Hreyfingarleysi

HreyfingarleysiVegna tæknivæðingar og þjóðfélagsbreytinga síðustu áratuga er hreyfing ekki lengur jafn sjálfsagður hluti af dagsins önn eins og áður var. Bíll, sími, tölva og sjónvarp fullnægja þörfum fólks og ástæðan fyrir hollri hreyfingu hverfur. Þjónusta hjá mörgum fyrirtækjum er slík að auðveldlega má komast af án þess að hreyfa sig sem eitt skref úr sófanum. Þetta er einmitt ástæðan fyrir þjóðarátaki sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir síðastliðið ár og kallað “Ísland á iði” með undirtitil “Baráttan við sófann”.

Slaka á!

Á degi hverjum stofna fjölmargir Íslendingar sér og öðrum í hættu með of hröðum akstri. Vandinn liggur ekki aðeins í stórkostlegu ofmati fólks á eigin ökufærni heldur einnig í viðhorfi til hraðasksturs innan þjóðfélagsins. Nú þegar sjálfsagt þykir að keyra edrú og með beltinn spennt eru margir enn á þeirri skoðun að hraðakstur sé léttvægt brot, ef brot skyldi kalla.

Héðinsfjarðargöng II – Pólitísk misnotkun?

Ljóst er að göngin verða aldrei fjárhagslega hagkvæm. Hvort þau séu skynsamleg út frá öðrum sjónarmiðum s.s., vegna þróunar byggðar, er ákaflega hæpið en þó umdeilanlegt. En af hverju var þá ákveðið að byggja þessi göng? Það er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að þau verði byggð eingöngu til að efna kosningaloforð. Frambjóðendur til Alþingis notuðu stöðu sína og lofuðu að ráðist yrði í þessar framkvæmdir næðu þeir kjöri.

Héðinsfjarðargöng I – Hvað verður þá um skattalækkanirnar?

JarðgöngRíkisstjórnin hefur látið undan þrýstingi og dregið til baka eða „mildað“ frestun Héðinsfjarðarganga. Er nú gert ráð fyrir því að hafist verði handa árið 2006 og framkvæmdahraðinn aukinn. Stjórnin virtist á tímabili ætla að standast þá prófraun að hún þyrði að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir á þenslutímum en nú hefur komið í ljós að hún er fallin – hvað verður þá um skattalækkanirnar?

Ánægjulegar hugmyndir sjávarútvegsráðherra

byggðakvóti, Árni MathiesenÍ kjölfar nýlegs álits umboðsmanns Alþingis hefur Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, viðrað hugmyndir um afnám byggðakvóta og að línuívilnun komi í hans stað. Þessar hugmyndir eru svo sannarlega fagnaðarefni.

Skotið á vopnin

Vopnaleit í ÍrakÍ kjölfar átakaloka í Írak héldu teymi sérfræðinga á vegum bandaríska hersins inn í landið í þeim tilgangi að staðsetja og gera óvirk hvers kyns kjarnorku-, efna- og lífefnavopn. Leitin að gereyðingarvopnum hefur ekki enn borið þann árangur sem vonir stóðu til um, en ef til vill eru aðrar leiðir, vænlegri til árangurs, sem gætu skotið vel búnum eftirlitsmönnum ref fyrir rass.

Hvar eru hugsjónirnar?

Jimmy SwaggartÞað er mikilvægt að yfirlýstir hugsjónamenn séu samkvæmir sjálfum sér. Ef hugsjónamenn tala digurbarkalega um grundvallarhugsjónir en brjóta síðan gegn þeim í daglegu lífi sínu líkjast þeir prédikara sem hvetur aðra til dyggða en stundar sjálfur syndsamlegt líferni. Orð þeirra verða lítils virði og í raun verður hegðun þeirra hugsjóninni frekar til hnjóðs en gagns.

Eru stelpur betri í stærðfræði en strákar?

FormúlurÞegar fólk ræðir um námshæfileika barna er oft talað um það að strákar séu að jafnaði betri í raunvísindum en stelpur og að stelpur séu betri í tungumálum og félagsvísindum en strákar. En á þetta við rök að styðjast?

Hlutverk miðbæjarins

ReykjavíkEkki fer fram hjá neinum að fjör miðbæjar Reykjavíkurborgar fer því miður þverrandi. Atvinnustarfsemi er að miklu leyti að færast annað og þar með stór hluti þess fólks sem undanfarin ár hafa gætt miðbæinn lífi. Rótækar breytingar þarf til að snúa þessari þróun svo sem að gera fólki kleift að leggja ókeypis niðri í bæ og loka fyrir umferð bíla um Laugaveginn.

Hún rís úr sumarsænum

VestmannaeyjarVestmannaeyingar fögnuðu um helgina því að þrjátíu ár eru liðin frá því að eldgosi á Heimaey lauk. Hátíðarhöldin voru í alla staði glæsileg og eru þeir, sem gerðu sér ferð til Eyja, á einu máli um að hátíðin hafi verið ógleymanleg. Það kemur svo sem engum, sem þekkir til Eyjamanna, á óvart.

Listin að hætta á toppnum

Að velja rétta tímann til að hætta á toppnum er vandmeðfarin list og hefur reynst mörgum garpinum þrautin þyngri..

Sovétríkin og ESB

Til eru prakkarar sem nota hvert tækifæri til að líkja saman Sovétríkjunum og Evrópusambandinu. Nýlega mátti til dæmis lesa á vef Heimssýnar grein eftir formann Flokks framfarasinna þar sem því er haldið fram að stjórnkerfi hinnar nýju Evrópsku stjórnarskrár svipi um margt til kerfisins sem var við lýði í Sovétríkjunum sálugu. Hve mikið er til í slíkum fullyrðingum?

Stríðsþokan í Írak

Stríðsþokan í ÍrakNú er ljóst að ráðgjafar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ýktu hættuna sem stafaði af Írak í aðdraganda Persaflóastríðs hins síðara. Þetta eru ljót, en þó alls ekki óvænt, tíðindi. Í aðdraganda stríðins var fjölmörgum hæpnum fullyrðingum varpað fram af stjórnvöldum Bretlands og Bandaríkjanna til þess að sannfæra almenning um að stríð við Írak væri réttlætanlegt. Gekk áróðursstríðið svo langt að fyrr en varði hafði tekist að sannfæra meirihluta Bandaríkjamanna um að Saddam Hussein hafi verið persónulega ábyrgur fyrir hryðjuverkunum 11. september 2001.

Á Hæstiréttur að þyngja refsinguna í Hafnarstrætis-máli?

HæstirétturÍ júnímánuði kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn tveimur ungum mönnum sem réðust á annan ungan mann í Hafnarstræti fyrir rúmu ári með þeim afleiðingum að atlagan leiddi til dauða hans. Mennirnir tveir fengu 2 og 3 ára fangelsisdóm og þótti mörgum dómurinn vægur. En var dómurinn í málinu of vægur?

Rök gegn afnámi mjólkurkvóta

MjólkurkvótiLandbúnaðarráðherra hefur undanfarið gefið í skyn að þegar núverandi búvörusamningur rennur út muni fyrirkomulagi afurðastyrkja fyrir mjólk verða breytt talsvert. Þetta hefur sett verðmæti mjólkurkvótans í uppnám og hafa kvótaeigendur gagnrýnt breytingarnar harkalega. Mikið af þeirra rökum hljómar kunnuglega.

Efnarafalar í stað rafhlaðna

rafhlöðurTilraunir með notkun efnarafala í stað hefðbundinna rafhlaðna hafa lofað góðu. Í gær tilkynnti japanska fyrirtækið NEC að það muni markaðssetja efnarafal fyrir fartölvur strax á næsta ári.

Gríman fallin

brotthvarf varnarliðisinsUmræðan um brotthvarf varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur verið áhugaverð og leitt marga óvænta hluti í ljós. Að öllu öðru ólöstuðu þá hafa óvæntustu fréttirnar verið óstaðfestar fregnir af því að íslensk stjórnvöld hafi spurt frönsk stjórnvöld hvort þau vildu ekki taka að sér varnirnar. En fréttirnar og umræðan sjálf eru ekki bara áhugaverð heldur er einnig afar fróðlegt að sjá hvaða aðilar hafa skyndilega dúkkað upp til að styðja stofnun á íslenskum her. Það eru nefnilega mestmegnis einstaklingar sem hafa kennt sig við frjálshyggju.

Burt með tolla á ís

ís, kjörís, rjómaís, tollar, Emmessís, Bónus, Kaupás, SamkeppnisstofnunAf hverju ætli Kjörís og Emmessís hafi yfirburðastöðu á ísmarkaði á Íslandi þrátt fyrir að vörur þeirra séu ekkert sérlega góðar? Ætli það hafi eitthvað með það að gera að á innfluttan ís eru lagðir himinháir tollar?

Auga fyrir auga, líf fyrir líf

aftakaEr aldrei réttlætanlegt að taka líf þeirra sem hafa brotið af sér? Hvað með barnaníðinga, eða fjöldamorðingja? Getur þjóðfélagið einhvern tímann notað dauðarefsingar til að halda uppi aga?

Staðfest sambúð samkynhneigðra

sambúð samkynhneigðraVíða um heim fjalla löggjafar um réttindi samkynhneigðra og rétt þeirra til sambúðar og hjónabands. Þróunin hefur verið hæg á þessu sviði, en nú er þónokkur hreyfing á hlutunum. Í Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi hafa frumvörp um málið verið lögð fram eða eru í burðarliðnum.