Margir lesendur velta því eflaust fyrir sér hvað gerist bak við tjöldin á einu ástsælasta vefriti þjóðarinnar. Ástir, örlög og rýtingsstungur á Deiglunni eru umfjöllunarefni Helgarnestis að þessu sinni.
Í Fréttablaðinu á þriðjudag birtist frétt þess efnis að á vegum viðskiptaráðuneytis væri verið að útfæra tillögur um að afnema hömlur á fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi. Haft var samband við Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi þingmann Alþýðubandalagsins og núverandi þingmann Framsóknarflokksins sem lýsti endalausum áhyggjum sínum af þessum máli. Ástæðan fyrir þessum áhyggjum Kristins var sú að „miklir hagsmunir væru í húfi“.
Ekki hefur farið fram hjá neinum að miklar sviptingar hafa átt sér stað á hlutabréfamarkaði síðustu misserin. Hefur stríðið aðallega átt sér stað í gegnum fjárfestingafélagið Straum og Landsbankann hf. Í síðustu viku náði baráttan svo hámarki þegar flóknir samningar voru kunngerðir sem m.a. gerðu það að verkum að Eimskipafélagið er nú að stórum hluta í eigu Samson manna og Landsbankans, Straumur er stærsti hluthafinn í Flugleiðum og Sjóva verður gert að dótturfyrirtæki Íslandsbanka.
Þann 7. október n.k. fara fram mjög umdeildar ríkisstjórakosningar í Kaliforníu. 1,6 milljónir íbúa ríkisins skrifuðu undir beiðni um að haldnar yrðu aukakosningar, eða n.k. vantraustskosning vegna ríkisstjórans Gray Davis. Slíkar kosningar hafa aðeins einu sinni farið fram áður í Bandaríkjunum.
Vélar og tæki í umhverfi okkar virðast oft flókin og finnst mörgum illráðanlegt að glíma við alla þessa tækni. Tæknin byggir hins vegar oft á einföldum hugmyndum sem eru ekki flóknar. Dæmi um slíka tækni er rafmótorar sem einfalt er að föndra heima hjá sér.
Ýmsum brygði í brún ef tekið yrði upp á því að fjalla um gagnkynheigð og samkynhneigð með orðunum réttkynhneigð og svo rangkynhneigð (eða örvkynhneigð). Enda þykir nú sem betur fer smekklaust að gagnrýna þá sem hneigjast til sama kyns. En ansi margir halda að það hafi tekist að hleypa samkynhneigðum einum inn í musteri réttlætingarinnar, en skella hurðinni á nefið á þeim sem stunda aðra óhefðbundna kynhegðun. Þeir hafa rangt fyrir sér.
Bandaríkjamenn og Bretar hafa varið miklum fjármunum í tilraunum sínum til þess að koma ró á í Írak en eru nú að verða uppiskroppa með fjármagn og úrræði. Því hefur bandalagið leitað til Sameinuðu þjóðanna um stuðning og hvetur aðrar þjóðir til að taka þátt í uppbyggingunni með því að senda hersveitir til Írak í friðargæslu.
Í Lindh harmleiknum sænska hefur mikið verið rætt um niðurstöður DNA prófa sem skorið gætu úr um hvort réttur maður sitji í haldi lögreglu grunaður um ódæðið. Er snilldarlegri og óskeikulli tækni á stundum ef til vill gefið fullmikið vald?
Þegar fellibylurinn Fabian gekk yfir Bandaríkin spurðu margir, eðlilega, hvort öll góðu, óveðurslegu nöfnin hefðu einfaldlega klárast. Í Helgarnesti dagsins skyggjumst við inn í veruleikaheim fellibylja. Kemur Bob aftur? Mun Clarice valda jafn miklum usla og seinast? Veit Isabel að Fabian er sonur hennar?
Í umræðu um stjórnmál ber oft á góma ýmis hugtök, en skilningur manna á hugtökunum er oft æði misjafn, og oft er um almennan hugtaka rugling að ræða. Þetta er sérstaklega áberandi í allri umræðu um rekstur hins opinbera og þegar talað er um einkavæðingu. Til að byrja með verður að hafa á hreinu merkingu tveggja hugtaka, annars vegar einkareksturs og hins vegar andheitisins ríkisrekstur.
Eitt einkenna Danmerkur, auk t.d. Litlu-Hafmeyjunnar og Tívolís, eru Lego-kubbarnir. Lego hefur um árabil heillað börn víða um heim, og eflaust foreldra þeirra líka, sem keypt hafa leikföngin handa börnum sínum. En undanfarin ár virðist áhugi barna og foreldra á þessum leikföngum hafa minnkað nokkuð og hefur rekstur framleiðanda Lego gengið illa. Er því von að spurt sé; Er Lego enn að gera sig?
Nú í þessari viku gaf greiningadeild Landsbankans út nýja hagspá undir heitinu „Meiri vöxtur – minni þensla?” Í þessari spá, sem nær fram til ársins 2010, er gert ráð fyrir góðum hagvexti á tímabilinu og í raun mun betri en opinberar spár höfðu gert ráð fyrir.
Það fór illa í Cancun. Samningaviðræður um umbreytingar á kerfi alþjóðaviðskipta leystust upp án þess að hnikað hefði í samkomulagsátt og nú er óhætt að segja að svartýni, fremur en bjartsýni, sé ríkjandi varðandi framvindu Doha-ferlisins svokallaða. Þetta er áfall fyrir allar þjóðir heims.
„Eins öfugsnúið og það hljómar þá einskorðast kvennabaráttan í dag ekki við að koma sem flestum konum í störf á vinnumarkaðnum heldur líka að banna þeim að vinna önnur,“ segir Eyrún Hanna Bernharðsdóttir í sérstökum gestapistli á Deiglunni í dag.
Windows stýrikerfið hefur mikla yfirburðastöðu á markaðnum. Að hluta til kemur þetta til vegna þess að tölvunotendur hafa engu öðru vanist. Nú gæti Microsoft hins vegar mætt alvarlegri samkeppni þar sem áætlanir eru uppi um að smíða nýtt stýrikerfi sem fengi mikla dreifingu í Kína, sem er enn lítt plægður akur í upplýsingatækninni.
Samgöngunefnd Reykjavíkur hefur víst pakkað niður í ferðatöskur enda ætlar hún í vettvangsferð út fyrir landsteinana að skoða almenningssamgöngur í evrópskum borgum á stærð við Reykjavík. Eitt af því sem nefndin hyggst leggja sérstaka áherslu á að skoða eru léttlestar enda telur hún grundvöll fyrir rekstri þeirra í Reykjavík.
Það eru margar konur sem kannast við þá tilfinningu að kaupa sér „stelpublað“. Með „stelpublaði“ á pistlahöfundur við glanstímarit eins og Vogue, Marie Claire, She, Bliss og að sjálfsögðu sjálfa drottningu glanstímaritanna Cosmopolitan. Í pistlinum fjallar höfundur um efni og innihald slíkra tímarita, áhrif þeirra og síðast en ekki síst hvað skal borga fyrir að þiggja þau áhrif.
Sprottið hefur upp áhugaverð umræða að undanförnu um byggingu jarðganga til Vestmannaeyja og birtist mjög góður pistill þess efnis á Deiglunni fyrir skömmu. Umræða um jarðgöng til Eyja er ekki ný af nálinni en áhugavert er að nú ber hún vott um ný viðhorf eða breyttan tíðaranda því fylgjendur gangagerðarinnar vilja nú sýna fram á að göngin séu fjárhagslega hagkvæm.
Svíar ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa um EMU-aðild. Kosningarnar fara fram í skugga morðsins á Önnu Lindh, utanríkisráðherra og mikils stuðningsmanns evrunnar. Var réttlætanlegt að halda atkvægreiðslunni til streitu þrátt fyrir hinn skelfilega atburð?
Það er eðlilegt að framboð sem hefur enga hugsjón aðra heldur en þá að komast til valda fái lánaðar hugsjónir og hugmyndir frá öðrum. R-listinn í Reykjavík var stofnaður til höfuðs Sjálfstæðisflokknum með það eitt að markmiði að koma honum frá. Hugsjónafátæktin hefur nú neytt R-listann til að leita lausna á ólíklegustu stöðum.