Ein frægasta mynd kvikmyndasögunnar er án efa Casablanca frá árinu 1942 sem skartar ekki minni stjörnum en Humprey Bogart og Ingrid Bergmann í aðalhlutverkum. Bæði fara þau á kostum en segja má að persónan sem Bogart leikur sé um margt áhugaverðari en margir telja þá persónu vera sanna ímynd karlmennskunnar.
Þurfum við að kappkosta iðnþróun? Um þetta var spurt á fundi Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál í fyrradag, laugardaginn 25. janúar.
Um helgina olli ormurinn MS-SQL Slammer talsverðum óþægindum um allan heim. Í framhaldi af atburðum sem þessum vakna spurningar um hvort að netið sé nógu vel varið fyrir tölvuveirum, ormum og öðrum skemmdarverkum.
Þessi pistill er um tvo menn. Annar þeirra er merkilegur aðallega fyrir tvennar sakir. Hinn er svo merkilegur að honum hefur verið líkt við eitt af sjö undrum veraldar. Sá fyrri er:
* Einn af fáum á Íslandi sem enn fylgist með NBA boltanum
* Í ofanálag, sennilega eini maðurinn sem kýs að halda með Orlando Magic.
Þessi maður er að sjálfsögðu ég. Hinn maðurinn tengist þessum áhugamálum mínum og heitir Yao Ming.
Íþróttadeild Deiglunnar hefur síðustu misserin fylgst hugfangin með uppgangi hinnar geðþekku og glaðbeittu Serenu Williams. Hún er að mati íþróttadeildar fremsta íþróttakona heims í dag.
Í gær fóru fram umræður utandagskrá um fiskveiðistjórnunarkerfið og byggðakvóta á Alþingi. Málshefjandi var Karl V. Matthíasson, þingmaður Vestfirðinga og prestur í Setbergsprestakalli. Sagði presturinn að klíkuskapur og jafnvel stjórnmálaskoðanir réðu því hverjir fengu úthlutað byggðakvóta og vó þar að starfsheiðri fjölda fólks.
Í mótmælagöngum sem gengnar voru í Bandaríkjunum síðasta laugardag til að mótmæla hugsanlegu stríði við Írak héldu sumir göngumanna uppi spjöldum sem á stóð ”Ekki í mínu nafni”, en í hvers nafni gengu mótmælendurnir?
Samfylkingin heldur stöðugt áfram að koma á óvart en menn eru farnir að furða sig yfir því sífellda klúðri sem hefur einkennt stutta sögu flokksins. Nýjasta útspil flokksins kemur frá kjörnefndinni í Reykjavík en það er sannkallað uppstillingaklúður!
Á meðan ýmis öfl í íslensku viðskiptalífi virðast kosta mestu til um að tryggja völd og stöðu, þá sýna aðrir af sér meiri framsýni, áræði og dug. Kaup Samherja á hlut í norskum fiskeldisrisa eru til marks um þá framsýni sem gert hefur eyfirska útgerðarfyrirtækið að einu öflugusta fyrirtæki landsins.
Töluverð umræða hefur skapast um fjárhættuspil á Íslandi í kjölfar heimildamyndar um spilakassamenningu sem sýnd var í Sjónvarpinu seinasta sunnudag. Mörgum þykir það þversögn að Rauði krossinn haldi uppi starfsemi sem sé valdur af eymd og fátækt margra Íslendinga.
Á undanförnum vikum hefur spunnist þó nokkur umræða um aukna notkun Íslendinga á geðlyfjum. Því miður hefur þessi umræða einkennst meira af fordómum en vísindum.
Miklar verðlækkanar hafa verið í gangi á kjötmarkaðnum undanfarið. Neyslumynstur landsmanna hefur breyst mjög mikið og neysla á kindakjöti hefur minnkað mjög hratt, á meðan hvítt kjöt hefur aukið við sig.
Fyrir nokkru hætti McDonald´s rekstri útibús síns í miðbæ Reykjavíkur og nú stendur fyrir dyrum að verslunin Topshop hætti einnig rekstri á því svæði. Stór þjónustufyrirtæki sem lengi hafa haft aðsetur sitt í miðbænum hugsa sér einnig til hreyfings. Þessi þróun miðbæjarins er dapurleg fyrir þá sem vilja sjá veg hans sem mestan.
Í bókinni „The Political Animal”, eftir Jeremy Paxman, reynir höfundurinn að komast að því hvað það er sem rekur stjórnmálamenn áfram og hvort þeir eigi eitthvað sameiginlegt sem aðskilur þá frá hinum almenna borgara. Sumar niðurstöðurnar koma óneitanlega á óvart.
Heimsmeistaramótið í handbolta hefst á morgun í Portúgal, íslenska landsliðið mun þar fyrst mæta Áströlum. Gengi íslenska liðsins hefur verið upp og ofan á undirbúningstímabilinu fyrir mótið og ekki tryggt að glæsilegum árangri á EM verði fylgt eftir.
Affirmative Action hefur verið mjög til umfjöllunar í Bandaríkjunum undanfarið. Hvítur stúdentar lögsækja skóla fyrir að veita minnihlutahópum forgang. Bush forseti hefur tekið afstöðu í málinu og liggur undir ámæli fyrir það. Málið getur orðið hið vandræðalegasta fyrir hann, sérstaklega í ljósi annarra nýliðinna atburða.
Vatnaskil urðu í íslenskri viðskipta- og stjórnmálasögu í gær þegar fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra undirrituðu samning um sölu á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hf. Með þessu er afskiptum ríkisins lokið á viðskiptabankamarkaði. Við þetta er ljóst að núverandi ríkisstjórn hefur tekist að minnka báknið – og það hlýtur að gleðja alla markaðssinna. En ekki eru allir sáttir um þessa stefnu og því ekki úr vegi að líta aðeins á þá þætti sem hafa áhrif á það hvort breytingin sé hagkvæm fyrir þjóðfélagið.
Skærasta tennisstjarna heims bregst ekki aðdáendum sínum frekar en fyrri daginn. Heimspressan stóð á öndinni þegar Anna Kournikova drullutapaði í 1. umferð Opna ástralska meistaramótsins í gær – venju samkvæmt.
Það er langt síðan við Íslendingar urðum flugleiðir, löngu áður en Flugleiðir sáu sig knúna til að verða eingöngu Icelandair. Þessi leiði stafar af miklu leyti af því að í skjóli einokunar hafa flugfargjöld Icelandair verið seld háu verði til Íslendinga, oft mun hærra verði en í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er t.a.m. þekkt dæmi að það hafi verið hagstæðara fyrir þá, sem hafa þurft að fara í viðskiptaferðir til Bandaríkjanna, að fljúga með Icelandair í gegnum London og kaupa þaðan miða til Bandaríkjanna með millilendingu í Keflavík!
Í vor er kosið eftir nýju kosningafyrirkomulagi. Kjördæmum er fækkað úr átta niður í sex auk þess sem nokkrar breytingar verða gerðar á reglum um úthlutun þingsæta. Hér verður farið í saumana á helstu breytingum og reynt að fara í gegnum helstu kosti og galla nýja kerfisins.