Óhugur og sorg

annalindh.jpgMorðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar er einn óhugnanlegasti atburður í sögu Norðurlanda og reiðarslag fyrir hið opna og frjálslega samfélag sem við Norðurlandabúar eigum sameiginlegt.

11. september – að tveimur árum liðnum

wtc2.jpgÍ dag eru tvö ár liðin frá því að hartnær þrjúþúsund manns af ýmsu þjóðerni létu lífið fyrir hendi hugsjúkra brjálæðinga í mesta hryðjuverki sögunnar. Ellefti september er dagsetning sem greipt verður í huga allra hugsandi manna okkar tíma og minnst af öðrum kynslóðum um ókomna tíð.

Kínverskur kirkjugarður

kinakommunismi.jpgSagan segir að árið 1926 stuttu áður en að rússneski heimspekingurinn Ayn Rand, þá 21 árs gömul, yfirgaf Sovétríkin og flúði til Bandaríkjanna hafi ungur Rússi komið upp að henni í veislu og sagt henni að þegar hún kæmi til Bandaríkjanna ætti hún að segja Bandaríkjamönnum að Rússland væri einn stór kirkjugarður og að rússneska þjóðin væri öll að deyja.

Sannleikurinn um Tsjernobyl

chernobyl.jpgTsjernobyl slysið hefur orsakað aukna torgtryggni almennings í garð kjarnorku sem margir andstæðingar hennar eru duglegir að nýta sér. Þetta hefur komið niður á rannsóknum á þessu sviði og hafa margar þjóðir ákveðið að loka kjarnorkuverum sínum og leitað eftir öðrum og oft óhagkvæmari orkugjöfum. En hver voru raunveruleg áhrif Tsjernobyl-slyssins á heilsufar fólksins á svæðisinu?

Viltu pening?

money_a.jpg Haustið er komið, skólarnir byrjaðir og bankar landsins farnir í heljarins auglýsingaherferð. Nú er tími til að taka lán, enginn byrjunarkostnaður, engir ábyrgðarmenn, ekkert vesen, bara peningur beint í vasann. Hljómar vel…

Böðullinn boðinn velkominn

luogan.jpgLuo Gan, einn æðsti yfirmaður löggæslumála í Alþýðulýðveldinu Kína er staddur hér á landi í sérstakri heimsókn. Hann hyggst kynna sér land og þjóð og styrkja samband ríkjanna. Þó að hér gefist tækifæri á að koma okkar sjónarmiðum á framfæri er varða mannréttindi, er hætt við því að talað verði fyrir daufum eyrum böðuls.

Peter Singer á Íslandi

Peter Singer er einn umdeildasti núlifandi heimspekingurinn og hefur jafnvel verið kallaður „hættulegasti maður í heimi“. Singer hélt um helgina fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Þar tók hann sérstaklega fyrir tvö mál sem sérstaklega varða okkur Íslendinga, hvalveiðar og virkjunarframkvæmdir á hálendi Íslands.

Sverfum þýska stálið!

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að í dag spila Íslendingar landsleik í knattspyrnu við sjálfa Þjóðverja. Leikurinn er án vafa mikilvægasti leikur íslenska landsliðisins til þessa. Í fyrsta skipti í sögunni eigum við raunhæfa möguleika á því að komast áfram í lokakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu.

Ljúfa Ljósanótt

Á morgun laugardaginn 6. september verður haldin Ljósanótt í Reykjanesbæ. Hátíðin er einstaklega glæsileg í ár og ástæða fyrir alla til að leggja leið sína þangað um helgina. Eða eins og hið fornkveðna segir: „kvöldin þar þau eru engu lík…“

Vatn fyrir alla

Rúmlega einn milljarður manna hefur ekki aðgang að nægu hreinu vatni til drykkjar og enn fleiri búa við óásættanleg gæði vatns til annarra nota. Þetta skapar félagsleg, efnahagsleg og ekki síst alvarleg heilbrigðisvandamál.

Pharmaco – óskabarn þjóðarinnar

Pharmaco er í dag stærsta fyrirtæki landsins og er áætlað verðmæti þess nú metið um 83 milljarða í Kauphöll Íslands. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið með ólíkindum á allra síðustu árum og stefnir í að ekkert lát verði á því þar sem enn frekari útrás er á dagskrá þess.

Tækifæri fyrir kvikmyndir og tónlist

napster.jpgÁ netinu er mikið framboð af allskyns tónlist og kvikmyndum. Í flestum tilfellum er um ólöglegar útgáfur að ræða sem netnotendur deila sín á milli. Þessi dreifing hefur haft mikil áhrif á tónlistarmarkaðinn og leita menn nú leiða til að aðlagast breyttu umhverfi í kjölfar mikillar notkunar á vefnum.

Jafna vikunnar

Það er sjaldnast svo að nemendur hrópi húrra yfir því að þurfa að læra nýja jöfnu. Þeir sem vinna við slíka hluti þakka þó fyrir það knappa og skýra form sem þær bjóða upp á við birtingu upplýsinga. En ef farið yrði að dæmi dægurfjölmiðlanna og vísindamenn í hverri fræðigrein yrðu beðnir að velja „jöfnu vikunnar“, hvernig ætli niðurstaðan yrði?

Svarthvítir sigurvegarar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að Knattspyrnufélag Reykjavíkur tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í gær. Þrátt fyrir að tveimur umferðum sé ólokið í mótinu þá hefur Vesturbæjarstórveldið það mikla forystu í deildinni að ekkert lið getur náð þeim að stigum. Munu þeir því væntanlega taka við Íslandsmeistarabikarnum í næstu umferð þann 14. september næstkomandi þar sem þeir taka á móti Vestmannaeyingum í Frostaskjólinu.

Bush hefur brugðist

Hægri menn víða um heim töldu það sérstaka ástæðu til fagnaðar þegar repúblikaninn George W. Bush sigraði Al Gore í forsetakosningunum árið 2000. En nú eftir að reynsla hefur komið á störf hans í forsetaembætti er ljóst að hann átti þennan fögnuð lítið skilið.

Skammsýn stefna í gengismálum

gengiJohn Snow mun í vikunni þrýsta á stjórnvöld í Kína og Japan að leyfa gjaldmiðlum sínum að hækka í verði. Þessi stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum er skammsýn og eigingjörn. Hún lýsir einstöku skilningsleysi á aðstæðum í Kína og Japan.

Straumhvörf

Fjárfestingafélagið Straumur er enn og aftur í eldlínunni, nú eftir að Landsbankinn og Samson hafa eignast samanlagt um 34% hlut. Staða félagsins í íslensku viðskiptalífi er með þeim hætti að valdaátök fara að miklu leyti fram í gegnum það.

Rafmagnsleysið í Bandaríkjunum – Hvernig getur þetta gerst?

Flestum er í fersku minni þegar stór hluti austur strandar Bandaríkjanna varð rafmagnslaus fyrir nákvæmlega tveimur vikum. Margir furðuðu sig á því hvernig svona lagað gæti gerst hjá einni af þróuðustu þjóðum veraldar og var kostnaðurinn metinn á milljarða dollara.

Þetta fólk

Lítill krúttlegur hvalur sem engum vill illtAf hverju er annað fólk en við á móti hvalveiðum? Eru allir Evrópubúar fórnarlömb gróðasjúkra umhverfisöfgamanna sem vilja Íslandi illt? Umræðan um hvalveiðar að undanförnu hefur því miður verið fulleinfeldnisleg og ekki skilað Íslendingum öðru en frústrjasjónum og pirringi í garð annara þjóða.

Formannsmorð!

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ákveðið að þyrma pólitísku lífi svila síns og samstarfsmanns til margra ára. En það þýðir ekki að hún hafi ákveðið að beina byssunni sinni eitthvað annað en að höfði formanns Samfylkingarinnar; hún hefur meira að segja tilkynnt hvenær hún hyggist taka í gikkinn.