Í síðustu viku kom fram í dagsljósið minnisblað Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, til helstu samstarfsmanna sinna þar sem hann lét í ljós efasemdir um að stríðið gegn hryðjuverkum hefði skilað nægilegum árangri. Vill hann nýja stofnun sem hefur víðtækar heimildir til þess að athafna sig.
“Hver hefði viljað bera ábyrgð á því að hafa hleypt hundruðum manna inn í félagið daginn fyrir aðalfund.” Þessi stórmerkilegu ummæli Magnúsar Þórs Gylfasonar, fyrrverandi formanns Heimdallar var að finna í Morgunblaðinu þann 25.október 2003. Svava Björk Hákonardóttir fjallar um grein Magnúsar í sérstökum gestapistli á Deiglunni í dag.
Á undanförnum vikum hefur nokkuð borið á illa ígrundaðri gagnrýni á fjárlög ríkisins. Menn hafa því miður fallið í þá gryfju að bera saman epli og appelsínur.
Í lok september fór pistlahöfundur til Ljubljana höfuðborgar Slóveníu á ráðstefnu. Ferðin til Slóveníu var ævintýri líkust og ótrúlegt var að sjá hinn hraða uppgang í efnahagslífinu þar.
Í sérstökum gestapistli í dag segir Svava Björk Hákonardóttir að hin umdeilda ákvörðun stjórnar Heimdallar að hafna inngöngubeiðni 1152 einstaklinga, gangi þvert gegn þeim markmiðum sem lágu til grundvallar við stofnun Heimdallar en félagið átti að „verða vaxandi boðberi þroskamöguleika flokksins og örugg trygging fyrir sífelldri endurnýjun hans.“
Af ýmsu skemmtilegu sem gerðist í síðustu viku er útspil nýkjörinnar stjórnar Heimdallar áreiðanlega með því besta.
Hvað á að gera þegar við erum stödd í 10.000 metra hæð, fallhlífarlaus og jörðin færist nær á ógnarhraða? Er hægt að lifa af frjálst fall úr slíkri hæð? Kæru lesendur, eftirfarandi pistill gæti bjargað lífi ykkar!
Hillary Rodham Clinton gaf nýverið út æviminningar sínar, „Living History“. Skrifstofa Hillary í Hvíta Húsinu var kölluð Hillaryland en hvort vesturálman verði einn daginn öll Hillaryland er óvíst. Æviminningar hennar hafa hins vegar skapað henni vinsældir og tryggt stöðu hennar sem Demókrata sem getur látið til sín taka í kosningabaráttu.
Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands og Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra ítrekuðu báðir þá skoðun sína á Kirkjuþingi um helgina að ekki bæri að aðskilja ríki og kirkju. Í ræðum þeirra er aftur á móti lítið um sannfærandi rök fyrir því að ríkisvaldið skuli styðja og vernda þjóðkirkjuna umfram önnur trúarbrögð.
Stjórnmálaflokkurinn Venstre hér í Danmörku hefur nú sett fram tillögur um 20 svið, þar sem hann vill að starfræksla ákveðinna verkefna verði flutt úr höndum hins opinbera yfir til einkaaðila. Flokkurinn telur að á þessum sviðum geti kostir einkaframtaksins skilað sér í lægri ríkisútgjöldum.
Svokölluð stjórn Heimdallar tók þá nýstárlegu ákvörðun í gær að láta fólk skrá sig tvisvar í félagið til að teljast fullgildir meðlimir.
Staða Ian Duncans Smith innan Íhaldsflokksins er afar slæm. Í pistli dagsins veltir Baldvin Þór Bergsson fyrir sér framtíð formannsins og möguleikum Íhaldsmanna á sigri í næstu þingkosningum.
Í sérstökum gestapistli fjallar Teitur Skúlason um þá þróun sem orðið hefur í tónlistarmyndböndum að sífellt meira bert hold er þar til sýnis. Hver ætli sé ástæðan fyrir því að nekt er orðin algengari og er ástæða til að bregðast við?
Þegar þetta birtist á síðum íslenska internetsins verður pistlahöfundur líklega nýlentur á flugvelli Karls frá Gallíu (Charles De Gaulle) í borg Gustavs Eiffel og situr þar á kaffihúsi að borða “croissant” og drekka rauðvín. Hinn hefðbundni Parísarhringur verður væntanlega tekinn með stoppum í Eiffelturninum og Sigurboganum og þaðan rölt niður Meistaravelli (Champs Elysee) með alpahúfu á höfðinu og svo tekið langt hádegi á einu af fjölmörgum veitingastöðum gömlu Lútesíu. Hennar frúar kirkja við Signu og Latínu hverfið verða eflaust heimsótt og mannlífið í einni af litríkustu borgum Evrópu drukkið í sig.
Undanfarið hefur hinn digri olíusjóður Norðmanna verið nokkuð í umræðunni. Litlu minni er þó annar sjóður sem hinn umdeildi auðjöfur, Bill Gates, stofnaði. Sjóðurinn „The Bill and Melinda Gates Foundation“ er nú langstærsti góðgerðasjóður í heimi og mun í framtíðinni hafa mikil áhrif á heilbrigðismál þriðja heimsins.
Ameríski draumurinn hefur heldur betur orðið að veruleika fyrir Arnold Schwarzenegger, sem erorðinn ríkisstjóri í Kaliforníu. Það sem er kannski enn ótrúlegra er að kosningarnar munu líklega ekki hafa neina stórkostlega eftirmála eins og ýmislegt benti til. Íbúar Kaliforníu bíða nú spenntir eftir að Arnold efni loforðin.
Pistlahöfundur er orðinn langþreyttur á endalausu væli stjórnmálamanna um línuívilnanir, landbúnaðarstyrki og innflutningshöft og horfir upp á rótgróin íslensk stórfyrirtæki þiggja óbeinan ríkisstuðning á borð við framleiðslustyrki, skattaundanþágur og sjómannaafslætti. Getur ekkert íslenskt fyrirtæki borið sig án ríkisafskipta?
Síðastliðinn mánudag birtist á frelsi.is auglýsing um myndbandakjöld Frjálshyggjufélagsins. Eflaust er þetta ekki í fyrsta skipti sem einn stjórnmálaflokkur auglýsir atburð annars. Hins vegar voru auglýsingarnar orðaðar á þann hátt að lesendur gátu fengið á tilfinninguna á Frjálshyggjufélagið væri einhver undirdeild í Heimdalli. Eða að minnsta kosti sérstakt vinafélag fyrir „lengra komna“ í frjálshyggjudraumnum.
Nýlega var skýrt frá frjóvgunartilraunum kínversks rannsóknarteymis sem tókst að gera heilbrigð fóstur úr erfðaefni þriggja manneskja. Það eru í sjálfu sér engar fréttir. Fréttnæmt er hinsvegar að aðferðin sem notuð var í þetta skiptið þykir sumum vera tilbrigði við einræktun.
Umræðan um að viðskiptabankar taki við afgreiðslu húsnæðislána af Íbúðalánasjóði gerist sífellt háværari. Snemma á þessu ári gáfu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja út skýrslu þar sem kynntar voru til sögunar þrjár leiðir til þess.