Hvalveiðar

Um daginn var ég þátttakandi í smá markaðsrannsóknarverkefni, spurðir voru 50 einstaklingar. Ein spurningin var hvort hefja ætti hvalveiðar. Í ljós kom að mikill meirihluti var fylgjandi því að hefja ætti hvalveiðar.

Jafnrétti kynfæranna

Nú stendur til að setja upp hér á landi leiksýninguna „Puppetry of the Penis“ þar sem tveir leikarar fara með gamanmál og nota m.a. kynfæri sín í þeim tilgangi. Þeir stilla m.a. kynfærunum sínum upp á ýmsan hátt, t.d. í formi pylsu, kanínu og meira að segja seglbrettis! Þetta væri þó varla fréttnæmt nema vegna þess að Lögreglustjórinn í Reykjavík bannaði fyrirhugaðar sýningar á verkinu.

Hundaskítur og bjór

Það er tvennt sem einkennir götulífið í Kaupmannahöfn. Í fyrsta lagi bjórdrykkja en þegar vorar fyllast allir garðar og kaffihús af bjórþyrstum Dönum. En það sem færri vita er það að hundaskítur er að verða eitt af einkennismerkjum Kaupmannahafnar og svo virðist sem öllum sé sama.

LeBron James: Hinn útvaldi

Einstöku sinnum í íþróttaheiminum kemur fram á sjónarsviðið ungur íþróttamaður sem er svo efnilegur og drekkhlaðinn hæfileikum að vert er að gefa þeim betri gaum. LeBron James er einn af þessum íþróttamönnum.

Mun næsta ríkisstjórn innleiða lýðræðisleg vinnubrögð í lífeyrissjóði landsmanna?

Þeir sem borga í lífeyrissjóði, sem reknir eru af samtökum launafólks og atvinnurekenda, geta engin áhrif haft á stjórnun þeirra. Ævisparnaður flestra landsmanna liggur annars vegar í eigin íbúðarhúsnæði, en hins vegar í inneign í þessum lífeyrissjóðum. Saman eiga landsmenn hundruði milljarða í lífeyrissjóðum, en þeir hafa engin áhrif á meðferð eða vörslu þess fjár.

Veiru hvað?

Illviðráðanlegar, hafa veirur í gegnum tíðina sótt að mönnum, og ljóst er að sjúkdómar af þeirra völdum, eins og t.d bólusótt og mislingar hafa haft afdrifarík áhrif á gang mannkynssögunnar. Óþekkt veiruafbrigði veldur nú miklu fári víða um heim, faraldri sem e.t.v hefði mátt afstýra.

Nýr armur Kolkrabbans

Mikil barátta hefur einkennt íslenskt viðskiptalíf á undanförnum misserum. Nú hefur olíufélagið Skeljungur verið selt Kaupþingi og hafa margir velt fyrir sér stöðu hins svonefnda Kolkrabba í framhaldi af þeim viðskiptum. Útlit er þó fyrir að Kolkrabbinn sé enn með mjög sterka stöðu í viðskiptalífinu.

Enski boltinn

Arsenal og Manchester United eru jöfn að stigum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki gærdagsins. Newcastle er skammt undan í þriðja sætinu með leik til góða við Everton í kvöld og á botninum eru hlutirnir að skýrast.

Er mennt máttur?

Er mennt máttur?„Kennari, af hverju erum við enn í skólanum? Sumarið er komið, það kom í apríl!“

Grunnskólakennarar hafa orðið varir við orðræðu og spurningar af þessu tagi á síðustu vikum. Sumarið er löngu komið en skólarnir starfa áfram og börnin eru nánast að mygla úr leiðindum í skólanum. Prófin eru búin og við tóku misgóðar og misdýrar vor- og vettvangsferðir.

HRD. 3. apríl 2003, mál nr. 168/2002

Í gær féll í Hæstarétti dómur í máli nr. 168/2002, Ákæruvaldið gegn S og K. Í málinu var ákært fyrir manndráp af gáleysi auk brots á reglum um daggæslu barna í heimahúsum. Sakfellt var fyrir bæði ákæruatriði.

Heimildarmyndin sem áróðurstæki

Ekki er langt í að Óskarsverðlaunamyndin Bowling For Columbine komi í almennar sýningar hér á landi. Það er sorglegt hversu mikla athygli myndin hefur hlotið í ljósi þess hve frjálslega höfundur hennar fer með staðreyndir.

Einveldið Heimur

Stríð Bandaríkjanna og Breta gegn Írak er ekki aðeins vont vegna þess að það er stríð og fólk deyr í því. Það er vont vegna þess að það grefur undan þeirri litlu heimsreglu sem við höfum.

OECD vill drepa húsbréfakerfið

Tillögur OECD um að ríkið dragi verulega úr stuðningi við húsnæðiskaup eru vanhugsaðar. Stuðningur við húsnæðiskaup er skynsöm leið til þess að ýta undir sparnað og eingamyndun lág- og millitekjufólks í samfélaginu með það að markmiði að draga úr fátækt.

Metnaður hinna minnimáttar

Ummæli landsliðsþjálfara Íslands fyrir leik Íslendinga og Skota um síðustu helgi voru „ummæli dagsins“ (quote of the day) í breska blaðinu The Guardian. Því miður þá segja ummælin sína sögu.

Samfylking missir flugið

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Samfylking íslenskra vinstri manna að missa flugið. Þetta leit vel út um tíma, en staðan versnar stanslaust eftir því sem innihaldið er opinberað meira. Hvað segir það okkur?

Gamla höfnin í Reykavík

Gamla höfnin í Reykjavík hefur gengið í gegnum miklar breytingar, sem eiga eftir að halda áfram. Fyrirtæki, sem hafa skapað svokallaða peningalykt eru farin, og í staðinn eru komin skrifstofufyrirtæki, væntanlega verður þarna íbúðarbyggð og svo auðvitað tónlistarhúsið.

MR getur best

MR vann Gettu betur í milljónasta skipti á föstudaginn. Svo langt er síðan að MR tapaði í Gettu betur að Sjónvarpið endursýndi nýlega gamlar Gettu betur keppnir til að minna fólk á að keppnin hefði alla burði til að vera spennandi. Hvað er til ráða fyrir „heimskari“ framhaldsskóla?

Sterkir valkostir fyrir frjálslynda kjósendur

Gott gengi Samfylkingarinnar ætti að teljast fagnaðarefni fyrir frjálslynda kjósendur, jafnvel þá sem hingað til hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn. Góð kosning beggja þessara flokka er það sem best mun tryggja að frjálslynd öfl ráði ríkjum í íslenskum stjórnmálum.

Áfram Ísland

Forsætisráðherra, ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt það og sannað að þeim er treystandi til þess að framfylgja Sjálfstæðisstefnunni með frelsi einstaklingsins að leiðarljósi. Við getum því óhikað gengið til kosninga á grundvelli stöðugleika, festu og hagsældar.

Ég mun aldrei drekka aftur!

Hvað gerðist eiginlega? Fyrir nokkrum tímum varstu partýljón kvöldsins, kóngurinn á barnum og auk þess fjallmyndarlegur. En nú ertu í mesta lagi hæfur í gúanó. Þú hefur kynnst þynnkunni