Fullur átján

Aldurstakmörk eiga það til að vera mikið hitamál hjá fólki sem hefur ekki náð þeim en eiga það til að gleymast nokkrum vikum eftir afmælisdaginn. Þannig finnst fæstum menntaskólanemum það vera hitamál að Titanic skyldi vera bönnuð innan tólf og fæstir stúdentar verða æstir yfir útivistarreglunum. Það er því sjaldan sem maður heyrir mann yfir tvítugu berjast fyrir lækkun áfengiskaupaaldurs, þótt nægar ástæður séu fyrir.

Leiðinleg líkamsrækt

Á þessum tíma árs eru líkæmsræktarstöðvar að jafnaði stútfullar af fólki sem ætlar að taka líkamann í gegn með trompi á mettíma. Staðreyndin er hins vegar sú að stór hluti gefst upp á fyrstu hundrað metrunum og mætir ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi ári síðar þegar nýtt áramótaheit um bætt líferni hefur verið gefið. Það er skrýtið að fólk falli í sömu gryfjuna aftur og aftur og áhugavert að velta fyrir sér mögulegum skýringum á því af hverju fólk gefst upp.

Forsætisráðherraefni?

Nú þegar innan við þrír mánuðir eru til Alþingiskosninga, þá flæða yfir okkur skoðanakannanir og fólk veltir fyrir sér hugsanlegri ríkisstjórnunarmyndun. Samfylkingin teflir nú fram Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem forsætisráðherraefni, en mun hún undir einhverjum kringumstæðum verða forsætisráðherra?

Fátækt

Eftir að hafa fengið himninháan Eurocard-Atlas reikning sem nánast þurrkaði út alla stafina á bankabókinni fór ég að velta fyrir mér hvernig þetta myndi enda ef ég

byggi ekki í foreldrahúsum. Það búa þó ekki allir við slíkt öryggi.

Gerðu eins og ég segi! (Ekki eins og ég geri)

Það er mikill miður að NATO þjóðirnar Frakkland, Þýskaland og Belgía hafi beitt neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að bandalagið styrki varnir Tyrklands. Bandaríkjamenn eru æfir en gera sér ekki, nú frekar en endranær, grein fyrir því fordæmi sem þeir hafa sjálfir sett fyrir slíkri misbeitingu neitunarvalds á alþjóðlegum vettvangi.

Villutrú Murphy’s

Ristað brauð með sultu í gólfið. Reka tá í þröskuld. Renna í hálku fyrir framan hóp af fólki. Tölvan frýs með ritgerðina óvistaða. Prentarinn gefur sig að morgni skiladags.

Vetrarvandræðin byrjuð

Í byrjun vikunnar var ansi kalt. Þegar ég vaknaði á mánudagsmorgun og dreif mig af stað var jörðin þakin snjó og ljóst að skafa þyrfti bílinn. Ekki tókst mér þó að komast að sköfunni því að læsingin á bílhurðinni var frosin föst, svo föst að mér tókst að brjóta lykilinn í skránni.

Gamla og nýja Evrópa

Raunverulegar og ímyndaðar gjár milli Evrópu og Bandaríkjanna og brestir í samskiptum þeirra í millum eru sígild umræðuefni dálkahöfunda beggja vegna Atlantshafsins, sérstaklega nú þegar deilt er um aðgerðir gegn Írak. Fullyrðingar um óbrúandi bil eru samt stórlega ýktar.

Riddarinn á hvíta hestinum

Þessa dagana er verið að sýna þáttinn Piparsveininn á Skjá Einum en hann hefur notið gríðarlegra vinsælda. Þátturinn gengur út á það að 25 stúlkum er boðið að taka þátt og úr þeim hópi velur piparsveinninn framtíðarkvonfang sitt.

Vegurinn til vítis

Í kjölfar fræðslufundar Vöku fls. um rasisma komu fram gagnrýnisraddir sem héldu því fram að það ætti að koma í veg fyrir að þjóðernissinnar gætu tjáð skoðanir sínar. Gengu sumar gagnrýnisraddir svo langt að fullyrða að þeir sem héldu slíka fundi væru sjálfkrafa rasistar og skipti engu máli þótt þeir væru margyfirlýstir andstæðingar þjóðernishyggju! Mega þjóðernissinnar tjá skoðanir sínar eins og við hin?

Heljartak óttans

Atburðir eins og Columbia slysið snerta okkur öll. Það vekur þó mismunandi viðbrögð meðal fólks. Á meðan flestir hugsa til aðstandenda áhafnarinnar og í hvaða tilgangi sjömenningarnir fórnuði lífi sínu nota aðrir atburðinn til að ala á hatri. Það þarf hetjur á borð við geimfarana sjö til að vinna bug á slíku hatri.

Afrek í afskekktri íþrótt

Íslendingar hafa mikinn áhuga á handknattleik enda eru margir bestu leikmenn heims frá Íslandi og íslenska karlalandsliðið er með þeim bestu. En þótt íþróttin sé skemmtileg þá virðist stærstur hluti heimsins hafa annað við tíma sinn að gera en að fylgjast með Ólafi Stefánssyni og félögum.

Fimm ár að baki

„Lengi hefur verið rætt um að upplýsingar séu verðmæti framtíðar. Hér á landi hefur þessi umræða verið bundin við eitthvað sem gæti hugsanlega, einhvern tímann orðið að veruleika og þá líklega í útlöndum. En í gær bankaði framtíðin upp á hjá lítilli eyþjóð norður í Ballarhafi.“ Með þessum orðum hófst fyrsti pistill Deiglunnar sem skrifaður var fyrir réttum fimm árum.

Dramatískt slys

Hrap geimskutlunnar Columbia er mörgum þungt áfall. Slysið er þó í raun ekki sorglegra en hvert annað slys þótt dramatískt sé. Geimfararnir sem fórust með Columbia gerðu sér grein fyrir hættunni sem starfi þeirra fylgdi og dóu hetjudauða við að sinna starfi sem í augum margra er besta og eftirsóknarverðasta starf sem til er.

Íslensk genasúpa!

Í dag ertu ekki maður með mönnum nema þú þekkir uppruna þinn í kjölinn, sem og framlag þitt í íslensku genasúpuna. Ættfræðiæði hefur gripið landann og keppast menn nú við að „frændgera” hvern þann sem gott og gaman er að hafa tengsl við.

Vitleysa og illkvittni – annar kafli

Í kjölfar pistilsins „Í hvers nafni?” barst Deiglunni bréf frá Stefáni Pálssyni þar sem fundið er að flestu því er í pistlinum stóð. Er gagnrýni Stefáns Pálssonar svarað hér.

Íslendingabók

Það er ástæða fyrir Íslendinga að fagna því stórvirki sem Íslendingabók Íslenskrar Erfðagreiningar og Friðriks Skúlasonar er. Mikill ættfræðiáhugi einkennir Íslendinga og með þessu verki er ættfræðin gerð aðgengileg öllum Íslendingum, leikum sem lærðum, á einkar notendavænan og einfaldan hátt.

Útflutningssjóður tónlistar

Það er auðvelt verða álitinn ófrumlegur frjálshyggjumaður og bara almennt leiðinlegur náungi þegar maður leggst gegn hugmyndum um stofnun sjóðs til styrktar íslenskri tónlist. Höfundur ætlar samt að láta sig hafa það.

Elsku Ellert

Tíðrædd er sú ákvörðun Ellerts B. Schram að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í þinkosningunum í vor. Útspil Ellerts hlýtur að teljast fjöður í hatt Samfylkingarinnar, þ.e.a.s ef hún klúðrar því ekki að nýta sér tækifærið eins og henni einni er tamt.

Þjóðþrifaþingsályktun

Fjórmenningarnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jónína Bjartmarz, Guðrún Ögmundsdóttir og Ögmundur Jónasson lögðu fram nýverið fram þingsályktunartillögu um reyslulausn. Þrátt fyrir að aðeins sé um þingályktunartillögu að ræða þá er þarna komið inn á Alþingi eitt mesta þjóðþrifamál sem hefur sést á pöllum þess í lengri tíma.