Herinn burt? – Viðbrögð ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin vill tryggja áframhaldandi loftvarnir á Íslandi og líklegt er að Bandaríkjamenn vilji tryggja umsjón yfir flugstjórnarsvæðinu og ratsjárstöðvum hér á landi og vilji alls ekki sjá þau völd falla í hendur annars ríkis. Hörð afstaða ríkisstjórnarinnar gagnvart Bandaríkjamönnum í ljósi þessa er því ekki einungis skiljanleg heldur rétt.

Spennandi formúlusumar

Keppnin um heismeistaratitil ökuþóra í Formúlu eitt kappakstrinum er hálfnuð. Michael Schumacher hefur forystu í stigakeppni ökuþóra en hann er þó engan veginn öruggur með titilinn.

Dauflegur miðbær

Daufur miðbærStarfandi sem þjónn á einu af kaffihúsum borgarinnar verður mér oft hugsað til erlendra ferðamanna sem flykkjast í miðbæinn í leit að hinu ævintýralega bæjarlífi sem þeir hafa lesið um í „What’s on in Reykjavík”. Myndir af útikaffihúsum og sætum stelpum með ís heilla óneitanlega, en raunin er yfirleitt önnur. Bærinn er oft gjörsamlega tómur og virðist sem flótti hafi gripið um sig meðal verslunareigenda í miðbæ Reykjavíkur.

Má maður mótmæla?

mótmæliMiklar umræður og skrif hafa spunnist í kringum afskipti lögreglu af mótmælendum á Austurvelli þann 17. júní sl. Vísaði lögreglan nokkrum mótmælendum út af Austurvelli og tók af þeim mótmælaspjöld sem þeir héldu á lofti á meðan forsætisráðherra hélt hátíðarræðu sína. Rétt er að geta þess að mótmælin voru þögul og virðist rökstuðningur fyrir aðgerðum lögreglu vera heldur þunnur.

Íkarus og sólin sem gefur og tekur

Maðurinn er skrýtin skepna. Þrátt fyrir að drottna yfir öðrum dýrum á jörðinni virðist á stundum sem hann sé öllu skyni skroppinn. Þessir spéhræddu prímatar eiga að vera best til þess fallnir að læra af öllum skepnum, en samt gera þeir sömu mistökin aftur og aftur, jafnvel þótt það steypi þeim í glötun. Þeir hafa einstakt lag á að misnota hluti sem hægt væri að nýta til góðs og skaða sig á því sem þeir geta ekki verið án.

Hættumerki eða óþarfa áhyggjur?

Það er algjör óþarfi að bíða eftir því að góðærið skili sér í budduna því nú er hægt að fá neyslulán út á sumarbústaðinn. Það gleymdist nefnilega í síðasta góðæri að veðsetja sumarbústaðinn upp í topp, en nú er tækifærið.

Tákngervingur um afl einkaframtaksins

Þann 11. júlí næstkomandi verða fimm ár liðin síðan Hvalfjarðargöng voru opnuð almenningi. Göngin hafa frá opnun verið táknrænn minnisvarði um afl einkaframtaksins – og svo verður vonandi áfram, þótt varasamar hugmyndir hafa verið settar fram um annað.

Bæjarsamlag um ógöngur

Til hvers að kaupa alltaf nýrri og nýrri vagna ef menn geta ekki stillt klukkuna rétt í þeim sem fyrir eru? Af hverju er ekki hægt að skipta pening í strætó? Stundum þyrfti ekki mikið til að bæta strætisvagnaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Að vera sjálfs sín herra

atvinnuleyfi útlendingaFlestum þykir sjálfsagt að fá að vinna hjá hverjum sem er og skipta um atvinnurekanda ef vistin er slæm. Útlendingar sem starfa samkvæmt tímabundnum atvinnuleyfum eiga ekki sömu möguleika, þar sem leyfið er í höndum atvinnurekandans. Fyrir utan réttlætissjónarmið, myndi það leysa margan vanda að breyta forsendum slíkra atvinnuleyfa, launþega í vil.

Guðjón leiðir hóp fjárfesta í yfirtöku á Barnsley

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Deiglunnar standa nú yfir samningaviðræður milli eigenda enska knattspyrnuliðsins Barnsley og hóps íslenskra og enska fjárfesta um kaup á félaginu. Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og knattspyrnustjóri Stoke City, fer fyrir hópi fjárfestanna.

Heimsleiðtogi til Íslands

Nelson MandelaSmekkur Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar á mögulegum kvöldverðargestum fer batnandi. Forsetinn hitti um helgina Nelson Mandela og ákvað að bjóða honum til Íslands. Mandela er í hugum margra, þ.á.m. mín, merkasti núlifandi stjórnmálaleiðtoginn. Æviskeið hans er öllum þeim, sem trúa á réttlæti, ævarandi hvatning.

Loksins, loksins

Japanskir hárgreiðslumenn geta andað léttar, sjónvarpsmenn á SKY geta farið að sofa og tískufrömuðir í Madrid ráða ekki við sig af kæti; Beckham er farinn til Real.

Eyðileggjum tölvurnar

Verndun höfundaréttar á Netinu sem og annars staðar er vandasamt verkefni. Nú hefur bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Orrin G. Hatch stungið upp á einfaldri lausn á vandanum hvernig koma megi í veg fyrir ólöglega dreifingu efnis á Netinu – eyðileggjum tölvurnar.

Sænska velferðarkerfið

Gert við sænska velferðarkerfiðFinnar, sem hafa hægt og bítandi náð sér upp úr miklu atvinnuleysi og efnahagskreppu með mikilli framtakssemi og fyrirhyggju, segja stundum í hálfkæringi að sænska velferðarkerfið sé eins og dekkjalaus Volvo. Rosalega góður bíll, en virkar ekki.

Hvalir eru svo krúttlegir

HvalveiðiskipAlþjóða hvalveiðiráðið samþykkti í gær ályktun gegn hvalveiðum í vísindaskyni. Ráðið var stofnað árið 1946 en hefur vikið verulega frá upphaflegu hlutverki sínu.

Hver ætli svari í græna númerið?

Indland, útflutningur, fjarvinnslaEf hringt er í grænt númer í Bandaríkjunum eru miklar líkur á því að símanum sé svarað á Indlandi. Störf í alls kyns þjónustugeirum flytjast nú hröðum skrefum frá Bandaríkjunum til Indlands.

Skot í fótinn

Fjölþjóðlegt samfélagÍ umræðum um Evrópusambandið hafa andstæðingar þess oft fallið í þann fúla pytt að ala á fodómum og tortryggni í garð útlendinga í stað þess að notast við málefnaleg rök. Þessi aðferð andstæðinga Evrópusambandsins kemur sér ákaflega illa í umræðunni fyrir þá sem vilja berjast gegn aðild á grundvelli málefnanna.

17. júní

17. júníÍ dag er því fagnað á Íslandi að fyrir 59 árum varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Dagurinn sem valinn var til hátíðarhaldanna er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar sem oft er kallaður frelsishetja Íslendinga. Nú í byrjun 21. aldarinnar er viðhorf fólks til þjóðernis og fullveldis ríkja breytt frá því sem áður var.

Já og aftur já!

Tékkar samþykktu samþykktu aðild að ESB um seinustu helgi rúmlega viku eftir að Pólverjar gerðu slíkt hið sama. Hvort tveggja gerðist án teljandi vandræða. Fyrirfram voru þetta þau lönd þar sem mest var óttast um niðurstöðuna sökum vel skipulagðrar ESB-andstöðu og áhugaleysis kjósenda. Úrslitin eru því mikill sigur fyrir Evrópusinna.

Spennandi úrslitakeppni í NBA

Jason Kidd og Tim DuncanÍ gær vann San Antonio Spurs sigur í fimmta úrslitaleik sínum gegn New Jersey Nets. Leikirnir hafa allir verið sýndir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hafa verið mjög áhugaverðir þótt lítið stigaskor og fremur vandræðalegur sóknarleikur ásamt áköfum varnarleik hafi einkennt úrslitarimmuna.