Öfgar í öndvegi

Í fyrradag felldi Alþingi í fjórða skiptið breytingartillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur við lagafrumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Breytingartillaga Kolbrúnar gekk m.a. út á að gera kaup á vændi refsiverð ásamt öðrum öfgakenndum hugmyndum.

Segð’u ekki nei, segðu kannski, kannski, kannski…

Á mánudaginn gáfu Frakkar út tilkynningu þess efnis að þeir hygðust beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna líkt og Rússar hafa ákveðið að gera. Það er því ljóst að a.m.k. tvær, jafnvel þrjár ef Kínverjar verða líka á móti, af þjóðum öryggisráðsins munu beita neitunarvaldi gegn samþykki um innrás Bandaríkjanna í Írak.

Löggilt svindl

Í gær bárust fréttir af óhemjumikilli óreiðu hjá Löggildildingarstofu og að líklega þurfi forstjórinn að víkja. Löggildingarstofan er lítil ríkisstofnun sem virðist hafa komist áreitislaust upp með stórfellda óreiðu og vekur það óneitanlega upp spurningar hvort fleiri slíkar stofnanir komist upp með hið sama.

Opinber stefna – Opinbert bókhald

Það er í raun jafn fáránlegt fyrir stjórnmálaflokk að gefa ekki upp upplýsingar um fjármögnun sína eins og að gefa ekki upp stefnu flokksins í einstökum málum. Hvað þætti okkur til dæmis um það ef að Vinstir grænir neituðu að gefa upp afstöðu sína í mannréttindamálum eða Frjálslyndir í jafnréttismálum? Þeim fyndist kannski bara að almenningi kæmi afstaða þeirra ekkert við en segðu jafnframt að við stefnu þeirra í þessum málum væri ekkert að athuga.

Þriðja kynslóð farsíma

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um þriðju kynslóð farsíma. Markmið frumvarpsins sem lagt hefur verið fram á að vera að tryggja hagsmuni neytenda og virka samkeppni á íslenskum farsímamarkaði. Ekki er víst að það takist.

Blair í vanda

Nú eru hersveitir Bandaríkjamanna komnar í viðbragðsstöðu, bæði sunnan og norðan við Írak, á meðan tekst alþjóðasamfélagið á við þær spurningar hvort stríð sé nauðsynlegt og hvort það sé réttlætanlegt. En að Downingstræti 10 situr forsætisráðherra Breta og glímir við samflokksmenn sína.

Hverjum á maður að trúa?

Ég þekki mann sem þekkir Árna frá Vestmannaeyjum og segir að hann sé bara fínn karl. Ég efast ekki um að Árni sé drengur góður og að hann hafi sinnt kjördæmi sínu vel, það hvarflaði aldrei að nokkrum manni að hann væri afbrotamaður.

Öræfatöfrar Íslands

Varla kom það nokkrum á óvart að Alþingi skyldi samþykkja lög um Álverksmiðju í Reyðarfirði. Stjórnarfrumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða, 41 gegn 9 og 1 sat hjá. Hins vegar vakti það furðu að 12 þingmenn skyldu ekki sjá sóma sinn í því að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna og taka afstöðu.

ORFið og uppskeran

Það leynast möguleikar í nekt landsins og sóknarfæri í erfiðum ræktunarskilyrðum þess sem gætu orðið til þess að innan fárra ára klæðast auðnir landsins próteinframleiðandi byggökrum.

Ayn Rand

Rússneski rithöfundurinn og heimspekingurinn Ayn Rand skilur eftir sig fjölda ritverka um heimspekikenningu sína sem hún kallaði hluthyggju (e. objectivism). Hver var Ayn Rand og hvað er hluthyggja?

Samstaða og fórnfýsi skila árangri

Hinn sögulegi sigur Vöku í kosningum til Stúdentaráðs og Háskólafundur í síðustu viku verður lengi í minnum hafður. Ótölulegur fjöldi fólks lagði líf sitt og sál í kosningabaráttuna til þess að tryggja þennan einstæða árangur. Á þriðja hundrað manns tóku þátt í baráttunni og hátt í 1900 ákváðu að ljá Vöku atkvæði sitt. Það eru því margir sem fagna innilega og bera miklar væntingar til þess sem koma skal á næsta vetri.

Kristíanía

Undirritaður hlustaði á Spegilinn að loknum útvarpsfréttum í gærkvöldi. Þar var fjallað um aform dönsku stjórnarinnar til að bera út íbúa Fríríkisins Kristíaníu og byggja upp “alvöruíbúðahverfi” á svæðinu.

Fimmtíu ár frá dauða Stalíns

Á morgun, þann fimmta mars, eru nákvæmlega fimmtíu ár liðin frá dauða Jósefs Stalíns, fyrrverandi einræðisherra Sovétríkjanna og eins versta fjöldamorðingja mannkynssögunnar.

Um skoðanakannanir

Gallup birti um helgina niðurstöður þjóðarpúlsins, þar sem fylgi stjórnmálaflokkanna er mælt. Pistilshöfundur tók þátt í könnuninni, sem var um margt merkileg.

Kauphöll í stöðugri þróun

Kauphöll Íslands kynnti fyrir skömmu nýjar reglur um upplýsingagjöf um starfskjör og hlutabréfaeign stjórnenda fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni. Þessar aðgerðir og aðrar að undanförnu undirstrika viðleitni Kauphallarinnar til stöðugrar endurskoðunar á eigin starfsemi og eru mjög jákvæðar fyrir þróun íslensks hlutabréfamarkaðar.

Fjármögnun háskólanáms í Ástralíu

Í stað þess að greiða fyrir allt háskólanám ætti ríkið einungis að sjá til þess að allir nemendur, óháð efnahag, geti fjármagnað nám sitt á sanngjörnum kjörum. Í Ástralíu er málum einmitt þannig háttað.

Stórsigur Vöku í Stúdentaráði



Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta vann í gær stórsigur í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fékk 54% atkvæða og fimm menn í ráðið. Röskva, samtök félagshyggjufólks beið stærsta ósigur í sögu sinni og tapaði manni til nýs framboðs, Háskólalistans.

Kjósum samstarf

Kosningar til Stúdentaráðs standa nú yfir. Að þessu sinni eru þrír listar í framboði og ættu því flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þó lítur fyrir að um helmingur stúdenta muni sitja heima. Hvers vegna telja þau að atkvæði þeirra skipti ekki máli? Og hvers vegna er það rangt hjá þeim?

Fjórtán, bráðum fimmtán – Hugleiðingar um bjórinn!

Ég er einn af þeim fjölmörgu sem þykir bjór ákaflega bragðgóður og svalandi. Fátt veit maður betra en að fá sér einn, tvo jafnvel þrjá kalda eftir langan og strangan vinnudag. Einhvern veginn finnur maður streytu dagsins og áhyggjurnar sem fylgja amstrinu renna af manni jafnharðan og maður teygar þessa gullnu blöndu humla og gers.

Græðgi eða öfund?

Launakjör Sigurðar Einarssonar, forstjóra Kaupþings hafa verið milli tannanna á fólki undanfarna daga, og sýnist sitt hverjum. Mörgum þykja bónusgreiðslur upp á tæpar 70 milljónir bera vott um sívaxandi græðgi peningamannanna, en þeir eru líka margir sem eru fljótir til að verja þessi kjör, og saka þá einfaldlega um öfund sem andmæla þessum greiðslum.