Starfsmenn Pétursbúðar við Ægisgötu hafa gripið til nýstárlegs ráðs til að halda stéttinni sinni hreinni. Er eina leiðin til að tryggja hreinar götur borgarinnar að koma fram við borgarbúa eins og börn?
Álagningarseðlar eru birtir í takmarkaðan tíma á hverju ári og einungis á fáum stöðum. Þrátt fyrir þetta eru viðhöfð stór orð um áhrif birtingarinnar. Það vekur því nokkra furðu að enginn tali um enn frekari birtingu. Það er líklega vegna þess að áhrifin eru stórlega ýkt.
Á laugardaginn var mikið um dýrðir í miðbæ Reykjavíkur þegar haldið var upp á hinsegin daga. Samkynhneigðir, og stuðningsmenn réttinda þeirra, létu rigningarsudda ekki á sig fá heldur flykktust í bæinn til að taka þátt í þessum árlega hátíðar- og baráttudegi. Nú er svo komið að samkynhneigðir eru komnir út úr skápunum en fordómarnir hafa tekið sér bólfestu þar í staðinn.
Enn sem fyrr eru blikur á lofti fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísraelsmenn réðust í fyrradag frá landi og úr lofti á hús í Askar-flóttamannabúðunum í Nablus á Vesturbakkanum. Tveir liðsmanna Hamas-samtakanna voru felldir í árásinni. Hamas-samtökin hóta að hefna dauða mannanna. Ljóst er að árásin er ekki til þess fallin að róa öldur ófriðar í Ísrael og Palestínu.
Þann 23. júní síðastliðinn greindi Deiglan fyrst íslenska fjölmiðla frá því að Guðjón Þórðarson leiddi hóp fjárfesta í yfirtöku á enska knattspyrnufélaginu Barnsley. Í dag stjórnar Guðjón liði Barnsley á heimavelli gegn Colchester United í 1. umferð ensku 2. deildarinnar. Hann er því mættur til leiks á ný í ensku knattspyrnunni.
Hamingja er athyglisvert hugtak. Menn vilja eiga sem mest af henni en samt getur engin sagt hvað hún er. Hins vegar virðast margir hafa sammælst um það hvað hamingja sé ekki. Hamingja er víst „ekki það sama og peningar“, heyrum við oft.
Í grein fyrr í vikunni fjallaði Jón Steinsson um leiðir í skattamálum og var ein málsgrein um svokallaðan hátekjuskatt. Þar kom fram sú skoðun greinarhöfundar að hækka frítekjumarkið í 350-400 þúsund og að nefna skattinn öðru nafni. Sú sem skrifar nú er alfarið á móti þessum skatti og finnst hann til þess fallinn að letja fólk til vinnu. Hins vegar er önnur hlið á þessum skatti sem má gagnrýna en það er álagning hans. Skatturinn er greiddur eftir skattaárið og kemur því til greiðslu 1. ágúst árið eftir að teknanna er aflað. Þá er gerð áætlun um greiðslu hátekjuskatts fyrir næsta ár og innheimt eftir því.
Eftir umstang verslunarmannahelgarinnar sitjum við eftir með sveitt ennið og öndum léttar – jafnvel þau okkar sem ekkert fóru fengum vænan skerf af útihátíðum í gegnum skrautlega og merkilega einhæfa umfjöllun fjölmiðla sem gerðu mjög afmörkuðum hluta hátíðarinnar skil.
Hér á Deiglunni hefur áður verið fjallað um hættuna sem mannkyninu stafar af loftsteinum. Það er vonandi að viðbúnaður við þeirri ógn verði aukinn, en jafnvel þótt okkur takist að forðast þá vá, erum við ekki óhult. Því alheimurinn er stór og hættulegur.
Það verður sífellt auðveldara að komast heimshorna á milli og þeim mun ódýrara! Lágfargjaldaflugfélög hafa slegið í gegn um allan heim með hreint ótrúlegum tilboðum. Dæmi um magnað farmiðaverð er London-Brussel á 1.99 pund eða ca. 250 kr íslenskar. Maður kemst nú ekki til Selfoss fyrir þann pening.
Það voru óskiljanleg mistök af hálfu Samfylkingarinnar að koma ekki fram með skynsamlegar gagntillögur við kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins um afnám eignaskatta og erfðafjárskatta. Slíkar tillögur hefði sett Sjálfstæðisflokkinn í erfiða aðstöðu þar sem hann lagði þunga áherslu á skattamál fyrir kosningarnar.
Í síðustu viku létust um 600 manns eftir sprengjuárás á Monroviu, höfuðborg líberíu. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna brást við með því að staðsetja rúmlega 2000 sjóliða út fyrir ströndum landsins. Að undanförnu hefur þrýstingur aukist á bandarísk stjórnvöld að þau stöðvi átökin á milli stjórnar Charles Taylors forseta landsins og uppreisnarsveita.
Á góðviðrisdögum í Reykjavík má oft sjá fólk í stuttermabolum að hlaupa án augljóss tilgangs. Hvert er þetta fólk að fara og hvers vegna er það að flýta sér svona mikið?
Enn rennur verslunarmannahelgin upp. Þjóðvegir og tjaldstæði fyllast, landinn ærist og flestir fara að heiman. Ýmislegt ræður för. Sumir elta veðrið en aðrir eru háðir hefðinni. Eitt er það þó sem gnæfir yfir annað í hefðum verslunarmannahelgarinnar.
Á meðan að veðrabrigði geta víða haft mikil áhrif t.d í kjölfar uppskerubresta, þá er íslenskt samfélag blessunarlega laust við það að eiga í hættu þess háttar skakkaföll í kjölfar brigðulla veðra. Einna helst virðist veðrið gegnum tíðina hafa haft hvað mest áhrif með því að móta árstíðabundið lundarfar þjóðarinnar. Fer íslensk tilvera e.t.v svolítið eftir veðri?
Í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 33 frá 20. mars 2003 segir að yfirtökuskylda myndist þegar einn aðili, eða tengdir aðilar, hefur eignast 40% atkvæðisréttar í félaginu. Föstudaginn 25. júlí átti Kaupþing 39,63% hlutafjár og Skeljungur hf. átti 1,75% í sjálfu sér. Nú segir í lögum um hlutafélög, nr. 2 frá 30. janúar 1995, að eigin hlutir félags og hlutir, sem dótturfélag á í móðurfélagi, njóta ekki atkvæðisréttar. Í raun þýðir þetta að Kaupþing hafi farið með 39,63%/(100% – 1,75%) = 40,3% virks atkvæðisréttar í Skeljungi hf. þann 25. júlí síðastliðin og því spurning hvort ekki hafi myndast yfirtökuskylda samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.
Tónlistarnemar á framhalds- og háskólastigi, sem stundað hafa nám við tónlistarskóla í Reykjavík en eiga lögheimili annars staðar á landinu, fá ekki að halda áfram námi í Reykjavík nema sveitarfélag viðkomandi ábyrgist greiðslu kostnaðar sem af náminu hlýst. Það hlýtur að vera kominn tími til kominn að tónlistarnám sé tekið alvarlega.
Slysið um borð í geimferjunni Columbiu fyrr á þessu ári, og eins sprengingin í Challenger, eru þörf áminning um að vísindi og framfarir eru ekki áhættulaus. Þótt fórnir geimfaranna séu augljósar eru fjölmargir aðrir sem hafa fórnað sér í þágu vísindanna, hvort sem er beint eða óbeint.
Á undanförnum áratugum hafa orðið mjög miklar breytingar í byggðum landsins þegar fólk hefur flutt úr sveitunum á mölina. Átthagafélög hafa meðal annars séð til þess að brottfluttir haldi sambandi við gamla sveitarfélagið. En hversu lengi er hægt að tala um að einhver komi frá einhverjum stað?
Barátta harðra frálshyggjumanna fyrir lögmálum frumskógarins heldur áfram. Raunar náði hún áður óþekktum hæðum um helgina í Helgarsproki Andríkis.is. Þar setur Andríki fram harða gagnrýni á Samkeppnisstofnun.