Í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari skiptust breskir stjórnmálamenn í tvö horn. Annars vegar fylgdu menn stefnu Chamberlain um eftirlátssemi gagnvart Hitler og hins vegar stóðu þeir við hlið Churchill sem treysti nasistaforingjanum ekki fyrir horn. Churchill hafði rétt fyrir sér en Chamberlain ekki. Þeir stjórnmálamenn sem styðja stríð í Írak eru óragir við að rifja þetta upp.
Nú fer fram í París í Frakklandi heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum. Þetta er í 9. sinn sem heimsmeistaramótið fer fram en fyrsta mótið var haldið í Helsinki árið 1983. Til Parísar koma íþróttamenn frá öllum heimshornum, fylgifiskar þeirra, fréttamenn og áhorfendur. Heima í stofu sitja hundruð milljóna manna og fylgjast með mótinu. Áhorfendur vilja sjá íþróttamennina ná góðum árangri og svo vilja þeir sjá met, helst heimsmet.
Flestir telja vísast fráleitt að byggja jarðgöng til Vestmannaeyja. En jarðgöng til Eyja yrðu líklega mun arðbærari en flestir gera sér í hugarlund. Raunar er líklegt að slík göng gætu nokkurn vegin staðið undir sér.
Nú er skólinn að byrja og hvort sem menn fylgja mottóinu um að það sé „leikur að læra“, eða því sem bankastofnanir predika nú, að „nám sé vinna“, er ljóst að einhver þarf að borga fyrir herlegheitin. Og í þeirri umræðu sem fram hefur farið um þau mál að undanförnu, hefur framsetningin verið misvísandi á köflum.
Í liðnum mánuði varð ljóst að ein skærasta stjarna NBA deildarinnar í körfubolta, Kobe Bryant, yrði dreginn fyrir rétt fyrir meinta naugðun á konu sem vann á hóteli sem hann gisti á nú í sumar. Kobe hefur játað að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni en segir að mökin hafi verið með samþykki af beggja aðila.
Skattgreiðendum gefst ekki kostur á að koma beint að ákvörðunum varðandi ráðstöfun skattgreiðslna sinna heldur er aðkoma þeirra einungis með óbeinum hætti á nokkra ára fresti þegar kosið er. Vel má hugsa sér breytingar á skattkerfinu sem stuðla að meiri þátttöku skattgreiðenda í því hvernig skattgreiðslum þeirra er varið.
Mörgum var brugðið þegar fregnir bárust af því að höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna höfðu verið sprengdar í loft upp í Bagdad síðasta þriðjudag. Um hundrað manns særðust og talið er að 23 manns hafi látist, þar á meðal Brasilíumaðurinn Sergio Vieira de Mello, aðalfulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak.
Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki verið að leita að tækifærum út fyrir landsteinana. Ódýrt vinnuafl, stöðugleiki í stjórnmálum og jákvæð efnahagsþróun gera Eystrasaltsríkin að spennandi kosti.
Póstvírusinn Sobig.F var á ferðinni í gær og lék mörg fyrirtæki grátt. Fyrirtækin hljóta að velta fyrir sér hvort það hefði ekki borgað sig að hafa réttar varnir. Ein af þessum vörnum er að vera öðruvísi og þora t.d. að nota Linux eða hætta með Outlook.
Ég er áhugamaður um “krummaskuð” – íslensk krummaskuð. Ef til vill er það kyrrðin í sveitunum, mannfólkið eða sú staðreynd að pistlahöfundur er alinn upp á landsbyggðinni Hvað sem veldur er fjársjóður fólginn í því að ferðast um landið, leyfa sér að vera ferðamaður og njóta þessara margbölvuðu byggðarlaga.
Eins og greint var frá í Deiglufréttum í gær verður Silfur Egils ekki á dagskrá Skjás eins í vetur. Deiglan kafaði ofan í málið og heyrði í Agli Helgasyni, stjórnanda Silfursins.
Það reynist mörgum þrautin léttari að tæta í sig tilverurétt Sinfóníuhljómsveitar Íslands með hefðbundnum frjálshyggjurökum. Allar hefðbundnu frumsetningarnar um óhagkvæmni ríkisreksturs falla fullkomlega að líkaninu og ekki skemmir fyrir að Hljómsveitin er dýr í rekstri og stór hluti fólks annaðhvort skilur ekki tónlistina sem hún flytur eða finnst hún leiðinleg.
Nú er afstaðinn sá tími árs er upplýsingar um fjárhagsmál íslenskra skattgreiðenda liggja á glámbekk fyrir forvitnar sálir að skoða. Ákvæði 98. gr. laga nr. 75 frá 1981 sem kveður á um framlagninguna er úrelt og skorar Deiglan á löggjafann að fella ákvæðið á brott á komandi þingi.
Hvalveiðar Íslendinga eru hafnar á ný. Hrefnufangarinn Sigurbjörg BA hélt til veiða skömmu eftir miðnætti í nótt. Vaxandi spennu gætir vegna hugsanlegra aðgerða erlendra aðila, einkum bandarískra stjórnvalda sem hafa ýjað að viðskiptaþvingunum vegna veiðanna. Hvalveiðar Íslendinga eru því hluti af heimsmálunum um þessar mundir.
Höfundur pistilsins og Deigluútgáfan ehf firra sig ábyrgð af hvers kyns tjóni eða skaða á eignum, líkama eða sál sem lestur þessa pistils kynni að valda hvort heldur með beinum eða óbeinum hætti.
Þegar ágústmánuður er hálfur liðinn er komið að hátíð þeirri sem helguð er menningu og listum. Menningarnótt hefur skipað sér kyrfilega sess á hátíðadagatali landsmanna og umfang hennar aukist til muna ár frá ári, og um leið hefur nóttina tekið að lengja.
Í viðskiptum á fimmtudegi verður að þessu sinni fjallað um viðskiptatilboð ættuð frá Afríku sem algengt er að fólk fái um þessar mundir. Flest þeirra ganga út á að bjóða stórar upphæðir fyrir frekar litla fyrirhöfn. En ekki er allt gull sem glóir. Almennt í viðskiptum gildir sú regla að það sem virðist vera of gott til að vera satt, er ekki satt.
Það hlýtur að vera vilji borgarbúa að stjórnmálamenn hætti í fjárfestingaleik með peninga almenningsfyrirtækis eða eyði þeim ekki í risavaxin skrifstofuhús. Enn fremur vilja borgarbúar borga lægri skatta. Sala á Orkuveitunni myndi uppfylla báðar þessar óskir. Sem Reykvíkingur myndi pistlahöfundur styðja hugmyndir þess efnis heilshugar.
Kerfi sem geta sjálf búið til eigin afrit og þannig fjölfaldað sig búa yfir mörgum spennandi eiginleikum. Í gær í frétt hér á Deiglunni var sagt frá slíku kerfi, tölvuveiru sem gerði mönnum lífið leitt, en afritunareiginleika kerfa má einnig nota til nytsamlegra hluta.
Vaxandi titrings gætir nú í forystusveit Samfylkingarinnar vegna landsþings flokksins í haust og hugsanlegra breytinga á forystusveitinni þar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er enn í einskismannslandi og Össur Skarphéðinsson þykir vera að styrkja stöðu sína sem formaður.