Einfaldleikinn

CircleAllir þekkja mörg dæmi þess að hlutir séu flóknari en þeir þurfa að vera. Yfirleitt er hægt að finna einfaldari leið ef leitað er að henni. Ef til vill er lausnin að koma á fót Einföldunarstofnun.

Ætti maður að veðja á Howard Dean?

Howard DeanEf marka má mat fjármálamarkaða ber Howard Dean nú höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur í prófkjöri Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar næsta haust. Líkurnar á því að hann hljóti útnefninguna eru nú þegar komnar yfir 50%.

Hjólum!

Reiðhjólið er afar praktískt farartæki, sérstaklega þegar farnar eru stuttar vegalengdir. Það er mun ódýrara í rekstri en bíll, og er einnig holl hreyfing fyrir þann sem ferðast á því. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er reiðhjólið afar vanmetið samgöngutæki á Íslandi og eru eflaust margar ástæður fyrir því.

Rauði krossinn

Henry Dunant var merkilegur maður. Þessi bankamaður sem var með allt niðrum sig setti fram hugmynd að félagi sem hvert einasta mannsbarn ætti að þekkja. Félagið nefnist Rauði krossinn.

Gen og tónik

Skál!Látlausar fréttir af „einstæðum“ vísindaafrekum íslenskra fræðimanna dynja á landsmönnum án þess að fólk skilji upp eða niður í því hvaða þýðingu þau hafa í raun. En vísindin koma sífellt á óvart og stundum eru skilaboðin skýr – eins og þegar breskum hermönnum var fyrirskipað að þamba gin til að verjast malaríu.

Vörugjöld og fleiri leiðindi

angry.bmpGreiða skal í ríkissjóð vörugjald af innfluttum vörum samkvæmt lögum um vörugjald. Tollar, skattar og vörugjöld ríksins geta hækkað vöruverð umtalsvert. Mikilvægt er að endurskoða þessi lög með frjáls viðskipti í huga.

Liðveisla úr Hafnarfirði

Íslenskt heilbrigðiskerfi er eitt það besta í heiminun og þannig viljum við hafa það. En það á við rekstrar- og skipulagsvanda að etja sem ekki sér fyrir endann á. Um síðustu helgi féllst Samfylkingin á þá góðu markaðslausn í heilbrigðismálum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir, þ.e.a.s. einkarekstur.

Evrópa lögfræðinganna

EU_expansion.jpgAfrakstur sextán mánaða starfs ráðstefnunnar eru um 250 blaðsíður af stjórnarskrárdrögum. Regluverk Evrópusambandsins er býsna umfangsmikið og til þess að hægt sé að ætlast til að þegnar Evrópusambandsins þekki gildandi rétt þarf eflaust að taka upp umfangsmikla kennslu á öllum skólastigum.

Gúgúlplex og aðrar skemmtilegar tölur!

Tölur, stórar sem smáar, leika stórt hlutverk í lífi okkar. Öll viðskipti grundvallast á misháum tölum og mjög oft þarf að henda reiður á fjölda ýmissa fyrirbæra s.s. fjölda lífvera, fjölda efniseinda í alheiminum o.s.frv. Við mannfólkið eigum misauðvelt með að velta fyrir okkur tölum og leika okkur með þær en flest okkar þurfa sjaldan að hugsa um stærri tölur en nokkrar milljónir, þ.e. húsnæðisverð, á meðan Björgúlfar landsins þurfa að gíra sig upp í milljarðana.

Öfgar í öndvegi II

Nú liggur fyrir Alþingi í fimmta skiptið tillaga um breytingar á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 frá Kolbrúnu Halldórsdóttur. Breytingartillaga Kolbrúnar gengur aðallega út á að gera kaup á vændi og hvers kyns kynlífsþjónustu refsiverð.

Vinstri-Þverir

vglogo.gifJá, þeir voru fljótir að bregðast við fréttum af landsfundi kratanna, blessaðir róttæku félagshyggjumennirnir. Helstu talsmenn VG, jafnt á þingi sem utan þess, keppast nú við að froðufella yfir nýjustu hægrisveiflu Samfylkingarinnar.

Erfðabreytt Íslandsbygg(ð)

Í gær birtist í Fréttablaðinu gagnrýni á yfirvöld umhverfismála og fyrirtækið ORF lítækni, sem sögð eru ætla að sleppa erfðabreyttum plöntum út í íslenska náttúru án nokkurs samráðs við kóng eða prest. Eiga fullyrðingar um greiða leið erfðabreyttra efna í fæðukeðju neytenda rétt á sér?

Handtaka Khodorkovskí

Handtaka rússnesku lögreglunnar á auðkýfingnum Mikhail Khodorkovskí kom ekki á óvart en margir eru uggandi sökum þess að svo virðist sem réttarúrræðum í Rússlandi sé í auknum mæli beitt til þess að þjóna pólitískum hagsmunum fremur en réttlætinu.

LeBron James: Hinn útvaldi II

lebronjames02.jpgLeBron James er mættur til leiks hjá stóru strákunum og lætur til sín taka.

Fækkum sýslumannsembættum

Að undanförnu hafa verið viðraðar skoðanir um fækkun sýslumannsembætta. Sýslumannsembætti landsins eru alls 26 sem verður að teljast þónokkur fjöldi. Af hverju eru þau svona mörg? Er einhver rökræn skýring á því eða eru aðrir þættir sem spila þar inn í?

Hvað eru þingmenn að bralla?

Fyrirspurnir þingmanna virðast vera óteljandi. Ekki furða að það þurfi svona marga starfsmenn í hvert ráðuneyti ef þeir gera varla annað en að svara fyrirspurnum þingmanna. Geta þingmenn ekki bara flett sjálfir upp e-m þessara upplýsinga sem þeir þarfnast? Spyr sá sem ekkert veit.

Ríkisstyrkt fyrirtæki

RíkisstyrkirHlutverk stjórnvalda í atvinnulífi hvers lands á fyrst og fremst að felast í því að skapa atvinnugreinum hagstæð starfsskilyrði og stuðla að nýsköpun. Með því móti fæst blómlegt atvinnulíf sem ekki er skekkt af ríkisafskiptum eða beinni samkeppni við ríkisrekin fyrirtæki. Þetta er stefna flestra vestrænna ríkja nú til dags þó menn séu ósammála um það hversu langt skuli ganga í hverju landi.

Hvar í andskotanum.is?

Nokkuð hefur farið fyrir umræðu um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum. Slíkur aðgangur er mjög jákvætt framtak, en talsvert vantar upp á að vefsvæði verkefnisins standi fyrir sínu. Oftar en einu sinni hefur það gerst að pistlahöfundur hefur farið er á heimasíðu verkefnisins, hvar.is, en þurft frá að hverfa í gremju, og spurt sig: „hvar í andskotanum eru eiginlega öll þessi gögn?!“

Finnska leiðin

logsuda.jpgNokkur umræða hefur verið undanfarið um nauðsynlega endurskoðun á starfs- og verknámi hérlendis. Meðal annars hafa alþingismennirnir Hjálmar Árnason og Björgvin G. Sigurðsson bent á að of lítil áhersla sé lögð á þesskonar nám og allur þunginn sé settur á hefðbundið bóknám. Finnar hafa fyrir nokkru síðan áttað sig á mikilvægi starfs- og verknáms og hafa í kjölfarið breytt áherslum í menntmálum.

Lofsvert framtak

beer.gifFyrir Alþingi liggur nú tillaga um að áfengiskaupaaldur verði lækkaður niður í 18 ár á bjór og léttvín. Þetta er lofsvert framtak til skynsamari áfengisstefnu sem hlutaðeigandi þingmenn mega vera stoltir af.