Mikil umræða hefur átt sér stað um laun æðstu embætta ríkisins í kjölfar úrskurðar kjaradóms um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og embættismanna, sem heyra undir dóminn. Laun alþingismanna og ráðherra hækka um 18,4-19,3%, laun dómara og ríkissaksóknara hækka um 11,1-13,3% og laun annarra embættismanna hækka um 7,2%. Tímasetning breytingana vakti einnig athygli því svo skemmtilega vildi til að þær tóku gildi á kjördag en samkvæmt formanni kjaradóms var því komið svo fyrir til að trufla ekki almenna þjóðfélagsumræðu í aðdraganda kosninganna.
Samtök verslunarinnar sendu á síðasta ári inn erindi til Samkeppnisstofnunar um að teknir yrðu til athugunar viðskiptahættir varðandi dreifingu og smásölu á ís. Þrátt fyrir að ekkert ólögmætt samráð hafi verið fyrir hendi þá úrskurðaði Samkeppnisráð á athyglisverðan hátt í málinu. Eru samkeppnisyfirvöld á réttri leið eða á villigötum?
Spurningunni hér að ofan er í flestum tilfellum kastað fram í gamni, sem þó fylgir nokkur alvara. Vísað er til þess hvað viðkomandi kaus, en það er að sjálfsögðu hans einkamál og hvorki rétt né rangt. Allt annað mál er hvernig maður kýs, þar er eins gott að kjósa rétt, röng atkvæði eru ógild. En hvað þarf til að ógilda kjörseðilinn?
Breski snillingurinn Alan Turing birti merka grein árið 1950 þar sem hann spurði spurningarinnar „Geta vélar hugsað?“. Grein hans og þær hugmyndir sem hann setur fram í henni eru jafn áhugaverðar í dag eins og þær voru fyrir rúmum 50 árum.
Nú er að koma að seinasta þættinum í seríunni Surivor, og spennan er orðin nokkur hver vinnur. Í gær þegar ég horfði á þáttinn, sá ég að það var nokkur samlíking milli þáttanna og íslenskra stjórnmála þessa dagana.
Í dag fara fram mikilvægar kosningar til Alþingis. Í dag ræðst hvort íslenskt samfélag muni áfram þróast í átt frelsisins og fjölbreytileikans eða hvort vinstri flokkarnir nái hér tökum með tilheyrandi forræðishyggju og óábyrgri efnahagsstjórn. Deiglan hvetur lesendur sína til þess að styðja Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi forystu í íslenskum þjóðmálum og setja X við D.
Er alveg hræðilegt að vera gamall á Íslandi? Er unga, sæta fólkið að hirða öll góðu störfin? Ríkir æskudýrkun í íslensku þjóðfélagi? Eða stjórna kannski hin gömlu, reyndu öfl bak við tjöldin með nokkrar unglegar strengjabrúður almenningi til skemmtunar og augnayndis?
Þann hluta kristninnar sem snýr að líknarstörfum og samhjálp við náungann má draga saman í eina setningu, gullnu regluna, sem allir þekkja: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ En réttlætir sá fagri boðskapur sem felst í þessari setningu þá ókosti sem geta fylgt trúarbrögðum?
Nú þegar aðeins fimm dagar eru þar til kosið verður til alþingis ríkir mikil óvissa um niðurstöðuna. Aðalspurningin er sú hvort stjórnin haldi velli.
Ekki er langt síðan flestir töldu að dagar Frjálslynda flokksins væru taldir. Nú mælist hann hins vegar með svipað fylgi og Framsókn og Vinstri-grænir. Að svo komnu máli er nauðsynlegt athygli kjósenda sé vakin á þeim skelfilegu afleiðingum sem stefna þeirra myndi hafa í för með sér.
Umræður stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar 10. maí nk. hafa á undanförnum vikum snúist í sífellt meiri mæli um sjávarútvegsmál. Frjálslyndi flokkurinn virðist einkum sækja fylgi sitt til þeirra sem eru ósáttir eru við kerfið og ungt samfylkingarfólk í Reykjavík virðist telja sig eiga nokkuð erindi upp á dekk í þeim efnum líka.
Í sameiginlegri grein eftir formann og lögfræðing Húseigandafélagsins sem birtist í nýjasta tölublaði Lögreglumannsins er reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu nr. 322/2001 harðlega gagnrýnd. Lögfræðingar húseigendafélagsins lýsa yfir mikilli óánægju með reglugerðina en skv. henni geta húsfélög ekki undantekningalaust fengið afhentar allar lögregluskýrslur um erfiða íbúa í viðkomandi fjölbýlishúsi.
Í pistli eftir undirritaðan sem birtist hér á Deiglunni í gær var fjallað um þann boðskap sem sveif yfir vötnum á stofnfundi Félags íslenskra feminista. Þar sem mikill meirihluti félagsmanna er eflaust ósammála þeim öfgum sem hafa komið fram á stofnfundinum og á póstlista félagsins þá verður að skoða gaumgæfilega núverandi ímynd félagsins og ábyrgðarhlutverk stjórnar þess.
Ég var í göngu í Kaupmannahöfn í fyrra þegar mótmælandi rétti mér miða. Á miðanum var dæmisaga, sem ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka.
Þegar fórnarlömb barnaníðinga vaxa úr grasi verða þau gjarnan sjálf að barnaníðingum. Þessi ríka tilhneiging hjá fórnarlömbum til að verða eins og kvalarar sínir hefur verið þekkt vandamál á mörgum sviðum í gegnum tíðina. Þannig hafa t.d. fjölmörg níðingsverk Ísraelsmanna frá stofnun Ísraels minnt meira á þýsku böðlana heldur en eftirlifendur helfararinnar. Nýjasta dæmið sem við höfum hér á landi um þessar sorglegu hvatir er því miður að finna í hinu nýstofnaða Félagi íslenskra feminista.
Um þessar mundir er liðinn áratugur frá því að eitt besta knattspyrnulið íslenskrar knattspyrnusögu, Skagaliðið 1993, fagnaði Íslandsmeistaratitli. Undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar náði ÍA ótrúlegu leiktímabili, sigraði í 16 leikjum af 18 og endaði með 49 stig í deildinni.
Nýlega gengu í gildi reglur um neytendaábyrgð, sem skylda söluaðila raftækja, svo sem tölva, til að ábyrgjast selda vöru í tvö ár frá sölu. Skilmálar þessara ábyrgða eru þó mismunandi og ganga sumir tölvusalar hart fram í því að reyna að losna undan þeim.
Það blæs ekki sérstaklega byrlega fyrir framboði Nýs Afls þessa dagana. Í gær heyrðust fréttir af því að konan sem skipar tíunda sæti listans í Norðausturkjördæmi hafi í raun engan áhuga á að vera í framboði fyrir flokkinn, og lýsti því meira að segja yfir að hún hygðist ekki kjósa hann. Forsvarsmenn framboðsins hafa hins vegar látið sér fátt um aðfinnslur frambjóðandans finnast og halda sínu striki.
Undanfarið hefur mér oft verið hugsað kvikmyndarinnar Tootsie. Í þeirri mynd gekk karlleikara erfiðlega að fá vinnu en á sama tíma var nóg af störfum fyrir kvenleikara. Ástæðan fyrir því að mér hefur dottið þessi kvikmynd í hug er er sú stefna að auka eigi hlut kvenna í stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera, er þar að jafnaði bent á breytingar í borginni.
Einstöku sinnum í íþróttaheiminum kemur fram á sjónarsviðið ungur íþróttamaður sem er svo efnilegur og drekkhlaðinn hæfileikum að vert er að gefa honum betri gaum. LeBron James er einn af þessum íþróttamönnum.