„Í dag er mikill gleðidagur hjá íslenskum neytendum“

karöflur…….sagði landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson fyrr í þessum mánuði þegar hann boðaði til blaðmannafundar í karöflugarði á Suðurlandi, í tilefni af því að íslenskir neytendur væru ekki neyddir lengur til að leggja sér til munns ársgamlar íslenskar kartöflur. Kartöflur sem erlendis yrðu fyrir aldurs sakir dæmdar óætar og í besta falli notaðar í dýrafóður.

Stækkun ESB og sovétgrýlan

Á næsta ári verða aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) 25 talsins, en þau eru nú 15. Líklegt er að vaxtaverkir fylgi stækkuninni enda hin nýju ESB-ríki ólík hinum gömlu að ýmsu leyti. Flest eru þau fyrrum austantjaldsríki. Við stækkunina þarf að ná málamiðlunum milli fleiri og ólíkari þjóða en áður. Hvernig skyldi það ganga?

Íþróttaafrek hálfsársins

Fréttamenn hafa setið sveittir við að reikna saman stig. Íþróttamenn sýna sínar bestu hliðar og sitja heima á laugardagskvöldum. Eftirvæntingin skín úr andlitum mannfjöldans. Stundin er runnin upp. Niðurstöður hins árlega vals Deiglunnar á íþróttaafreki hálfsársins eru komnar í hús.

Að moka skít fyrir ekki neitt

Þó að hugmyndir um þegnskylduvinnu séu, sem betur fer, liðin tíð gefa nýjustu vangaveltur um íslenskan her ástæðu til að óttast. Fámenni þjóðar gerir það að verkum að aldrei væri hægt að reka hér skilvirkan atvinnumannaher svo að líklegast þyrfti að koma á herskyldu á Íslandi. Það er vond hugmynd.

Áhrifamesta fyrirtæki heims?

BláskjárVöxtur Microsoft samsteypunnar hefur verið ótrúlegur frá stofnun fyrirtækisins árið 1975. Nú er svo komið að langflestir tölvunotendur nota kerfi frá MS og ítök þeirra á tölvumarkaðnum eru gríðarleg. Ekkert virðist geta haggað stöðu þeirra.

Endurskipulagning á hlutabréfamarkaði

Þrátt fyrir uppákomur í íslenskum fjármálaheimi undanfarin misseri má segja að markaðurinn sé smátt og smátt að taka á sig mynd þróaðs markaðar í stað lögmála frumskógarins. Þessu má þakka aðhaldi Fjármálaeftirlitsins, en einnig Kauphallarinar eins og dæmin sanna í nýlegu máli varðandi viðskipti með bréf í Skeljungi. Sumir hafa haft áhyggjur af fækkun félaga í Kauphöll Íslands en það má segja að hluti af þessum þroskaferli markaðarins sé grisjun fyrirtækja sem ekki eiga heima þar.

Héðinsfjarðargöng III – Og tilgangurinn er?

LágheiðiPistlahöfundi gafst tækifæri á dögunum til þess að fara í vettvangsferð um gangasvæði Héðinsfjarðarganga og heyra skoðanir Ólafs- og Siglfirðinga á framkvæmdunum. Ferðin var góð því svæðið er fallegt, byggðin nokkuð myndarleg og íbúar hlýlegir. En í þessari vettvangsferð vaknaði spurning sem virðist hafa farið fram hjá mörgum: Hver er tilgangurinn með gangagerðinni?

Lengi lifi Linux

Tux LinuxLinux var upphaflega hugmynd Finna að nafni Linus Thorvalds, sem á öðru ári í tölvunarfræði bjó til nýtt stýrikerfi. Kerfið átti að vera stöðugt, ókeypis og opið fyrir alla. Í dag eru til meira en 130 útgáfur af Linux í ýmsum stærðum.

Athugasemd frá ritstjóra

Vegna ritstjórnarpistils sem birtist á Deiglunni og upplýsinga sem síðar hefur verið aflað hefur ritstjóri sent frá sér stutta athugasemd.

Vestræn villidýr II

Þann 26. febrúar 2002 birtu tveir starfsmenn flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR), og einn starfsmaður mannúðarsamtakanna Save the Children, minnisblað byggt á ítarlegum rannsóknum þeirra á hjálparstarfi á vegum Sameinuðu þjóðanna í Vestur-Afríku ríkjunum Gíneu, Líberíu og Sierra Leone. Þar komu fram alvarlegar staðhæfingar um kynferðislega misnotkun og ofbeldi friðargæsluliða og hjálparstarfsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna og óháðra mannúðarsamtaka (NGO) í öllum löndunum.

Hagsmunir Íslands víkja fyrir persónulegu áhugamáli

Íslenska heimavarnarliðið?Í gær bárust heimsbyggðinni þær fréttir að Íslendingar ráðgerðu stofnun fjölmennra hersveita, svo fjölmennra að með þeim yrði íslenska þjóðin ein sú hervæddasta í heimi. Og til að taka af allan vafa um að hér væri ekki um getgátur að ræða, vitnaði AP-fréttastofan í einn æðsta ráðamann íslenska ríkisins.

Bjóðum saman, því það er svo gaman!

Um meint samráð Olíufélaganna.

Óhætt er að segja að lokaskýrslu Samkeppnisstofnunnar um meint verðsamráð olíufélaganna sé beðið með mikilli eftirvæntingu en skýrslunnar er að vænta fyrir lok þessa árs. Séu þær fréttir réttar sem lekið hafa út undanfarna daga að þá má segja að um sé að ræða eitt allra grófasta brot og samráð sem samkeppnisfyrirtæki á Íslandi hafa staðið fyrir gegn neytendum.

„Pornstar in training“

Algengt er að sjá börn og unglinga klædd í föt með klámmyndum og klúryrðum. Þetta vekur upp fjölmargar spurningar sem erfitt er að svara. Hvað er það sem veldur eftirspurn fyrir fötum af þessu tagi fyrir börn og unglinga? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á þessu?

Með lögum skyldi land byggja

Eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 bjuggust flestir við róttækum aðgerðum af hálfu Bandaríkjamanna. Fjölmargir stríðsfangar hafa verið í haldi á Kúbu undanfarna mánuði en nýjustu tíðindi þaðan hafa valdið mörgum áhyggjum. Hugmyndir um sérstakan stríðsglæpadómstól eru sérstaklega varhugaverðar.

Umboðsmaður íslenska hestsins

Margir kváðu þegar tilkynnt var fyrir stuttu að Jónas R. Jónasson tæki við embætti Umboðsmanns íslenska hestsins. Ekki af því að Jónas sé illa að starfinu kominn heldur skýtur það skökku við stofnað sé sérstakt embætti í kringum þessa skepnu. Íþróttadeildin hættir sér út á hálan ís í pistli dagsins.

Fer þetta ekki að ganga yfir?

Það kemur í hlut Menningarskrifstofu Deiglunnar (áður menningardeildar) að útbúa helgarnestið fyrir lesendur nú þegar dæmalaus veðurblíða geisar á landinu – ekki hafa allir ástæðu til að kætast yfir veðrinu.

Auðsært þjóðarstolt

StrokkurAuðsært þjóðarstolt Íslendinga er ekkert einsdæmi. Hver einasta þjóð hefur viðkvæma sjálfsímynd sem hún reynir að vernda og hlúa að. Viðbrögðin þegar að henni er vegið eru misjafnlega sterk eftir því hve viðkvæmt málefnið er.

Níðingar á netinu

Tækninni fleygir stöðugt fram og yngsta kynslóðin á gott með að tileinka sér það allra nýjasta. Samhliða færist í vöxt að börn séu lokkuð á fundi misyndismanna með hjálp nýjustu tækni. Erum við ráðalaus gagnvart þessari ógn eða er hægt að beita gömlum húsráðum á óværuna?

Vogun vinnur, vogun tapar

Án öflugra leitarvéla væri Netið varla svipur hjá sjón. Leitarvélar eru forsenda þess að hratt og einfaldlega sé hægt að finna nauðsynlegar upplýsingar á Netinu. Google er stærsta og mest notaða leitarvélin um þessar mundir og fara vinsældir hennar sívaxandi.

Vestræn villidýr I

Upp á síðkastið hafa mál komið upp á yfirborðið sem varða hegðun vestrænna starfs- og hermanna á þróunarsvæðum í Afríku. Þessi atvik sýna glöggt hvers konar óleik vestrænar þjóðir geta gert þriðja heims ríkjum með því að senda óstöðuga einstaklinga á þessi svæði, hvort sem um er að ræða til hjálpar- eða eftirlitsstarfa.