Lekandi lögregla

FangiÞað er af sem áður var. Áður fyrr var talað sérstaklega um að rannsóknaryfirvöld hér á landi gættu mikillar varkárni við upplýsingagjöf á frumstigum rannsóknar. Ný tilfelli benda hins vegar til þess að það sé orðið létt fyrir fjölmiðla og aðra að fá aðgang að viðkvæmum upplýsingum um rannsóknir lögreglu.

Íslenskur her?

HerþoturÍ kjölfar umræðu um hugsanlegan samdrátt bandaríska hersins á Suðurnesjum hefur kviknað umræða um hvort Íslendingar eigi að auka þátt sinn í vörnum landsins með því að stofna her, eða heimavarnarlið. Deiglan varar eindregið við slíkum hugmyndum.

Ríkistryggð neyslulán

NirfillinnMikið hefur verið rætt og ritað um tillögur félagsmálaráðherra um innleiðingu 90% húsnæðislána á næstu fjórum árum og hækkun á hámarksláni í allt að 18 milljónir króna. Ein afleiðing þessara aðgerða yrði sú að umsvif ríkisins á almennum fjármálamarkaði myndi aukast umtalsvert á kostnað banka og fjármálafyrirtækja.

Viðskiptasiðferði

HeilræðiMeð efldu viðskiptalífi á Íslandi hefur almenn þjóðfélagsumræða í ríkari mæli farið að snúast um málefni tengd fjármálageiranum. Ekki er óalgengt að löng viðtöl við stjórnendur bankanna birtist á síðum dagblaðanna og sérstakir dagskrárliðir eru tileinkaðir verslun og viðskiptum, bæði í ljósvakamiðlum og dagblöðum. Með meiri umræðu um þessi mál verður sífellt ljósara að íslenskt viðskiptalíf er að slíta barnskónum með tilheyrandi vandamálum og mistökum.

Ísland æ oftar til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu

Undanfarið rúmt ár hefur Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg (MDE) tekið til efnismeðferðar þrjú mál gegn íslenska ríkinu. Í tíu ár þar á undan (1992-2002) tók dómstóllinn til efnismeðferðar fjögur íslensk mál, en alls hefur dómstóllinn fjallað efnislega um ellefu íslensk mál frá því að Íslendingar gerðust aðilar að Mannréttindasáttmála Evrópu á 6. áratugnum. Það er því greinilegur stígandi í málafjöldanum og undanfarið ár alveg sérstakt að þessu leyti.

Betur má ef duga skal

Pistlahöfundur var minntur á það á Hvítasunnudag að ekki hefur verið losað um öll óþörf höft í okkar þjóðfélagi. Lögreglan hafði lokað 10-11 búð vegna úreltra laga um helgidagafrið. Mjólkurlausir neytendur þurftu frá að hverfa, en lögreglan hafði ekki gert athugasemd við myndbandsleigu í sama húsi.

En hver sá sem ákallar nafn Drottins mun frelsast!

Jesú KristurFagnaðarerindið er boðaskapurinn um fæðingu Jesú Krists, dauða hans og upprisu og frelsun alls mannkyns. Það er hægt að boða fagnaðarerindið á margan hátt og á ýmsum stöðum. Umdeildastir hafa líklegast verið þeir sem í daglegu tali eru kallaðir kristniboðar.

Hugvekja á Hvítasunnu

Hvítasunnu hugvekjaSjö vikum eftir páska rennur upp hvítasunnudagur. En hvítasunnan ásamt jólum og páskum er ein af stórhátíðum kirkjuársins. Hátíðin á hvítasunnu á rætur í gyðingdómi eins og páskarnir. Hvítasunna gyðinga er uppskeruhátíð og trúarhátíð. Það er glaðst yfir unnu verki þegar voruppskeran er komin í hús og í musterinu og samkomuhúsum gyðinga er þess atburðar minnst þegar Móse var staddur á Sinaí fjalli og fékk í hendur töflurnar tvær með boðorðunum tíu sem var sáttmáli Guðs við þjóðina.

Breytingar á námi í læknadeild HÍ

LæknadeildÞann 23. og 24. júní næstkomandi eru fyrirhuguð inntökupróf við læknadeild Háskóla Íslands. Þetta er í fyrsta skipti í sögu deildarinnar sem slík próf eru haldin og því ljóst að deildin er að stíga mikið framfaraskref.

Þjóð gegn þunglyndi

ÞunglyndiLandlæknisembættið hefur sett af stað langtíma kynningar- og fræðsluverkefni sem heitir Þjóð gegn þunglyndi. Ætlunin er að vekja fólk til vitundar um þennan skæða sjúkdóm sem á hverju ári fellir fjölda fólks. Hingað til hefur hann verið nokkuð feimnismál og því er þetta framtak mjög lofsvert.

Myndræn vakning

bajauÁ víðfrægri ljósmyndasýningu, sem sett hefur verið upp á Austurvelli, er að finna fjölda magnaðra mynda af lítt þekktum smáundrum veraldar. Þar eru því fjölmörg tilefni til að láta hugann hvarfla til fjarlægra staða og ólíkra menningarsamfélaga, m.a til bátaþjóðarinnar í Suluhafi.

Hátt gengi krónunnar

Margir furða sig á mikilli hækkun á gengi krónunnar að undanförnu. Og æ fleiri eru farnir að kvarta undan of háu gengi. Af hverju er gengið svona hátt? Og er eitthvað hægt að gera til þess að lækka það?

Er R-listinn að líða undir lok?

Alger taugaveiklun virðist ríkja í samstarfi þeirra þriggja flokka sem standa að R-listanum. Allt eins gæti farið svo að upp úr samstarfinu slitnaði fyrir haustið.

Öfund og samstaða

Það hefur því miður stundum komið í ljós að í stað þess að Íslendingar geti treyst á hvern annan í landvinningum erlendis reynumst við hver öðrum skeinuhættastir. Við erum lítil þjóð og erum háð því að landar okkar og fyrirtæki nái árangri í viðskiptum erlendis. Það er því miður að sjá fyrirtæki eins og SÍF og SH, Landsteina og Streng undirbjóða hvern annan í gegnum tíðina og spilla fyrir hverjum öðrum erlendis í viðleitni sinni við að ná árangri. Það er afskaplega mikilvægt að við stöndum saman er við á og aðstoðum hvern annan í hinum stóra heimi fremur en að öfundast og spilla fyrir.

Fortíð og framtíð Menntaskólans í Reykjavík

Fáar skólastofnanir eru eins samofnar sögu Íslands eins og Menntaskólinn í Reykjavík. Eins og flestir þekkja á skólinn rætur sínar að rekja til Bessastaða. Alþingi hafði þar aðsetur á árunum 1845-1879 og þjóðfundur um stjórnskipun Íslands var haldinn þar árið 1851. Kennsla hófst í núverandi húsnæði árið 1846 og fékk skólinn nafnið Menntaskólinn í Reykjavík árið 1937.

Erfitt verkefni bíður nýs oddvita

Leiðtogaskipti urðu í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna fyrir helgina. Nýs leiðtoga bíður erfitt verkefni. Deiglan skoðar málið ofan í kjölinn í dag.

Kaffi er vín hins vinnandi manns

kaffiMargir byrja daginn á því að drekka kaffibolla. Sumir vilja hafa kaffið sitt sterkt en aðrir dauft. Sumir drekka aldrei kaffi á kvöldinn. Margir drekka kaffi með mjólk en aðrir alltaf svart. Neysla á kaffi er partur af lífi flestra Íslendinga.

Skemmtileg vandamál

Sólin skínDaglega þarf maður að glíma við hin ýmsu vandamál. Einstaka sinnum reka á fjörur vandamál sem eru þess eðlis að þau eru góð hvernig sem úkoman er eða á þau eru litið.

Bilið ekki brúað

leiður trúðurÍ dag eru þrjár vikur liðnar frá kosningum og það er kannski eins og að bera í bakafullann lækinn að fjalla um úrslit Alþingiskosninganna. Samfylkingin bæti við sig 4 prósentustigum sem verður að teljast nokkuð gott –en þó ekki nógu gott með tilliti til þeirrar staðreyndar að þetta var eitt af betri sóknarfærum á Sjálfstæðisflokkinn.

Glæpsamleg afglöp barna?

Glæpsamleg afglöp barnaÓgjörningur getur reynst að ákvarða sökudólga í sakamálum þar sem börn eru gerendur. Fremja börn glæpi, eða verða þau uppvís að afglöpum?