einhvern einn flokk en gæti þess í stað kosið þá af frambjóðendum flokkanna sem manni hugnast best?
Það er fátt sem getur nú komið í veg fyrir að niðurstaðan úr prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðvestur-kjördæmi standi þrátt fyrir kosningamisferlið sem þar átti sér stað.
Athyglisverð mynd var sýnd í Ríkissjónvarpinu í gærkvöld. Myndin var kynnt sem frönsk heimildarmynd eftir William Karel. Myndin hefur vakið upp talsverðar umræður í heimalandinu enda undarleg en frumleg nálgun við spennandi efni.
Íslenskir fjölmiðlar eru oft í eigin kastljósi, sérstaklega hafa fjölmiðlamenn af því áhyggjur að aðrir fjölmiðlar stundi hagsmunagæslu fyrir eigendur sína. Fáir virðast samt taka eftir þeim útvarpsstöðvum sem reka hvað harðastan áróður fyrir stefnu eigenda sinna, í þessu tilviki heimsvaldastefnu Breta og Bandaríkjamanna. Þessar útvarpsstöðvar eru BBC World og svo kanaútvarpið.
![]() ![]() |
Fréttablaðið birtir í dag niðurstöður skoðanakönnunar og við fyrstu sýn virðist sem þar séu stórtíðindi á ferð. Hvaða gildi hefur þessi könnun, hver er þýðing hennar og hvernig munu flokkarnir bregðast við? Deiglan spáir í spilin á mánudagsmorgni.
Íslenskur fjármálamarkaður hefur beðið með óþreyju eftir einkavæðingu ríkisbankanna. Þegar hún verður formlega afstaðin er viðbúið að það fari af stað atburðarás sem mun enda með færri og sterkari fjármálastofnunum en eru á markaðinum í dag. Því er allt útlit er fyrir að árið 2003 verði stormasamt á íslenskum fjámálamarkaði þar sem vindar endurskipulagningar og sameininga munu vafalítið blása hvað hraðast.
Til stendur að halda tíu ESB-tengdar þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu á næsta ári. Þar snúast níu um inngöngu ríkis inn í ESB og ein, sú sænska, um upptöku Evrunnar. Það má því ætla að næsta ár verði ár mikilla Evrópuumræðna hér á landi og skoðanaskiptin eigi eftir að setja mikinn svip á kosningarnar í vor.
Fjölmiðlar og almenningur í Evrópu hafa algerlega tapað sér í andúð á Bandaríkjunum þegar kemur að stríði í Írak. Þetta hefur gert það að verkum að mikilvæg atriði varðandi áætlanir Bandaríkjanna í slíku stríði hafa ekki fengið þá umfjöllun sem þau ættu að hafa fengið.
Deiglan hefur valið Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, mann ársins í íslenskum stjórnmálum. Hann vann frækinn kosningasigur í sveitarstjórnarkosningum í vor og hefur á þeim tíma sem hann hefur gegnt embættinu sýnt að þar fer einhver öflugasti stjórnmálamaður landsins.