Útboðin lifna við

HlutabréfamarkaðurÞau miklu tíðindi gerðust í dag að hátæknifyrirtækið Flaga-Medcare var skráð á Aðallista Kauphallarinnar. Frá því að Íslandssími (OgVodafone) var skráður árið 2001 hefur ekkert félag farið inn á Aðallistann fyrr en nú. Það er vart vafamál að Flaga, sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum og framleiðslu á tækjum fyrir heilbrigðisgeirann, á fullt erindi inn á markaðinn. Nærri fjórföld eftirspurn var eftir bréfum félagsins þegar nýtt hlutafé var boðið út í aðdraganda þessarar skráningar.

Táknræn framganga forsætisráðherra leiddi til farsællar niðurstöðu

Mikið hefur verið rætt og ritað um framgöngu forsætisráðherra í þeim umhleypingum sem verið hafa í íslensku þjóðlífi síðustu daga. Bent hefur verið á það, stundum jafnvel með bærilegum rökum, að forsætisráðherrann hafi farið of geyst í viðbrögðum sínum við hinum margumræddu starfskjarasamningum stjórnenda Kaupþings Búnaðarbanka. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að hin táknræna framganga forsætisráðherra í þessu máli hafi leitt til farsællar niðurstöðu.

Kjánaleg ummæli

oddsson.jpgLiðin vika hefur gefið okkur dægurmálalúðunum margt til að ræða um. Kjör stjórnenda Kaupþings, ummæli forsætisráðherra, skattarannsóknir Jóns Ólafssonar og kaup á þýfi. Líkt og alltaf þá litast ummæli skoðanir fólks af því hvar það stendur í pólitíkinni og hvar þeir til umræðu eru standa. Stundum verður þetta greinilegra, t.d. þegar menn fara að verja málstað sem augljóslega fellur illa að þeirra lífsskoðunum.

Úr takti við Ísland

Undanfarna daga hefur um fátt annað verið rætt á Íslandi en samninga stjórnarformanns og forstjóra Kaupþings Búnaðarbanka um launakjör þeirra hjá fyrirtækinu. Ýmislegt má gagnrýna um þessa tilteknu samninga en rót allra látanna er þó vafalaust sú að þarna var um nokkuð verulegar upphæðir að ræða. Ísland er víst ekki tilbúið fyrir svona samninga – en það þýðir þá væntanlega líka að Ísland sé ekki tilbúið til að verða „ríkasta land í heimi.”

Eru Jón og Gunna á undanhaldi?

UngabarnNafnahefð Íslendinga er að breytast. Ekki nóg með að hlutur tvínefna hafi vaxið á síðustu áratugum heldur hafa undanfarin tíu til fimmtán ár fært okkur fjölda nýrra nafna. Kvenmannsnafnið Birta er algengasta nafn gefið stúlkum fæddum á árabilinu 1996-2001. Það er af sem áður var er önnur hver íslensk kona bar nafnið Guðrún eða Sigríður og enginn þótti maður með mönnum nema heita Jón eða Guðmundur.

Stjórn Heimdallar lét loks undan – sigur fyrir Bolla og félaga

Bolli ThoroddsenEftir mikla þrautargöngu lét stjórn Heimdallar loks undan þrýstingi og samþykkti í gær inngöngu 1152 nýrra félagsmanna sem hafnað hafði verið um inngöngu í aðdraganda aðalfundar félagsins 1. október sl. Það var ekki fyrr en lá ljóst fyrir að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins myndi mæla fyrir um skilyrðislausa inntöku hinna nýju félaga að stjórn Heimdallar lét undan í gær, örfáum mínútum áður en fundur miðstjórnar hófst.

Meiri jól, meiri jól, meiri jól…

10.gif Þú þegar kuldaboli herjar á landann, svartasta myrkið leggst yfir, og samfélagið fer að skarta jólabúningnum veltir höfundur því fyrir sér hvaða þýðingu jólaskapið getur haft. Væri kannski bara best ef við værum alltaf í jólaskapi?

Sérbakaðar fréttir

media.jpgMargir virðast nötra og skelfa yfir sviptingum í fjölmiðlaheiminum þessa dagana og ótti við að innan skamms verði bara fluttar fagrar fréttir af Baugi og Jóni Ásgeiri skýtur upp kollinum á ólíklegustu stöðum. Háværar raddir kalla á lagasetningu, eftirlit og takmarkanir.

Inngangur að mannréttindum

french_revolution.jpgHugtakið mannréttindi heyrist oft á tíðum í umræðunni. Hinir og þessir aðilar slengja hugtakinu fram líkt og það sé tromp í spilum. Virðist svo vera að þessir sömu aðilar hafi oft á tíðum takmarkaða hugmynd um hvað þeir eru að segja. Verður hér á eftir reynt að útskýra hugtakið í örstuttu máli.

Samkeppni DV og Moggans

mbldv.gifÍ upphafi mánaðarins var mikill handagangur í öskjunni í kringum DV. Ljóst var að síðdegisblað okkar Íslendinga rambaði á barmi gjaldþrots og eftir ítrekaðar beiðnir um greiðslustöðvun og höfnun á henni var greinilegt hvert stefndi.

Hormónauppbótarmeðferð og mikilvægi slembirannsókna

estrogenHormónauppbótarmeðferð fyrir konur við og eftir tíðahvörf hafa verið á markaði í yfir 50 ár. Á síðasta ári kom hins vegar í ljós að meðferðin eykur líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og brjóstakrabbameini. Hvernig gat það gerst að vísindasamfélagið áttaði sig ekki á svo alvarlegum aukaverkunum í svo langan tíma þrátt fyrir fjölda rannsókna?

Tími til að tengja

workshop.jpgUpplýsingaflóðið sem ólgar á netinu er slíkt að talað er um að netvædd samfélög séu að verða ofmötuð af staðreyndum og svörum, en um leið skorti á í gagnrýnni hugsun. Er ekki bara kominn tími til að tengja?

Metsölulistamannalaun

Sá nafnlausi eftir Gabríelu FriðriksdótturAlþingi ver ríflega 35 milljónum króna á ári til heiðurs eldri listamönnum, sem eiga það sammerkt að teljast sigurvegarar í íslensku listalífi. Á sama tíma er hverfandi stuðning að finna við upprennandi listamenn og Listaháskóli Íslands er starfræktur í húsnæði sem upphaflega var reist yfir Sláturfélag Suðurlands.

Tilfinningagreind

TilfinningagreindHvað veldur því að sumt fólk, jafnvel með háa greindarvísitölu, fer halloka í lífinu? Og hvað veldur því að einstaklingur, með lægri greindarvísitölu en næsti maður, nær ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum? Svarið við þessu er tilfinningagreind.

Þegar ríki drepa

Á 20. öld má ætla að ríkisstjórnir hafi drepið rúmlega 170 milljónir eigin þegna. Á sama tímabili féllu rúmlega 34 milljónir í stríðum. Þýðir þetta að alþjóðakerfið verði að skoða þann möguleika að grípa fyrr inn í aðgerðir einstakra ríkja og mun innrásum í nafni mannréttinda fjölga í kjölfarið?

Fátt stöðvar Lakers

Magic og KareemLið Los Angeles Lakers er með besta vinningshlutfallið í NBA deildinni það sem af er vetri. Þetta kemur svosem ekki á óvart miðað við mannvalið þar er saman komið í vetur. En þrátt fyrir að útlitið sé gott er kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið.

Vændi – hvar er glæpurinn?

VændiFrumvarp sem felur í sér að kaup á vændi og kynlífsþjónustu verði gerð refsiverð hefur verið í miklu hámæli að undanförnu. Í dag verður haldið málþing um efnið í Háskólanum í Reykjavík.

Þessi pistill er í boði almennings

strengjabruda.gifÍ sjónvarpsfréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöldi kom fram að starfsmaður Norðurljósa hafi boðið nokkrum bókaútgáfum að greiða fyrir “jákvæða” umfjöllun um þeirra bækur í þættinum Ísland í dag. Í viðtali við markaðsstjóra Norðurljósa kom fram að hann taldi að um misskilning væri að ræða og að sölumaður fyrirtækisins hafi farið út fyrir starfsvið sitt.

Andhverfa einkavæðingarinnar?

siminn.jpgÞað hefðu einhverntíman þótt tíðindi að austurblokkin ætlaði að einkavæða ríkisfyrirtæki sín með því að selja þau til vestrænna ríkisfyrirtækja. Þessi skondna staða gæti komið upp ef Síminn kaupir hlut í búlgarska landsímanum.

Vangaveltur um tímann

Tíminn hefur frá örófi alda valdið mönnum heilabrotum. Þetta mikilvæga hugtak hefur stöðug áhrif á líf okkar. Án þess að velta því mikið fyrir okkur erum við flest í stöðugu kapphlaupi við tímann sem virðist líða hjá án þess að nokkurt okkar fái rönd við reist.