Hagkvæmar og óhagkvæmar leiðir til þess að bæta námsárangur íslenskra barna

námsárangurFlestir telja líklega að fækkun nemenda í hverri bekkjardeild sé góð leið til þess að bæta námsárangur í skólakerfinu. Fjöldi rannsókna bendir hins vegar til þess að svo sé ekki. Fækkun nemenda í hverri bekkjardeild niðurfyrir 25 virðist vera tóm peningaeyðsla.

Glæpsamlegur málflutningur kaþólsku kirkjunnar

orphan_uganda.jpgErindrekar kaþólsku kirkjunnar í Afríku ráðleggja fólki að nota ekki smokka því notkun þeirra stuðli að eyðnismiti. Því er jafnvel haldið fram að smokkar séu smurðir HIV veirunni.

Að ganga á guðs vegum

Svitadroparnir keppast við að þræða krákustíga andlitsins. Hitinn er óbærilegur. Miskunnarlaus sólin vægir engum. Vatn er af skornum skammti. Næsta vin er í órafjarlægð. Sandur.

Þrándur í götu friðar

arafat5.jpgGamli hryðjuverkaleiðtoginn Yasir Arafat er þrándur í götu friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er þó ekki réttdræpur þess vegna, eins og Ísraelar hafa gefið í skyn, en brotthvarf hans er engu að síður mikilvægur þáttur í að hægt verði að koma á friði á svæðinu.

Jákvætt framlag til húmors í íslenskum stjórnmálum

LogoUJ2.jpgVefritið www.politik.is sem Ungir Jafnaðarmenn standa fyrir birtir í dag opið bréf til þeirra ungu sjálfstæðismanna sem fengu ekki að skrá sig í Heimdall fyrir seinasta aðalfund félagsins. Það er ágætt að vita að enn séu til ungliðar sem hafi húmor.

Bush og skattalækkanir

IraqUn.jpgStrax í upphafi kjörtímabils George W. Bush sýndi forsetinn að efnahagsstjórn hans byggði að miklu leyti á skattalækkunum. Meirihluti bæði í efri og neðri deild bandaríska þingsins gerði honum kleift að lækka skatta um 1350 milljarða bandaríkadali næstu tíu árin þrátt fyrir mikla andstöðu demókrata sem óttuðust að fjárlagahallinn ykist í kjölfarið.

Ísland – bezt í heimi?

Fjöldi innflytjenda hefur aukist gríðarlega hér á landi síðustu ár. Ísland stendur frammi fyrir sömu áskorun og margar aðrar þjóðir heims. Sú áskorun felst í að taka á móti nýjum meðlimum samfélagsins með opnum hug, mæta þörfum þeirra og þjóna þeim til að auðvelda þeim leiðina inn í íslenskt samfélag sem virkir meðlimir þess en ekki einungis sem hlutlausir áhorfendur, eða það sem verra er, útlagar.

Framfarir í tækni og vísindum

Tækni og vísindi gegna lykilhlutverki í mótun og myndun þess samfélags sem mannkynið hefur þróað með sér. Siðmenning okkar grundvallast á þeim tæknibyltingum sem átt hafa sér stað og þeim uppgötvunum sem gerðar hafa verið.

Vantraustskosningar í Kaliforníu II

Í dag fara fram kosningar í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Menn eru þó langt frá því að vera vissir um að úrslitin verði ljós strax. Kosningarnar eru sögulegar, en eftirmálarnir gætu orðið enn sögulegri og gætu haft mikil áhrif á pólitískt landslag og andrúmsloft næstu ára.

Stjórnmálakona á barmi örvæntingar?

isg4.jpgÓnefndur knattspyrnumaður frá Akranesi, sem gerðist sekur um óþarft og illgjarnt brot á knattspyrnuvellinum seint á 8. áratugnum, varð svo að orði við það tækifæri: „Betra er illt að gera, en að gera ekki neitt.“ Örvæntingarfullir stjórnmálamenn eru kannski í þeirri stöðu að geta tekið undir þessi orð.

Íþróttastjörnur á glapstigum

Eins og flestir íþróttaáhugamenn vita standa nú yfir í Bandaríkjunum réttarhöld yfir Kobe Bryant leikmanni Los Angeles Lakers. Bryant er sakaður um að hafa nauðgað unglingsstúlku á hótelherbergi en leikmaðurinn neitar sök. Um síðustu helgi bárust svo skelfilegar fréttir frá Bretlandi af nokkrum úrvalsdeildarleikmönnum í knattspyrnu sem eru sakaðir um hópnauðgun.

Svíar hópast til Danmerkur

Í fyrradag (1. október) gengu í gildi lög í Danmörku sem leiða til þess að Svíar og jafnvel Norðmenn munu hópast til Danmerkur í tilteknum erindagjörðum. Með lögunum mun eftirsótt vara lækka í verði um u.þ.b. þriðjung í Danmörku, en sú vara er töluvert dýrari í Svíþjóð og margfalt dýrari í Noregi. Hér er ekki verið að ræða um Lego-kubba, ekki lifrakæfu og ekki danskar pylsur. Varan er sterkt áfengi.

Aðalfundur Heimdallar

Aðalfundur Heimdallar fór fram í gær. Á þeim fundi var, venju samkvæmt, kjörin ný stjórn félagsins. Í aðdraganda fundarins hafði fráfarandi stjórn hins vegar frammi fordæmislaus vinnubrögð sem vart geta annað en grafið undan trú félagsmanna að vilji til þess að virða lýðræðislegan vilja félagsmanna hafi verið til staðar.

Breski fasteignamarkaðurinn: Erfiður fyrir nýja kaupendur

Frá 1997 hefur mikill kraftur einkennt íslenska fasteignamarkaðinn. Á undanförnu ári hefur nafnverð fasteigna hækkað um 14% sem er langt umfram verðbólguhækkun. Það er forvitnilegt að skoða breska fasteignamarkaðinn í samanburði við þann íslenska en þeir eiga sumt sameiginlegt en annað ekki.

Yfirlýsing frá framboði Bolla Thoroddsen

Framboð Bolla Thoroddsen til stjórnar í Heimdalli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Heimdallar að meina stuðningsmönnum hans aðild að félaginu.

Fólk er hvatt til þess að senda mótmæli vegna framgöngu stjórnar félagsins með því að skrá mótmælin á vefsíðu framboðs Bolla, www.blatt.is.

Texti mótmæla sem nú er safnað undirskriftum vegna er eftirfarandi. Afrita má textann hér og líma í skeytið.

Við undirrituð, ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem höfðum hug á því að styðja framboð Bolla Thoroddsen til stjórnar Heimdallar, mótmælum harðlega þeim óforsvaranlegu vinnubrögðum stjórnar Heimdallar sem hafa komið í veg fyrir eðlilega kosningu nýrrar stjórnar.

Ákvörðun stjórnarinnar um að meina stórum hópi ungs fólks aðild að félaginu er ekki hægt að kalla annað en ofbeldi gagnvart því unga fólki sem vildi hafa áhrif á störf félagsins með því að taka þátt í því, sem átti að vera opin og lýðræðisleg ákvörðun, um hvaða einstaklingar ættu að sitja í stjórn félagsins á komandi starfsári.

Þessi svívirða er ekki aðeins Sjálfstæðisflokknum til mikils tjóns, heldur stríðir hún bersýnilega gegn öllum þeim grundvallargildum og hugsjónum sem flokkurinn kennir sig við og byggist á. Þetta framferði er fráfarandi formanni og stjórn til mikillar skammar og varpar dökkum skugga á kjör nýrrar stjórnar, sem ekki er með nokkru móti hægt að segja að hafi hlotið umboð frá almennum félagsmönnum til þeirra starfa.

Stjörnuleit

Idol sönghæfileikakeppni, eða stjörnuleit er hafin á Íslandi. Velgengni stjörnuleitar og samnefndra sjónvarpsþátta, hefur verið við það sama í hverju því landi sem leitin hefur verið farið fram í og alls staðar slegið rækilega í gegn. Eitthvað við uppskriftina virðist óbrigðult til að heilla og draga fólk að skjánum.

Siðferði manna: Ræðst það af rökum eða reiði?

siðfræðiNýlegar rannsóknir sem birtar eru í vísindatímaritinu Science varpa athyglisverðu ljósi á það hvort afstaða fólks til siðferðilegra álitaefna ræðst af rökhyggju eða tilfinningum. Svo virðist sem fólk láti tilfinningarnar stundum hlaupa með sig í gönur.

Ál fyrir rollur

ÁlverÞað er nokkuð merkilegt hvað íslenskir stjórnmálamenn einblína mikið á áliðnað sem eina orkufreka iðnaðinn á Íslandi. Menn láta sér ekki nægja að byggja enn eitt álverið í Reyðarfirði, með tilheyrandi virkjanaframkvæmdum, heldur verður nú einnig að stækka Norðurál. Stefnir ekki í nógu miklu þenslu í þjóðfélaginu?

Konunglegt danskt brúðkaup í vor

donaldson.jpgHinn hálffertugi Friðrik krónprins Danmerkur mun kvænast Mary Donaldson, rúmlega þrítugri, vel menntaðri og glæsilegri konu frá Ástralíu í vor. Eftir þessu hafði danska þjóðin og danska pressan beðið lengi, en Friðrik hefur tekið sinn tíma í að velja sér kvonfang, framtíðardrottningu Dana.

Frelsi frjálshyggjumanna

Næsta miðvikudag verður kosið í stjórn Heimdallar. Nokkrir framámenn í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins hafa kosið að beita sér, og embættum sínum, í þágu ákveðinna frambjóðenda. Í dag fjallar góðvinur Deiglunnar Svava Björk Hákonardóttir um framgöngu þeirra í aðdraganda aðalfundarins í sérstökum gestapistli.