Aðalfrétt vikunnar er eflaust að fjórir ungir menn hafa einn af öðrum verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna meintra fjársvika gagnvart Landssímanum og eru þeir grunaðir um að hafa svikið út allt að 200 millljónir króna. Þrátt fyrir að það sé gömul tugga að fara enn á ný að velta upp friðhelgi einstaklinga sem eru grunaðir um refsiverðan verknað þá getur maður ekki orða bundist vegna meðferðarinnar sem fjórmenningarnir eru að fá núna í fjölmiðlum.
Tillögur félagsmálaráðherra um stórfeldar hækkanir á húsnæðislánum eru glapræði. Þær myndu ýta verulega undir þenslu á næstu árum og leiða til hærri vaxta en ella. Þar að auki eru þær á skjön við það hlutverk sem opinbera húsnæðiskerfið á að leika.
Í gærdag voru birt endurskoðuð drög að nýrri stjórnarskrá Evrópu um framtíð Evrópusambandsins. Stjórnarskráin verður sáttmáli aðildarríkjanna um framtíðarþróun sambandsins og hvert það stefnir á næstu áratugum. Nýju drögin benda ótvírætt til þess að Evrópusambandið sé að þróast í að verða sambandsríki þrátt fyrir rembingslegar tilraunir evrópskra stjórnmálamanna til að sannfæra Evrópubúa um að svo sé alls ekki.
Verðandi menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lýsti því yfir í Kastljósi á sunnudagskvöld að eitt af hennar fyrstu verkum yrði að stytta framhaldsskólann. Víst er það rétt að Íslendingar ljúka framhaldsskóla einu eða tveimur árum síðar en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. En er ekki rétt að skoða fyrst hvort skynsamlegra sé að stytta grunnskólann.
Það er auðvitað bara fyndið hvernig atkvæðagreiðslan í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. Grikkir fá 12 stig frá Kýpurbúum og Norðurlandaþjóðirnar styðja hver við aðra. En þrátt fyrir það var keppnin í gær hin ágætasta skemmtun.
Söngkeppni evrópskra ríkissjónvarpsstöðva fer fram í kvöld. Landinn er orðinn trylltur og verður væntanlega á yfirdrætti í Gleðibankanum. Á morgun kemur svo að skuldadögum og menn bölva öðrum þjóðum Evrópu fyrir fáránlegan tónlistarsmekk.
Ríkisstjórnarsáttmáli Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks felur ekki í sér stórkostleg tíðindi. Skattalækkunartillögur Sjálfstæðisflokksins virðast að hluta til ætla að ná fram að ganga þótt það sé orðað varlega. Tillögurnar í sjávarútvegsmálum virðast við fyrstu sýn vera afleitar og síst til þess fallnar að auka veg þessa undirstöðuatvinnuvegs þjóðarinnar.
Deiglan veltir í dag fyrir sér helstu breytingum sem verða á skipan ríkisstjórnarinnar. Hvað kemur mest á óvart og hver eru stærstu póitísku tíðindin?
Á seytjándu öld var uppi maður einn er þótti ákaflega ær. Maðurinn hét líklega Þorbjörn en var seinna á lífsleiðinni þekktur undir nafninu Æri-Tobbi. Um þennan mann er í raun ákaflega lítið vitað. Hann gat sér þó gott orð fyrir kveðskap og er allþekktur meðal þjóðarinnar fyrir afrek sín á því sviði.
Fyrirheit sáttmálans saman með atvinnuátaki fyrrverandi ríkisstjórnar, Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði gætu reynst okkur of stór biti að kyngja í einu. Það verður að spara sem lengi á að vara og ríkisstjórnin verður að hafa dug og þor til þess að halda vaxtastiginu í landinu niðri, þó það kosti óþægilegar aðgerðir í ríkisrekstri.
Á árunum 1990-1995 féllu að meðaltali 34 á ári fyrir eigin hendi hér á landi og fátt bendir til þess að meðaltalið hafi breyst mikið. Viðkomandi einstaklingar voru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum. Minnihluti þeirra þjáðist af alvarlegum geðsjúkdómum, langflestir voru venjulegt fólk sem átti mjög bágt sökum þunglyndis, vímuefnaneyslu, vonleysis eða sálrænna vandamála. Þetta fólk sá líklega enga aðra leið út úr svartnættinu. Er umfjöllunin um sjálfsvíg hér á landi í lagi?
Um daginn var ég á fyrirlestri með Ragnari Árnasyni þar sem hann setti fram ýmsar nýstárlegar hugmyndir. Meðal annars vildi hann veiða þorsk í gildrur og flytja hann lifandi á markað í tönkum. Ástæðan var sú að þeim mun ferskari sem fiskurinn er, þeim mun hærra verð fæst fyrir hann á markaði, og hæst er verðið ef hann er lifandi.
Það kann vel að vera að ræðan sem Jóhannes Páll páfi II flutti í gær hafi verið ein sú þýðingarmesta á 25 ára valdaferli hans. Páfinn lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við aðild Póllands að Evrópusambandinu og hefur hann sjaldan tekið jafnsterkt til orða um þessi mál. Margir Evrópusinnar binda vonir við að þessi orð páfans muni hjálpa til við að sannfæra Pólverja, sem flestir eru kaþólskir, um ágæti aðildar.
Í dag verður haldið málþing á vegum lagadeildar Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Sjálfsritskoðun og réttarvernd fjölmiðla. Eitt að því sem velt verður upp er hvernig lögin geti tryggt að fjölmiðlarnir geti rækt af heilindum það lögskipaða hlutverk sitt að vera varðhundur almennings gagnvart ríkinu og öðrum valdamiklum öflum í samfélaginu. Umræða um inntak tjáningarfrelsis fjölmiðla er afar þörf. Sérstaklega í ljósi þess hve mikið áhrifaafl fjölmiðlar eru orðnir í þjóðfélaginu.
Síðustu daga hafa fjölmiðlar og stjórnmálamenn verið mjög uppteknir af stjórnarmyndun, málefnasamningi í tengslum við hana og síðast en ekki síst skipan manna og kvenna í ráðherrastóla. Fáir virðast hafa velt því fyrir sér að nú gefist upplagt tækifæri til róttækra breytinga á skipan ráðuneyta í íslenska stjórnarráðinu.
Nú fyrir helgi var framið vopnað rán í sparisjóði einum í Kópavogi. Ekki er svo langt síðan að samskonar rán var framið í útibúi í Hafnafirði. Í báðum tilvikum náði ræninginn miklum fjármunum, eða tæpri milljón króna. Í báðum tilvikum komu þær upplýsingar fram í umfjöllun fjölmiðla um málin.
Niðurstaða alþingiskosninganna laugardaginn fyrir viku, og aðdragandi þeirra, var um margt þörf áminning fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ljóst er að ákveðnar breytingar þurfa að eiga sér stað til þess að flokkurinn missi ekki forystusæti sitt í íslenskum stjórnmálum.
Með hækkandi sól grænkar grasið á túnunum og þá er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að taka fram takkaskóna. Íþróttadeild Deiglunnar veltir fyrir sér íslenskri knattspyrnu í sumar.
Litla Grafarvogshjartað tekur alltaf kipp þegar ég fer úr hverfinu og sé skilti þar sem stendur 7 km til Reykjavíkur, en alveg síðan undirritaður fór í sveit hefur hann verið áminntur um það að hann býr í úthverfi.
Í ítarlegri könnun IMB á Íslandi kemur í ljós að fjórðungur kjósenda gerði ekki upp hug sinn fyrr en á kjördag, þar af gerði 10% ekki upp hug sinn fyrr en í sjálfum kjörklefanum.