Árangur Vöku áþreifanlegur og óumdeilanlegur

Stúdentar við Háskóla Íslands ganga til kosninga í dag og á morgun. Kosið er til Stúdentaráðs og háskólafundar. Síðastliðið ár vann Vaka sögulegan sigur og lauk með því 11 ára valdatíð Röskvu. Eftir ár í meirihluta liggur glæsilegur árangur fyrir. Árangur sem er í senn áþreifanlegur og óumdeilanlegur. Með Vöku í forystu hefur nýr tónn verið sleginn í hagsmunabaráttu stúdenta.

Fyrirkomulag kosninga til Stúdentaráðs

Á morgun, 26. febrúar, hefjast kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ákveðið hefur verið að stofna nefnd að loknum kosningum sem endurskoða á kosningalögin í takt við breytt skipulag kennslunnar. Þar að auki hefur einn listi bæst við sem gert hefur einstaklingskosningu að baráttumáli sínu. Það er því ekki úr vegi að fjalla um kosningafyrirkomulagið í pistli dagsins.

Stríðsspjall

Stríð í Írak er auðvitað engin lausn á neinum vanda en samstaða “gömlu Evrópu” með Saddam er það ekki heldur. Ég veit ekki hvað menn halda að gerist eignlega að loknu vopnaeftirliti Hans Blix. Búast menn e.t.v. við því að Saddam ákveði að breyta efnaverksmiðjum í leikskóla, taki upp stjórnmálasamstarf við Ísrael og boði til lýðræðislegra kosninga?

Vin sínum, skal maður vinur vera, þeim og þess vin

Valdablokkir í viðskiptalífinu, klíkuskapur í ráðningum og kjördæmapot eru tíðrædd í þjóðfélaginu. Oft er sagt að fólk komist ekki áfram í lífinu án góðra tengsla og sambanda. Vissulega er upptalningin hér dæmi um sambönd og tengsl, en ekki mjög traustvekjandi. Gaman er að skyggnast í hugarheim gamalla spekinga í leit að dyggðum og trausti manna í millum.

Um rétt til lífs

Flestir byggja skoðanir sínar á málum sem hafa með líf og dauða að gera á þeirri hugmynd að allir menn hafi rétt til lífs. Hér er fjallað eilítið um hin mismunandi form sem þessi hugmynd tekur og hvernig þessi mismunandi form eru notuð til þess að réttlæta mismunandi skoðanir á málum eins og fóstureyðingum, líknardrápi og dauðarefsingu.

Slátrun í beinni

Er raunveruleikasjónvarp orðið of raunverulegt? Hversu langt má ganga í því að sýna venjulegt fólk gera venjulega hluti? Danir hafa velt þessu fyrir sér upp á síðkastið.

Andstæðingar Nova Atlantis

Eru listamenn andvígir hinu nýja samfélagi, Nova Atlantis, með andúð sinni á Kárahnjúkavirkjun? Ásgeir Jóhannesson telur svo vera í gestapistli á Deiglunni og að Ísland þurfi fleiri upplýsta andans menn á borði við Einar Benediktsson og Börk Gunnarsson, ekki fleiri andstæðinga Nova Atlantis, þar sem nóg sé af þeim.

Beint lýðræði

Á undanförnum misserum hefur umræðan um svokallað beint, eða milliliðalaust lýðræði verið nokkuð áberandi í þjóðfélaginu. Síðan 1997 hefur Morgunblaðið leitt þessa umræðu og reglulega birt ritstjórnargreinar um efnið. En er hér um að ræða skrílræði, eða jákvætt skref á þróunarbraut lýðræðisins?

Stríð við Írak

Stríð við Írak er engin óumflýjanleg staðreynd. Þvert á móti er ákvörðunin enn í okkar höndum og hægt koma í veg fyrir að stríðið verði að þeirri staðreynd sem menn óttast.

Málsvörn Bjarna

Sunnudaginn sextánda þessa mánaðar birtist á Deiglunni eftir Bjarna Ólafsson greinin „Dómar í málum stríðsglæpamanna”, þar sem hann fjallaði í stuttu máli um belgísk lög um allsherjarlögsögu í málum stríðsglæpamanna. Mikael Torfason sendi Deiglunni bréf þar sem áðurnefnd grein er gagnrýnd, og er nú aftur komið að Bjarna að verja hendur sínar.

Ísland í vitlausu liði

Íslensk stjórnvöld voru í vikunni í góðra vina hópi afturhaldsafla þegar þau höfnuðu tillögum innan WTO um aukin viðskipti með landbúnaðarvörur. Önnur ríki sem höfnuðu tillögunni voru Noregur, ESB, Japan og S. Kórea. Í góða liðinu voru hins vegar Bandaríkin, Kanada, Brasilía og fjöldi þróunarríkja.

Líf í skugga hryðjuverka

Efnahagslíf heimsins hefur borið töluverðan skaða í keðjuverkunaráhrifum sem stuðlað hafa að samdrætti í heiminum, NATO samstarfið er komið í uppnám í kjölfar deilna um baráttuna gegn hryðjuverkum, hægst hefur á alþjóðavæðingu og fólkskflutningum á milli landa, kynþáttafordómar hafa klárlega aukist og stöðugur ótti hvílir orðið á stórum hluta hins vestræna heims.

Týndar minningar

Flestir kannast við gremjuna þegar mikilvægt skjal eða tölvupóstur hverfur úr tölvunni á óskiljanlegan hátt. Með notkun tölvunnar á sífellt fleiri sviðum er líklegt að ýmsir muni þurfa að gráta meira en nokkrar tapaðar vinnustundir í framtíðinni.

Fordómafull trúfélagaskráning

Það mætti velta því fyrir hvers vegna Ríkið sjái yfirleitt um að halda uppi miðlægri skrá um trúarsannfæringu fólks og taki það að sér að innheimta gjöld fyrir þau félög sem kjósa að halda uppi skipulagðri trúarstarfsemi. En það er nú ekki það versta.

Vel heppnuð afmælishátíð Deiglunnar

Í tilefni af 5 ára afmæli Deiglunnar þann 3. febrúar sl. var boðið til afmælishátiðar á Sal Menntaskólans í Reykjavík í gær, laugardaginn 15. febrúar. Hátiðin heppnaðist í alla stað vel, húsfyllir var og sannkölluð hátíðarstemmning ríkjandi.

Dómar í málum stríðsglæpamanna

Hæstiréttur Belgíu úrskurðaði í síðustu viku að hægt sé að höfða mál á hendur meintum stríðsglæpamönnum fyrir belgískum dómstólum, þótt glæpurinn hafi ekki verið framinn á belgískri grundu, og belgískir ríkisborgarar hafi ekki átt hlut að máli.

Kjör Alþingismanna

Eins og flestir vita fer kjör Alþingismanna fram með beinum, lýðræðislegum kosningum á fjögurra ára fresti. Þó vissulega verði kosningarnar í vor án vafa þær mest spennandi og tvísýnustu í lengri tíð ætla ég þó að fjalla um annars konar kjör Alþingismanna í þessum pistli, nefnilega launakjör.

Mislæg peningaeyðsla!

Í vikunni var athyglisverð samþykkt ríksstjórnarinnar kynnt, það á að verja 6 miljörðum til að stuðla að eflingu atvinnutækifæra í landinu. Sem betur fer á nú ekki að auka skattheimtuna enn frekar heldur á fjármagna “sköpun atvinnutækifæra” með sölu ríkseigna.

Gerum lífið ömurlegra

Í síðustu viku vakti sjónvarpsmaðurinn Þorsteinn J. athygli á vafasömum vinnubrögðum hjá slúðurblaðinu Séð og heyrt í grein sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands. En blaðið hefur margoft legið undir ámæli fyrir lágkúruleg og slæm vinnubrögð. Það var því afar ánægjulegt að kastljósinu hafi verið enn á ný beint að slúðurblaðinu fyrir þá blaðamennsku sem er þar stunduð.

Góð fyrirheit

Fyrirheit Davíðs Oddssonar um skattalækkanir hafa vakið mikla athygli. Hvaða þýðingu hafa fyrirheit stjórnmálamanna almennt og af hverju ber sérstaklega að fagna þessu fyrirheiti Davíðs?